Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
25.10.2009 | 11:32
Nú er fátt sem hægt er að segja
Við erum að kveðja höfðingann þessa dagana og er því fátt um fréttir. Íslandsferð gekk vel en var erfið og stutt er i tárin hjá okkur sem eldri erum á heimilinu. Baldur gerir sér litla grein fyrir gangi mála og Jón er að sjálfsögðu algerlega undanskilin og er mikill sólargeisli í þessu öllu saman.
Ég tók mikið af myndum heima en þær eru allar á vél Birnu mágkonu, ég þarf að nálgast þær þegar ég fer til Íslands aftur, svo ég ætla að láta nokkrar gamlar fylgja með þessari færslu af þeim sem er okkur efst í huga þessa daga og vikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2009 | 16:51
The Torch has been passed...
Feitubollunafnbótinn er nú opinberlega komin yfir til Jóns...Baldur er orðin 3 ára grannur og sterklegur pjakkur og Jón er orðin......svona....
Litli hnoðrinn drekkur og drekkur og dafnar vel. Hann sefur eins og engill og hjalar þess á milli...ég verð eiginlega að fara að reyna að ná því á vídjó...hann er afar gáfulegur i þessu spjalli sínu
Baldur er ofsalega góður við litla bróður sinn, hleypur til með snuddu um leið og minnsta hljóð heyrist (líka hjal) og syngur bæði lærð og frumsamin lög fyrir hann öllum stundum.....núna er Fatlafól með Bubba og Megasi saman sungið sem mest....sem er RUGL fyndið að hlusta á ....attafó....attafó...
Benna finnst ég mjög leiðinleg að leyfa honum ekki að passa Jón á meðan ég fer í búðina og svona....honum finnst ég eitthað hálfnojuð og segir við mig...."en mamma, ég er alveg eins og Kári...og Afi.....góður við lítil börn...og Afi er meira að segja líka stóri bróðir, alveg eins og ég" Það er erfitt að rífast við svona röksemdarfærslur Þó svo að litli pattinn sé orðin svo mikil bolla að sá stóri sé farin að burðast með hann ..
Lífið gengur annars bara sinn vanagang, ég læri og læri þegar mér tekst að hafa augun af unganum mínum. Benna líður vel í skólanum og skátunum...þó hann ætli EKKI í útlegu aleinn með engan Eyþór! Og Baldur finnur sig ofsalega vel á leikskólanum sínum en mig langar að fara að finna einhvern dans fyrir hann...eitthvað freestyle vesen þar sem hann getur bara fengið að hreyfa sig svona eins og hann gerir
Myndir koma af og til inní ormaalbúm-2.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar