Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
29.12.2009 | 12:14
Árið......
Mér finnst alltaf svo gaman að líta yfir liðið ár og íhuga svolítið Þetta hefur verið viðburðaríkt ár, fluttningar og meiri fluttningar, skólaskipti, leikskólabyrjun, viðbót í familíunna og missir úr familíunni. Þetta allt saman rúmar bæði hlátur og grátur.
Af atburðum ársins standa óneitanlega uppúr fæðing litla ljóns og fráfall pabba. Svo mikil gleði og svo mikil sorg. Einn að heilsa og byrja lífið á meðan annar kveður og líkur ævistarfinu. Sem betur fer náðu þessir tveir að hittast og knúsast pínulítið áður en afinn skildi við.
Annars einkenndist þetta ár allt saman af breytingum, vináttu og enn einusinni hef ég fengið staðfestingu á því að ég á hreint ótrúlega fjölskyldu. Það er ekki lítið sem við erum rík að eiga þau að. Allskonar frændur og ömmur og systkin og frænkur sem ótrúlegur styrkur leynist í.
Auðvitað náðust ekki myndir af öllum sem við knúsuðum þetta árið, en þetta gefur smá hugmynd......við eigum ROSA stóra fjölskyldu....og marga marga vini
Ófár öldur hafa riðið yfir dalinn þetta árið eins og vill verða á umbrotatímum en nú má vona að lægi vel og sjórinn haldist stilltur árið 2010
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2009 | 20:34
Jólin :O)
Nú er Jón farin að hreyfa sig um á gólfinu, það er helst í fyrra fallinu og vona ég bara að hann verði ekki eins og Eyji peyji sem fór að hlaupa um allt 10 mánaða Hann séri sér fyrst 14. nóv og átti þá viku eftir í 3 mánuðina....ég fer bráðum að beisla hann niður
Annars er mikil jólaafslöppun í gangi hér...eða svona eins mikið og hægt er að hafa með 4 orma Allir voru mikið ánægðir með gjafirnar sínar og alveg er ótrúlegt í rauninni hversu vel allt gekk fyrir sig í þessu pakkasstússi. Jóladagur fór í afslöppun á náttfötunum og leik með nýja dótið og lestur nýrra bóka en svo fórum við á jólaball í dag þar sem menn horfðu með samblandi af ótta og spenningi á hin íslenska jólasvein sem er alltaf svolítið óþekkur
Það eru komnar enn fleiri myndir í albúm þeirra bræðra, bæði frá íslandsferð og svo héðan úr snjónum
Jón er voða góður að leika sér sjálfur á gólfinu, þarna er ég að reyna að ná mynd af honum en hann er voða voða upptekin af einhverju sem er þarna til hliðar við hann...
..svo komst ég að því hvað heillaði svona mikið
Þeir eru ósköp góðir þessir bræður allir saman og helst að það togist aðeins á milli þeirra tveggja elstu. Eitt flottasta bræðramómentið sem ég varð vitni að undanfarna viku var þó á Þorláksmessukvöld þegar bræður voru búnir að skreyta jólatréð....með playmoköllum, heimatilbúnum tré "kúlum" og ljósum...og ...ormum... og þeir voru búnir að setja alla pakkana undir tréð, spenntir alveg að efri mörkum, settist Baldur hjá Jóni litla á gólfið og útskýrði fyrir litla bróður sínum að "ekki oppa núna Ljon minn....bala á mongun þea búin bolla matinn" og klappaði bróður sínum svo blítt um feita kinn Jón var auðvitað voða svekktur að fá ekki að opna pakkana strax, eins og gefur að skilja hehe.
Hérna kemur svo smá syrpa síðan í nóvember þegar bloggverkfallið stóð sem hæst og til loka desember
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2009 | 12:59
Að hrökkva í gang...
Ég er semsagt að því...að hrökkva í gang.
Við erum lent og erfiðri ferð til Íslands loks lokið. Ég er enn að plokka uppúr töskunum samhliða því að skrifa jólakortin (sem komust af stað fyrir helgi), þrífa og reyna að lesa fyrir próf.
Ferðin hingað var ævintýraleg, það tók okkur ekki nema 5 tíma að fara 30 min leið sökum snjávar sem lagðist yfir Danmörku öllum að óvörum og lamaði allar almenningssamgöngur sem og gatnakerfi. Það var hreint yndislegt að vera í bíl í marga marga marga klukkutíma með Jón og Baldur.....
En hér er voðalega jólalegt um að lítast og auðvelt að finna fram jólaskapið, ég þarf að kaupa meira myndapláss hjá moggablogginu til þess að koma öllum myndunum inn sem voru teknar á Íslandi sem og snjávarmyndunum okkar nýju.
Allir bræðurnir eru hér samankomnir til þess að njóta jólanna saman og er mikið fjör í húsinu. Sem betur fer lyndir flestum vel yfirleitt svo uppúrsuður eru fátíðar....sérstaklega svona þar sem að jólasveinarnir eru að hafa auga með mönnum svona í desember Kári er líka voða stilltur.....segir hann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2009 | 00:40
Minning um pabbann
"af hverju kemur afi þinn að sækja þig?" Heyrðist spurt í fatahenginu í leikskólanum þegar jakkafataklæddur, gráhærður maður um sextugt gekk inn. Þá var svarað glöðum rómi " hann er ekki afi minn, þetta er hann pabbi ". Þetta er ein af mínum fyrstu minningum um föður minn. Þessi spurning heyrðist oft á meðan á minni barnaskólagöngu stóð en aldrei snerti það mig illa, mér fannst hann svo flottur þessi kall sem ég átti. Ég var viss um að hann væri sterkastur, klárastur,flottastur, duglegastur og fyndnastur í öllum heiminum. Þessi barnstrú mín á föður minn "læknaðist" í rauninni aldrei...fyrir mér var hann alltaf og er enn Súpermann, þó svo að hann syði kartöflur með öllum mat.
Önnur minning sem er mér kær er af því hvar ég ligg í rúminu og horfi milli rimlanna á pabba halda á bók í ísbjarnarkrumlunum sínum að lesa Jón Odd og Jón Bjarna fyrir okkur krakkana fyrir svefninn með sínum djúpa rómi að glettast og gera margar raddir eftir persónum bókarinnar.
Þegar ég plástra lítil skrámuð hné barna minna minnist ég handa hans á mínu hné að hjúkra mér eftir byltu. Ég minnist alls sem hann kenndi mér og vona að mér takist að miðla áfram visku hans, hlýju og umburðarlyndi til litlu bræðranna sem nú sakna afa.
Ekki er það nokkrum lifandi manni mögulegt að telja upp allt það sem ég á föður mínum að þakka. Ég var lánsamt barn að fá að alast upp í skjóli hans, með sína mjúku en styrku hönd mér til leiðbeiningar um krókaleiðir lífsins og finn ég nú til þess hve mikið ég myndi vilja fá að njóta leiðsagnar hans lengur.
Minning hans er samofin náttúrunni sem hann og mamma kenndu mér að þekkja og virða. Hann býr í hröfnunum sem hann spjallaði við, tófunum sem hann vingaðist við, vestfirsku björgunum, hafinu og Bláfjólunni. Hann lifir áfram andlitum litlu sona minna sem opinmyntir hlusta á mömmu sína segja sögur síðan í "gamla daga" þegar hún var lítil og þegar afi var pabbinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar