Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Og þeir koma í röðum...

 

enn fleiri pabbadagar. Í dag er hálft ár síðan pabbi skildi við en finnst mér þó sem það hafi verið í síðstu viku að við systur sátum á sjúkrahúsinu á Akureyri með Kára á milli okkar.  Hann líður hratt tíminn þegar maður er ekki að horfa og mér finnst hálf óhuggulegt til þess að vita að áður en ég veit af verða liðin mörg ár...


Dagarnir hans pabba...

 

Þeir koma alltaf í kippu í byrjun maí, sá fyrsti og sá þriðji.  Frídagur verkamanna og afmælisdagurinn.

 

Við Benni fórum í kröfugöngu með litla stýrið okkar í vagninum, felldum bæði nokkur tár og sungum á íslensku með nallanum.

 

Benni baráttumaður í kröfugöngu     Flottur stóri bróðir með litla bróður sinn í kröfugöngu.  

 

 

 

Feitabolla á útifundi

 

 

Við vorum heppin með veður og þrátt fyrir að gangan hafi verið erfið var þetta ljúfsár dagur.  Ég er viss um að ljúfi hlutinn mun verða stærri og stærri með tímanum.  Okkur Benna leið allavega báðum vel með að hafa farið og okkur fannst gott að tala um afann og hvað hann gerði og stóð fyrir.  

 

 

 

Í dag er svo afmælisdagurinn hans pabba, hann hefði orðið 83 ára í dag kallinn.  Ég bakaði ekki köku, ég gerði ekkert spes afmælislegt.....ég eyddi bara deginum í litlu mennina mína.  Allir sóttir snemma og slegið var upp spilavíti í stofunni.  Við Benni tefldum líka eina afaskák og hlógum og höfðum gaman.     Við erum búin að hugsa soldið um það hvernig ætli það hafi verið þegar mamma hans afa var að eignast hann...það er svo stutt síðan Nonni bættist í okkar fjölskyldu að sjúkrahúsið og allar þær pælingar eru Benna ferskar í minni svo það komu fram ansi margar áhugaverðar pælingar og við urðum að gúggla soldið til þess að athuga skilyrði fólks snemma á 20. öldinni. 

 

Ætli ég hringi ekki svo bara í mömmuna mína og óski henni til hamingju með daginn og skáli í púrtvíni fyrir besta pabbanum sem hægt er að hugsa sér. 


Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband