Mæðró í gær

 

Mánuður síðan ég var síðast í skoðun, og ég á næst tíma þegar ég er komin tæpa viku fram yfir....danir eru frekar slakir á þessu haha LoL  Töluvert af myndum voru teknar í gær....en ég er sest í sófann....og myndavélin er alveg frammi í eldhúsi....svo þær koma seinna flisss Tounge

 

En við höfum það voða gott í sambúðinni ennþá...aðalega hann hehe.  Þegar horft er frá samdráttarverkjum og höfuðverkjum er ekkert að angra okkur, nema hvað hann er farin að síga töluvert í pjakkurinn. Enn sem komið er, er engin bjúgur, lár blóðþrýstingur, ekkert prótein í þvagi, og engin aukavigt svo ljósan er voða róleg yfir þessu öllusaman.....en ég verð að játa að ég vona að ég komist ekki í mæðraskoðunartímann sem hún gaf mér.....eftir 2 vikur Joyful

Ljósan metur guttaling á 38-3900 grömm núna við tæpar 39 vikur, svo  það er ekki undarlegt að mér þyki hann vera farin að síga í, og ef rétt reynist hjá henni matið verður hann líklega hraustlegur þegar hann ákveður að mæta á svæðið InLove

 

Annars er ég á fullu í prófalestri núna, ég held að prófið sé 10. ágúst, en ég fæ að vita það á næstu dögum (sem betur fer) og svo hefst haustönnin 27. ágúst....svo prímatími fyrir Litla Jón að mæta væri svona 13.-15. ágúst.....þá næ ég að klára prófið með hann innvortis ennþá, og fæ að jafna mig aðeins eftir  fæðinguna og hann verður ekki alveg hrár þegar við þurfum að fara að mæta í skólann Grin

 

 Ég er farin að sakna Baldurs skelfilega, hann er búin að vera í burtu í 4 daga.....ekki bætti úr skák í gær þegar við töluðum saman í síma að hann sagði bara  "Babbu ljem"  ss. Baldur heim.....með grátstafinn í kverkunum.....óléttar mömmur höndla það ekkert sérstaklega vel Frown.....en hann kemur heim á laugardaginn litli  kúturinn, það er ekki of langt í það Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband