Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
29.8.2009 | 23:09
Baldur og Jón Egill
Dagurinn í dag var þeirra bræðra, en þó meira Baldurs
Litla ofurhetjuþykknið fyllir árin þrjú á morgun og héldum við því örlítin mannfögnuð í dag. Hann var hafður mjög lítill vegna þess hve litli maðurinn er nýr.
Á þessari slóð http://kvendiogkrakkar.blog.is/blog/kvendiogkrakkar/month/2008/8/ er að finna færslu sem var skrifuð á afmælisdaginn hans Baldurs í fyrra. Þar má finna lýsingu á þeim karakter er býr í þessum litla kroppi.
Hann hefur styrkst enn frekar í sínum persónuleika, nema hvað núna er hann líka með tali Hann er jafn þrjóskur, jafn ákveðinn, jafn skondinn, jafn fyndinn, jafn grallaralegur, jafn sætur og jafn hávær........hann er minni óviti en meiri frummaður.
Hann vill bara borða töt...ss. kjöt, skylmist eins og víkingur, gengur (of) vasklega fram í því sem hann tekur sér fyrir hendur og stendur fast í báða fætur. Hann lætur EKKERT hagga sér....ALDREI. Er lipur og klár og með ótakmarkaðan orðakvóta....(við hvern ætli ég geti talað til þess að fá einhverjar hömlur settar á þennan kvóta )
Baldur var nú ekkert alveg viss hvað það var að eiga afmæli, og harðneitaði í fyrstu þegar hann var spurður hvort hann væri orðin 3 ára....en hann var auðvitað auðveldlega ginkeyptur drengurinn, svona þar sem að afmæli þýða kökur, nammi, gestir og pakkar
Dagurinn var yndislegur og vel heppnaður í alla staði, börnin sæl og ánægð og fullorðna fólkið fékk góða þjálfun fyrir vanrækta málvöðva.
Jón Egill var til fyrirmyndar í dag, sem og aðra daga. Hann svaf....vaknaði einusinni til þess að drekka og vera fallegur og lagði sig svo aftur
Nafnið hans er merkilegt nokk fengið af sama lista og var notaður þegar við vorum að reyna að malla saman nafni á Baldur. Þá var Jón úti því að það er skrifað með kommu á íslensku en ekki á dönsku....og Egill var úti því það er skrifað Egild á dönksu.
NÚNA hins vegar er barnið ekki danskt....
Fyrra nafnið var nafn langafa míns heitins, og er Egill bara úr lausu lofti gripið sökum fegurðar Ég er mikið búin að spá í merkingu þessara nafna ásamt frænku minni og urðum við sammála um það að þau merktu eitthvað alveg ákveðið....sem ég auðvitað man ekki alveg hvað er....og hún er offlæn.... Spyr hana seinna hvort hún man það.....lofa
Ekki skemmir svo fyrir að tvö systkina minna fengu lítinn nafna í dag, þau Guðbergur Egill og Jóna né að föðurforeldrar Jóns Egils heita Jón og Jóna
Ég var bara nokkuð dugleg á myndavélinni í dag og má sjá afrakstur þess í skæruliðaalbúminu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.8.2009 | 19:49
Fallega fallega fallega.... :O)
Svona eyðir litli maðurinn dögunum sínum.
Svo saklaus og fallegur að maður verður alveg ástfangin upp fyrir haus aftur og aftur
Ég er að reyna að vera voða voða dugleg að smella af og set myndirnar af honum NÆSTUM því jafnóðum í skæruliðaalbúmið.....en ég er svo upptekin af því að dást að honum að ég gleymi oft myndavélinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2009 | 09:55
106 ár upp á dag :O)
Síðan Davíð langafi pattans fæddist, þá var ekki amalegur dagurinn sem hann valdi sér :O)
Samkvæmt fæðingarskýrslunni var fæðinginn komin í gang kl 22:00 þann 20. ágúst. Ég var þó orðin nokkuð viss um að þetta yrði eitthvað um 2 tímum fyrr yfir kvöldmatnum. Fjórum tímum seinna eða kl. 01:55 kemur gullmolinn í heiminn
Ég notaði vatn og hláturgas í fæðingunni og þori að fara með það án efa að blandan var ekki jafn sterk núna og hún var þegar ég átti Baldur á Glostrup Hospital. Þá nefninlega var ég EKKI sárkvalin í hríðunum.....öfugt við núna, svo þetta var voða mikið deyfingarlaust þarna þegar hríðirnar voru orðnar alvöru.
Móðir hans var svo smekkleg að velja svo að eignast hann á gólfinu hehe, ég auðvitað VARÐ að standa......en endaði á hnjánum eftir að kollurinn var komin og settist svo bara á gólfið þegar kroppurinn var alveg komin, sem tók sem betur fer skamma stund og hafði ég dygga hjálp í Moniku minni....ég er ennþá sár útí sjálfa mig fyrir að hafa ekki fattað að taka mynd af henni með prinsinn
Það voru víst svo margir ungar sem ákváðu að koma þessa stormanótt að fæðingardeildin var full, og sængurkvennagangurinn líka, okkur var því boðið að klára nóttina bara á fæðingarherberginu og fara niður á sængurkvennagang um morguninn, þar sem ég hafði haft það í huga að liggja í nokkra daga og hvíla mig svolítið áður en ég mætti heim í stóðið.
Það vildi þó ekki betur til en það að í hitabeltishitanum suðum við í fæðingarherberginu fram undir morgun, og vorum svo færð niður á tveggja manna stofu þar sem að fyrir var kona á sínum 3 degi, orðin frekar hress. Sú var með barn sem grét mikið, og hún var með kveikt á sjónvarpinu non-stop
Þessi áhugaverða samsetning varð til þess að ég náði ekkert að sofa, og hafði ég sofið lítið nóttina fyrir fæðingu, og ekkert nóttina sem hann fæddist......mig var farið að svíða vel í augun og elskaði barnið mitt ofsalega mikið fyrir að vera þessi væri og góði engill sem hann er
Svona var hann.....allan tímann, nema rétt á meðan hann skilaði svolitlu grænu legvatni....hann var búin að kúka í það strákormurinn
Ég aftur á móti var að verða eins og draugur af svefnleysi og eftirhríðum, ótrúlegur andskoti að A) engin skuli segja manni frá þeim fyrr en EFTIR að maður á barn....og hvað þá að þær fari stigversnandi með hverju barninu. B) að það sé ekki til eitthvað almennilegt dóp við þessum andskota!
En Riddaraliðið kom og bjargaði mömmu sinni, með dyggri hjálp ömmu svo hún fengi nú eitthvað að sofa. Og eru stóru bræðurinr alveg eins og englar. Hjálpsamir og duglegir og ljúfir og áhugasamir um litla dýrið.....Baldur er kannski helst til áhugasamur.....en það líður hjá
Nú vonum við bara að litlastur haldi áfram að vera vær og góður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
20.8.2009 | 16:52
41 vika.
Jújú, nú er hann aldeilis farin að ganga á heimildina ungi maðurinn. Þetta er hér með orðin mín lengsta meðganga þar sem Eyþór lét sjá sig eftir 40 vikur og 6 daga og núna er liðið deginum lengra.
Það er hálfgerð synd hvað ég er í mikilli tímaþröng með þetta allt saman, því ef svo væri ekki mætti hann alveg dóla sér áfram drengurinn, við höfum það svo gott saman. Ég er ekki ennþá komin með nokkurn bjúg, er enn með stöðugan lágan blóðþrýsting og eftir flæðimælingu sem við fórum í í dag fær litli maðurinn næga næringu ennþá, svo allt er í himnalagi.
Hann er að sjálfsögðu orðin ansi þungur, og ég er ekkert sérstaklega fim...nema þá á hjólinu
Mín niðurstaða er sú að þetta barn sé letidrusla.....og nenni ekki að standa í þessu hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2009 | 19:24
Baldur loksins komin á leikskólann :O)
Hans fyrsti dagur var í dag
Hér í Odense byrja börn ekki á leikskólum fyrr en í fyrsta lagi 3 ára og sum jafnvel seinna, Baldur byrjaði hinsvegar á leikskólanum Velli rétt um 18 mánaða (minnir mig) og á svo frábæra leikskólareynsu að baki í Sonderborg svo að hann er eins og gömul kempa innan um hin nýju börnin
Hann leiddi mig fyrsta hálftímann á meðan við skoðuðm svæðið, bæði úti og inni, heilsuðum þeim fullorðnu á hans deild, komumst að því hvar nestisboxin eiga að fara og græjuðum allt dótið hans í hólfið hans. Svo tyllti ég mér og fékk mér smá tesopa og spjallaði við pædagogin hans á meðan hann lék sér við hin börnin á deildinni.
Þegar við vorum búin að stoppa í svona klukkutíma var ég orðin stressuð að komast heim og lesa (fékk prófin samt færð frammá morgundag sökum netleysis í dag) Svo ég sagði við guttalingin að nú vildi mamma fara heim bráðum....þá leit hann á mig með sínum stóru bláu og sagði brosandi " ba mamma ljem.....ne Babbu ljem " sem lauslega þýtt merkir að ég mátti alveg fara heim, en hann vildi leika áfram.
Svo kyssti hann mig bless um klukkan hálf ellefu og naut sín svo í skólanum sínum til klukkan 2 þegar hann var sóttur
Pædagogin hans sagði að hann væri alveg sérlega öruggt og ánægt barn, hún hefði bara ekki kynnst því áður að svona auðveldlega gengi að venja barn við...litla hetjan mín....hún sagði það alveg augljóst að hann treysti mér skilyrðislaust miðað við hvernig hann kvaddi mig.....ég nottla elskaði hann alveg svakalega mikið akkúrat þá og varð voða meir ...awwwww.
Það skemmir auðvitað ekki fyrir að honum hefur þótt hann illa svikin hérna á hverjum morgni síðan í maí að fá ekki að fara í skóla eins og stóru bræðurnir......í dag rann sá dagur loksins upp svo það var ekki nema von að maðurinn væri ánægður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.8.2009 | 20:50
Eins árs í dag :O)
Bloggið mitt er eins árs í dag, við viljum þakka því samfylgdina og óska því velfarnaðar um ókomin ár
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2009 | 13:20
Allir saman :O)
Þá er Baldur litli komin heim, og ég held ég ljúgi ekki þegar ég segi að það sé jafnvel betra að fá þessi dýr heim en það er að njóta friðarins fyrst eftir að þau eru farin
Þeir eru núna úti í garði bræður, Baldur og Benni, að raka nýslegin blettinn berir af ofan og berfættir í stuttbuxum... Og litla dýrið endurtekur hvað eftir annað "alli þaman" og setur 3 putta upp í loft (3 eru allir samkvæmt honum...flisss) Svo ég er nokkuð viss um að hann sé líka glaður með að vera komin heim pjakkurinn
Ég fylltist ofurmennskubrjálæði og hjólaði útá bókasafn til þess að prenta út lesefni fyrir próf, það eru rúm 30 stig í skugga og 65% raki....ég komst afar fljótlega að því að ég hefði alveg eins getað sleppt því að fara í sturtu í morgun
Planið fyrir næstu daga er að lesa og lesa og lesa......fram að prófi...og vona að pjakkurinn litli haldi sér inni framyfir próf....secreta það
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2009 | 10:07
Mæðró í gær
Mánuður síðan ég var síðast í skoðun, og ég á næst tíma þegar ég er komin tæpa viku fram yfir....danir eru frekar slakir á þessu haha Töluvert af myndum voru teknar í gær....en ég er sest í sófann....og myndavélin er alveg frammi í eldhúsi....svo þær koma seinna flisss
En við höfum það voða gott í sambúðinni ennþá...aðalega hann hehe. Þegar horft er frá samdráttarverkjum og höfuðverkjum er ekkert að angra okkur, nema hvað hann er farin að síga töluvert í pjakkurinn. Enn sem komið er, er engin bjúgur, lár blóðþrýstingur, ekkert prótein í þvagi, og engin aukavigt svo ljósan er voða róleg yfir þessu öllusaman.....en ég verð að játa að ég vona að ég komist ekki í mæðraskoðunartímann sem hún gaf mér.....eftir 2 vikur
Ljósan metur guttaling á 38-3900 grömm núna við tæpar 39 vikur, svo það er ekki undarlegt að mér þyki hann vera farin að síga í, og ef rétt reynist hjá henni matið verður hann líklega hraustlegur þegar hann ákveður að mæta á svæðið
Annars er ég á fullu í prófalestri núna, ég held að prófið sé 10. ágúst, en ég fæ að vita það á næstu dögum (sem betur fer) og svo hefst haustönnin 27. ágúst....svo prímatími fyrir Litla Jón að mæta væri svona 13.-15. ágúst.....þá næ ég að klára prófið með hann innvortis ennþá, og fæ að jafna mig aðeins eftir fæðinguna og hann verður ekki alveg hrár þegar við þurfum að fara að mæta í skólann
Ég er farin að sakna Baldurs skelfilega, hann er búin að vera í burtu í 4 daga.....ekki bætti úr skák í gær þegar við töluðum saman í síma að hann sagði bara "Babbu ljem" ss. Baldur heim.....með grátstafinn í kverkunum.....óléttar mömmur höndla það ekkert sérstaklega vel .....en hann kemur heim á laugardaginn litli kúturinn, það er ekki of langt í það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2009 | 19:40
Minn mánuður strax komin :O)
Ágúst er bara komin.....von á guttmundi litla eftir 12 daga og ég ekki byrjuð að þvo barnafötin, meira má nú vera af rólegheitunum sko
Sumarönninni minni fer aaaaalveg að ljúka, ég var að klára ritgerð áðan, og svo bara próf eftir og ég er að vona að ég nái að halda Litla Jóni innvortis fram yfir það
Þessi...
...er farin með pabba sínum og Marienne, hans konu, í sumarbústað á Norður-Jótlandi svo að núna verður bara stórt fólk á heimilinu í heila viku! Litli gutti var ofsa glaður að hitta pabba gamla aftur eftir nærri 8 vikna aðskilnað Stóru guttarnir fara ekkert þetta sumarið, verða bara hérna heima á sinni sveit að passa óléttu mömmuna sína
Drengirnir hafa verið að halda frænda sínum félagsskap á meðan ég hef grafið mig ofaní gríska klassík og síðari heimstyrjöldina og er frændinn oft þreyttur kvöldin
Þarna sofnaði minnstinn, búin að koma sér svo vel fyrir fyrir framan sjónvarpið...of sætar tær
Sætu bræður að leika fyrir framan húsið okkar, grallaraspóafélagið
Núna er semsagt bara málið að setja í háa drifið og fara að þvo þessi krílaföt öll saman...ég er loksins búin að fara í gegnum fataskápa hinna þriggja og setja allt í viðeigandi kassa sem ekki passar lengur, kassi 1-4: of lítið á Benna-bíður Baldurs; Kassar 5 og uppúr: of lítið á Baldur-bíður litla jóns.....svo fara að bætast við kassar sem eru bara með "of lítið á alla" fötum
Svo er aðaltakmarkið næstu vikuna að dekra við stóru bræðurna tvo algerlega fram úr hófi á meðan ofurhetjuþykknið er fjarverandi og litli maðurinn enn í bumbunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar