Mánaðargamall strákur, vængbrotin mamma og götótt andlit!

 

Það er sjaldan lognmollunni fyrir að fara á þessum bæ Woundering

Jón Egill fyllti fyrsta mánuðinn í gær, að því tilefni var hann klæddur sem hin eini sanni Kal-el eins og sjá má að neðan Wink

Kal-El mánaðargamall

 

Litli prinsinn er áfram voða vær og góður, sefur allar nætur (nema eina...þá bara vildi hann spjalla og brosa InLove) og brosir á daginn Heart Hann tekur auðvitað sínar handkeggjahangstarnir líkt og aðrir í sama þyngdarflokki, en það er ekki svo mikið að það sé þess virði að kvarta útaf einusinni....allavega ekki svona þegar viðmiðið er Baldur LoL

 

Vængbrotið stafar svo af því að frumburðurinn er farin í skóla til Íslands, ekki hugðnuðust mér horfurnar fyrir hann með sínar sérþarfir innan danska skólakerfisins og mun núna reyna á það íslenska sem reyndist okkur vel í þann eina vetur sem við bjuggum heima.   Það er eiginlega erfiðara en hægt er að koma í orð svo ég ætla bara að sleppa því í bili.

 

Við fórum hins vegar til hinar fögru Suðurborgar á laugardaginn, Jórunn vinkona og Birkir vinur okkar áttu afmæli á árinu og var því fagnað ærlega á laugardagskvöldinu Cool   Hún Mariya, yndislega barnapían okkar og systir hennar hún Magdalena sem var með mér í bekk í Evrópufræðunum buðu strákunum að gista hjá sér og það var alveg yndislegt að hitta hana aftur, guttarnir hlupu upp um hálsin á henni ...... nema auðvitað Jón sem hún varð agalega skotin í samstundis Smile

 

Stóru strákarnir voru svo heppnir að fá að borða hjá Mariyu en Nonni litli kom með okkur Dagmar,Jónu, Eyþóri og þeirra ormum út að borða og þar sem hann er svo agalega vel upp alin svaf hann eiginlega bara á meðan við borðuðum InLove     Jón hafði það svo voða gott hjá hinni mjög svo gestrisnu nöfnu sinni ...Grin

Jón og Jóna

 

Ungamamman skildi svo minnsta barnið eftir hjá Maryu eitthvað rúmlega 10 með fullt af mömmumjólk á pelum og allar græjur....hann gerði sér þó lítið fyrir drengurinn og vaknaði EINU SINNI til að drekka á meðan hann var í pössun og sofnaði strax aftur....það var eiginlega soldið gott á mig hvað allt gekk vel, miðað við allt ungamömmugrínið sem Jóna var búin að gera að mér Blush

 

En við ætluðum svo bara að taka sunnudeginum rólega, borða hádegismat með Dagmar og Erik, fara svo í pönsur til hennar Siggu heima hjá Jórunni og Bjarna og rúlla svo af stað til Odense...það gekk ekki betur en svo að hann Benni.....sem er svolítið skyldur henni Hörpu frænku sinni stundum....opnaði á sér andlitið alveg listilega vel með því að skilja það eftir á sjónvarpsskápnum hennar Jórunnar þegar hann stökk úr sófanum, á meðan kroppurinn endaði á dýnunni sem var á gólfinu...Shocking

 

Gutti hlaut flottan skurð langsum eftir kinnbeininu undir auganu og honum fossblæddi auðvitað eins og sannri hetju sæmir.  Við vorum svo heppin að Dagmar hjúkka var á svæðinu og Bjarni pollrólegi, þau heftuðu kinnina á drengnum saman með plástrum svo það myndi hætta að blæða á meðan ég hljóp út og suður, eftir að hafa huggað slasarusinn, og fann pela og túttur og allt tilheyrandi og skildi eftir fyrirmæli hjá þeim sem eftir voru....því ég var svo heppin að húsið var fullt af fullorðnu fólki og gat ég því skilið litlu bræður hans Benna eftir í pössun og farið barnlaus með honum á slysó Smile

 

Betur fór á en horfðist og má að hluta þakka vönduðum vinnubrögðum Dagmarar það að ekki þurfti að sauma í andlitið á manninum, hann fær mjög auðveldlega ör svo ég gat varla hamið mig úr kæti þegar læknirinn í Aabenraa sagði nægja að líma þetta vel saman þar sem skurðurinn var svo beinn og flottur Wink   Afraksturinn var svona seinna sama kvöld...

slasarus 

 

 

 

 

 

 

 

 

smá glóðarauga 

Og var orðin svona daginn eftir, nú vonum við bara að glóðaraugað verði ekki verra.

 

Baldur varð auðvitað að láta taka meðslamynd af sér líka.....flissss....hann er þess fullviss að þarna undir leynist sár, við hin sjáum það samt ekki Joyful

Baldur líka slasaður heeh

 

Ég hef séð mig tilneydda til þess að búa til annað skæruliðaalbúm þar sem hitt er orðið svo stórt að það er orðið frekar þungt að skoða það.  Nýja albúmið heitir því svo mjög frumlega nafni skæruliðar-2 og það má finna á sama stað og öll hin albúmin....það er eitthvað fátæklegt ennþá, en þetta fer að tínast í hjá mér  ;O)

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

;)

Dagmar Iris (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 2990

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband