Baldur og Jón Egill

 

Dagurinn í dag var þeirra bræðra, en þó meira Baldurs Wink

 

Mitla mabbi sova í Babbu bóli

 

Litla ofurhetjuþykknið fyllir árin þrjú á morgun og héldum við því örlítin mannfögnuð í dag.  Hann var hafður mjög lítill vegna þess hve litli maðurinn er nýr.

 

Á þessari slóð http://kvendiogkrakkar.blog.is/blog/kvendiogkrakkar/month/2008/8/ er að finna færslu sem var skrifuð á afmælisdaginn hans Baldurs í fyrra.    Þar má finna lýsingu á þeim karakter er býr í þessum litla kroppi.

Hann hefur styrkst enn frekar í sínum persónuleika, nema hvað núna er hann líka með tali LoL  Hann er jafn þrjóskur, jafn ákveðinn, jafn skondinn, jafn fyndinn, jafn grallaralegur, jafn sætur og jafn hávær........hann er minni óviti en meiri frummaður.

Aðalpósan...tungan út

 

Hann vill bara borða töt...ss. kjöt, skylmist eins og víkingur, gengur (of)  vasklega fram í  því sem hann tekur sér fyrir hendur og stendur fast í báða fætur. Hann lætur EKKERT hagga sér....ALDREI.  Er lipur og klár og með ótakmarkaðan orðakvóta....(við hvern ætli ég geti talað til þess að fá einhverjar hömlur settar á þennan kvóta Woundering )

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Baldur var nú ekkert alveg viss hvað það var að eiga afmæli, og harðneitaði í fyrstu þegar hann var spurður hvort hann væri orðin 3 ára....en hann var auðvitað auðveldlega ginkeyptur drengurinn, svona þar sem að afmæli þýða kökur, nammi, gestir og pakkar LoL

 

Minn fór svolítið hjá sér þegar afmælissöngurinn var sunginn

 

Dagurinn var yndislegur og vel heppnaður í alla staði, börnin sæl og ánægð og fullorðna fólkið fékk góða þjálfun fyrir vanrækta málvöðva. 

 

 

Jón Egill var til fyrirmyndar í dag, sem og aðra daga. Hann svaf....vaknaði einusinni til þess að drekka og vera fallegur og lagði sig svo aftur Heart

Svo kann maður að setja upp svona stút

Nafnið hans er merkilegt nokk fengið af sama lista og var notaður þegar við vorum að reyna að malla saman nafni á Baldur.  Þá var Jón úti því að það er skrifað með kommu á íslensku en ekki á dönsku....og Egill var úti því það er skrifað Egild á dönksu.

 

NÚNA hins vegar er barnið ekki danskt....Cool

 

Fyrra nafnið var nafn langafa míns heitins, og er Egill bara úr lausu lofti gripið sökum fegurðar Wink Ég er mikið búin að spá í merkingu þessara nafna ásamt frænku minni og urðum við sammála um það að þau merktu eitthvað alveg ákveðið....sem ég auðvitað man ekki alveg hvað er....og hún er offlæn....Shocking  Spyr hana seinna hvort hún man það.....lofa Halo

 

Ekki skemmir svo fyrir að tvö systkina minna fengu lítinn nafna í dag, þau Guðbergur Egill og Jóna né að föðurforeldrar Jóns Egils heita  Jón og Jóna Joyful

 

Ég var bara nokkuð dugleg á myndavélinni í dag og má sjá afrakstur þess í skæruliðaalbúminu Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Baldur innilega til hamingju með afmælið stóri strákur......Og kæra fjölskylda innilega til hamingju með flotta nafnið knús

Jóna (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 06:30

2 identicon

Elsku Baldur til hamingju med daginn og allt maður minn. Og innilega til hamingju með nafnið, rosaleg á það eitthvað vel við. Þarf að finna tíma til að kíkja til Odense....hilsen

Gulls (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 08:27

3 identicon

Til hamingju með ALLA litlu mennina þína.

Randý (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 21:57

4 identicon

innilega til hamingju með alla strákana Birna!

Baldur, til hamingju með afmælið!

Jón Egill, til hamingju með nafnið þitt - ég skal fletta því upp aftur hvað þetta þýðir allt saman ;)

Stóru strákar, til hamingju með litlu bræðurna :)

Kristín frænka (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband