106 ár upp á dag :O)

 

Síðan Davíð langafi pattans fæddist, þá var ekki  amalegur dagurinn sem hann valdi sér :O)

 

Samkvæmt fæðingarskýrslunni var fæðinginn komin í gang kl 22:00 þann 20. ágúst. Ég var þó orðin nokkuð viss um að þetta yrði eitthvað um 2 tímum fyrr yfir kvöldmatnum.  Fjórum tímum seinna eða kl. 01:55 kemur gullmolinn í heiminn Heart

Ég notaði vatn og hláturgas í fæðingunni og þori að fara með það án efa að blandan var ekki jafn sterk núna og hún var þegar ég átti Baldur á Glostrup Hospital. Þá nefninlega var ég EKKI sárkvalin í hríðunum.....öfugt við núna, svo þetta var voða mikið deyfingarlaust þarna þegar hríðirnar voru orðnar alvöru.

 

Móðir hans var svo smekkleg að velja svo að eignast hann á gólfinu hehe, ég auðvitað VARÐ að standa......en endaði á hnjánum eftir að kollurinn var komin og settist svo bara á  gólfið þegar kroppurinn var alveg komin, sem tók sem betur fer skamma stund og hafði ég dygga hjálp í Moniku minni....ég er ennþá sár  útí sjálfa mig fyrir að hafa ekki fattað að taka mynd af henni með prinsinn Crying

Búin að vera ööörfáar mínútur í heiminum    Það voru víst svo margir ungar sem ákváðu að koma þessa stormanótt að fæðingardeildin var full, og sængurkvennagangurinn líka, okkur var því boðið að klára nóttina bara á fæðingarherberginu og fara niður á sængurkvennagang um morguninn, þar sem ég hafði haft það í huga að liggja í  nokkra daga og hvíla mig svolítið áður en ég mætti heim í stóðið.

 

Það vildi þó ekki betur til en það að í hitabeltishitanum suðum við í fæðingarherberginu fram undir morgun, og vorum svo færð niður á tveggja manna stofu þar sem að fyrir var kona á sínum 3 degi, orðin frekar hress. Sú var með barn sem grét mikið, og hún var með kveikt á sjónvarpinu non-stop Shocking

Þessi áhugaverða samsetning varð til þess að ég náði ekkert að sofa, og hafði ég sofið lítið nóttina fyrir fæðingu, og ekkert nóttina sem hann fæddist......mig var farið að svíða vel í augun og elskaði barnið mitt ofsalega mikið fyrir að vera þessi væri og góði engill sem hann er InLove

 

Að ræða málin innan við klukkustundargamall svo værðarlegur kroppur......alveg GLÆ-nýr vildi bara sjúga allt værð og ró  :O) bara sefur....í engum fötum :O) Athugull að skoða heiminn

 

Svona var hann.....allan tímann, nema rétt á meðan hann skilaði svolitlu grænu legvatni....hann var búin að kúka í  það strákormurinn Joyful 

Ég aftur á móti var að verða eins og draugur af svefnleysi og eftirhríðum, ótrúlegur andskoti að A) engin skuli segja manni frá þeim fyrr en EFTIR að maður á barn....og hvað þá að þær fari stigversnandi með hverju barninu. B) að það sé ekki til eitthvað almennilegt dóp við þessum andskota!

En Riddaraliðið kom og bjargaði mömmu sinni, með dyggri hjálp ömmu svo hún fengi nú eitthvað að sofa. Og eru stóru bræðurinr alveg eins og englar. Hjálpsamir og duglegir og ljúfir og áhugasamir um litla dýrið.....Baldur er kannski helst til áhugasamur.....en það líður hjá Tounge

Benni og Baldur komu að sækja okkur á deildina Baldur ákvað að íhuga þetta úr fjarlægð í fyrstu.....maður fórnar ekkert ís fyrir ungabarn! Babbu að máta mitla mabbi

 Og svo komin heim til Eyþórs :O)

 

Nú vonum við bara að litlastur haldi áfram að vera vær og góður Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörir gullmolar og hann Davíð litli Birnuson er ekkert smá flottur og mannalegur.....Knús til ykkar

Jóna (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:51

2 identicon

Frábært allt saman :) Flottar bræðramyndir og kraftur í þér kona :) :)

Kveðja frá Lyngby

Hrafnhildur Kristjansdottir (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:23

3 identicon

Æ Birna mín ég bráðna alveg við að skoða þessar myndir af honum...hann er fullkominn

Sigga í Sønderborg (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:26

4 identicon

bráðn bráðn

til hamingju með viðbótina kæra fjölskylda

knús og kossar á línuna frá Kristínu frænku á Ísó

Kristín frænka (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:31

5 identicon

Yndislegur alveg!! Hvað var hann svo stór og þungur?

Hjartans hamingju óskir, koss og knúsar fyrir allan peninginn!!

Helga (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 13:48

6 identicon

Mikið er hann sætur og fínn :) Þetta er aldeilis orðinn myndalegur hópur hjá þér! Eva Rakel biður voða vel að heilsa strákunum. Hún sagði áðan: "Hva, er Baldur orðinn stóri bróðir? Ég hélt að hann væri bara nýfæddur!" Haha... ég er bara frekar sammála henni, finnst voða stutt síðan hann fæddist :) Hafið það gott, knús af hjaranum

Mæja (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:32

7 identicon

Algjör krúttukall :=)

Jóhanna Lúvísa (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 23:28

8 identicon

Hann er æði. Enn og aftur til hamingju :)

Hulda Rún (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 05:15

9 identicon

Hæhæ, innilega til hamingju með þennan líka flotta strák. Gott að hann er vær og góður svo mamman fái hvíld inn á milli. Hlakka til að knúsa hann, já og þig ;) Kveðja frá efri hæðinni á Vester Grene

Guðlaug (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 21:36

10 identicon

Kveðja from Meg:-)

Magga (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband