8.8.2009 | 13:20
Allir saman :O)
Þá er Baldur litli komin heim, og ég held ég ljúgi ekki þegar ég segi að það sé jafnvel betra að fá þessi dýr heim en það er að njóta friðarins fyrst eftir að þau eru farin
Þeir eru núna úti í garði bræður, Baldur og Benni, að raka nýslegin blettinn berir af ofan og berfættir í stuttbuxum... Og litla dýrið endurtekur hvað eftir annað "alli þaman" og setur 3 putta upp í loft (3 eru allir samkvæmt honum...flisss) Svo ég er nokkuð viss um að hann sé líka glaður með að vera komin heim pjakkurinn
Ég fylltist ofurmennskubrjálæði og hjólaði útá bókasafn til þess að prenta út lesefni fyrir próf, það eru rúm 30 stig í skugga og 65% raki....ég komst afar fljótlega að því að ég hefði alveg eins getað sleppt því að fara í sturtu í morgun
Planið fyrir næstu daga er að lesa og lesa og lesa......fram að prófi...og vona að pjakkurinn litli haldi sér inni framyfir próf....secreta það
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 2990
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég dáist alveg að þér, mér finnst alveg nóg að vera bara með 1 ungabarn að hugsa um í hitanum og sjá svo um að unglingurinn borði og svo framvegis... Tala nú ekki um að vera kasólett, í próflestri, með 3 aðra gaura og komin 39 vikur á leið í þessum hita.
En bíddu við ætlar þú ekki í neitt barsel, á að mæta beint í skólann svo með unga litla?
Hrafnhildur Kristjansdottir (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 18:14
Ég er svo heppin að lenda á milli kerfa þar sem ég asnaðist til þess að flytja heim í eitt ár, og á því engin fæðingarorlofsréttindi hvorugu megin.
En ef ég fæ SU núna, sem ég er að vona, gæti ég kannski notað fodselsklip núna....en til að byrja með verðum við allavega að mæta saman bara í skólann.
Ég er búin að panta rosa vært og gott barn sem bara sefur í sínu burðarsjali á fyrirlestrum
Birna Eik Benediktsdóttir, 8.8.2009 kl. 20:47
Úff, það er aldeilis tekið "þetta reddast-"ið á þetta!!! Dugnaðarforkur!
Sæi Danina í ANDA (no offence...), reyna þetta! Var einmitt að rifja upp í dag við strákana þegar ég átti von á Snorra og fór til námsáðgjafa í KU sem sagði "þetta er ekki séns, það getur enginn verið með 2 börn og deilt niður önnum og bla bla bla.." og þegar ég svo var ein með þá síðusta 2 1/2 árið og fékk að heyra þetta frá þeim aftur og aftur "ekki séns að þetta sé hægt"....þegar ég stóð í útskriftinni langaði mig svo að gefa einhverjum langt nef og segja "ójú víst" eða barasta "nananana-búbú"....en ég viðurkenndi þó fúslega að þetta væri ekki eitthvað sem ég myndi endurtaka!
Sér SU-liðið ekki aumur á þér og tekur þig aftur inn í þeirra kerfi eða áttu ekki rétt á námslánum hjá LÍN með sveigjanleikanum í kringum fæðingu? Verð að segja eins og ég hataði LÍN og allar þeirra kröfur, þá er reyndar dálítið svekkjandi að reyna að borga þetta SU núna með þetta ömurlega gengi krónunnar, nema maður ætli sér bara að blíva í danmark....?
kveðja
Sigurveig (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 21:54
Jújú, þetta reddast-ið er stór faktor í jöfnunni núna ;O)
Ég er orðin svo sjóuð í samskiptum við dani að ég er bara ekkert að ræða það í skólanum hvað ég eigi af börnum heima hjá mér, nenni hreinlega ekki að ræða þetta við þá.
Ég er einmitt að vonast til þess að SU taki mig inn aftur, ég uppfylli öll skilyrði og allar kröfur svo ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu. Eins og málin standa á Íslandi í dag duga námslánin ekki fyrir framfærslu hérna úti þegar svona margir eru í heimili, og svo er líka alltaf gott að losna undan árangursteingdu kröfunni frá LÍN. Þeir eru slakari á því í SU.
Ég sé ekkert frammá að fara heim aftur í bráð án þess að það bíði mín góð vinna með mannsæmandi launum, og þar sem ég sé ekki frammá að það sé að fara að gerast í nánustu framtíð verðum við líklega hérna eitthvað áfram ;O)
Birna Eik Benediktsdóttir, 9.8.2009 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.