26.12.2009 | 20:34
Jólin :O)
Nú er Jón farin að hreyfa sig um á gólfinu, það er helst í fyrra fallinu og vona ég bara að hann verði ekki eins og Eyji peyji sem fór að hlaupa um allt 10 mánaða Hann séri sér fyrst 14. nóv og átti þá viku eftir í 3 mánuðina....ég fer bráðum að beisla hann niður
Annars er mikil jólaafslöppun í gangi hér...eða svona eins mikið og hægt er að hafa með 4 orma Allir voru mikið ánægðir með gjafirnar sínar og alveg er ótrúlegt í rauninni hversu vel allt gekk fyrir sig í þessu pakkasstússi. Jóladagur fór í afslöppun á náttfötunum og leik með nýja dótið og lestur nýrra bóka en svo fórum við á jólaball í dag þar sem menn horfðu með samblandi af ótta og spenningi á hin íslenska jólasvein sem er alltaf svolítið óþekkur
Það eru komnar enn fleiri myndir í albúm þeirra bræðra, bæði frá íslandsferð og svo héðan úr snjónum
Jón er voða góður að leika sér sjálfur á gólfinu, þarna er ég að reyna að ná mynd af honum en hann er voða voða upptekin af einhverju sem er þarna til hliðar við hann...
..svo komst ég að því hvað heillaði svona mikið
Þeir eru ósköp góðir þessir bræður allir saman og helst að það togist aðeins á milli þeirra tveggja elstu. Eitt flottasta bræðramómentið sem ég varð vitni að undanfarna viku var þó á Þorláksmessukvöld þegar bræður voru búnir að skreyta jólatréð....með playmoköllum, heimatilbúnum tré "kúlum" og ljósum...og ...ormum... og þeir voru búnir að setja alla pakkana undir tréð, spenntir alveg að efri mörkum, settist Baldur hjá Jóni litla á gólfið og útskýrði fyrir litla bróður sínum að "ekki oppa núna Ljon minn....bala á mongun þea búin bolla matinn" og klappaði bróður sínum svo blítt um feita kinn Jón var auðvitað voða svekktur að fá ekki að opna pakkana strax, eins og gefur að skilja hehe.
Hérna kemur svo smá syrpa síðan í nóvember þegar bloggverkfallið stóð sem hæst og til loka desember
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Birna mín og halló sætu strákar:-)
Það er mjög gaman að skoða þessar myndir!
Nú er allt á öðrum endanum hjá mér,í orðsins fyllstu merkingu.Það er búið að laga allt baðið hjá mér.Nýtt baðka,nýtt wc og vaskur og allt flísalagt upp á nýtt,Það er orðið mjög fínt.Og nú er hægt að vera í sturtu í sterioi:-)Nú virka tvær sturtur....enda bráð nauðsynlegt þar sem sem ég bý ein hér:-)En gott og nauðsynlegt að gera þetta.Þannig að næst þegar peyjarnir koma þá geta þeir farið í bað og haft það nice!Knús frá frænku:-) Meg.
Margrét Guðmunddsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.