12.12.2009 | 00:40
Minning um pabbann
"af hverju kemur afi þinn að sækja þig?" Heyrðist spurt í fatahenginu í leikskólanum þegar jakkafataklæddur, gráhærður maður um sextugt gekk inn. Þá var svarað glöðum rómi " hann er ekki afi minn, þetta er hann pabbi ". Þetta er ein af mínum fyrstu minningum um föður minn. Þessi spurning heyrðist oft á meðan á minni barnaskólagöngu stóð en aldrei snerti það mig illa, mér fannst hann svo flottur þessi kall sem ég átti. Ég var viss um að hann væri sterkastur, klárastur,flottastur, duglegastur og fyndnastur í öllum heiminum. Þessi barnstrú mín á föður minn "læknaðist" í rauninni aldrei...fyrir mér var hann alltaf og er enn Súpermann, þó svo að hann syði kartöflur með öllum mat.
Önnur minning sem er mér kær er af því hvar ég ligg í rúminu og horfi milli rimlanna á pabba halda á bók í ísbjarnarkrumlunum sínum að lesa Jón Odd og Jón Bjarna fyrir okkur krakkana fyrir svefninn með sínum djúpa rómi að glettast og gera margar raddir eftir persónum bókarinnar.
Þegar ég plástra lítil skrámuð hné barna minna minnist ég handa hans á mínu hné að hjúkra mér eftir byltu. Ég minnist alls sem hann kenndi mér og vona að mér takist að miðla áfram visku hans, hlýju og umburðarlyndi til litlu bræðranna sem nú sakna afa.
Ekki er það nokkrum lifandi manni mögulegt að telja upp allt það sem ég á föður mínum að þakka. Ég var lánsamt barn að fá að alast upp í skjóli hans, með sína mjúku en styrku hönd mér til leiðbeiningar um krókaleiðir lífsins og finn ég nú til þess hve mikið ég myndi vilja fá að njóta leiðsagnar hans lengur.
Minning hans er samofin náttúrunni sem hann og mamma kenndu mér að þekkja og virða. Hann býr í hröfnunum sem hann spjallaði við, tófunum sem hann vingaðist við, vestfirsku björgunum, hafinu og Bláfjólunni. Hann lifir áfram andlitum litlu sona minna sem opinmyntir hlusta á mömmu sína segja sögur síðan í "gamla daga" þegar hún var lítil og þegar afi var pabbinn.
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 2990
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið ofboðslega er þetta fallega skrifað Birna og snertir mann djúpt. Þú varst lánsöm að eiga hann sem föður greinilega og átt vafalaust margar góðar minningar að orna þér við í framtíðinni.
Innilegar samúðarkveðjur frá okkur öllum, Sigurveig og co
Sigurveig (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 16:17
Alveg sammala, tetta er fallega skrifad hja ter og alveg satt lika tu attir alveg serstaklega yndislegan pabba.
Mer datt eitt augnablik i hug tegar eg var ad lesa tetta. Einu sinni tegar vid vorum a Horni var hann ad segja ter eitthvad og tu ekkert ad hlusta, ta urradi hann, halladi ser ad ter og beit tig i oxlina, eg helt eg myndi deyja ur hlatri.
Tad eru morg svona moment sem eg a aldrei eftir ad gleyma.
Helga Rún (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 20:51
Mikið ertu rík Birna mín að eiga svona fallegar og góðar minningar um hann pabba þinn, mundu það í hvert sinn sem þú hugsar til hans, hann lifir áfram í minningunni.
Þú skrifar einstaklega fallega til hans, efast ekki um að þú eigir höfuðið fullt af fleiri fleiri góðum minningum sem þú getur miðlað áfram til strákanna þinna.
Samúðarkveðjur, Hrafnhildur og fjölskylda.
Hrafnhildur Kristjansdottir (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 22:54
Hahaha! Helga ég man líka þegar hann beit Birnu á horni!
harpa frænka á Ísafirði (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 11:27
flisss...ég man þetta bitatvik líka.....hann átti til að narta í okkur krakkana af og til
Birna Eik Benediktsdóttir, 20.12.2009 kl. 19:04
Undanfarna daga hef ég tekið eftir því....að ÉG geri þetta við börnin mín!! Ætli það sé margt svona sem maður gerir eins og gamla settið sem maður hefur aldrei komið auga á?
Birna Eik Benediktsdóttir, 30.12.2009 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.