Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Leikvallaóverdós

 

Við einstettum okkur í byrjun júní að ná að skoða alla leikvellina í odense....hér með tilkynnast mistök. Odenseborg gefur út snilldarkort yfir alla leikvellina í kommúnunni en við erum varla hálfnuð, svo margir eru þeir!

 

Nú fer alveg að líða að brottför stóru guttanna og mér er strax farið að vaxa það í augum að pakka niður fyrir þá....ég bara ELSKA að pakka Shocking  Þeir fengu þó smjörþef af dönsku sumri hérna rétt fyrir brottför þar sem við höfum verið að bráðna síðstu daga og allir orðnir vel sólbrúnir. 

 

Ég ef verið að velta svolítið fyrir mér aldurstakmörkunum á netinu...eins og td á fésinu.  Er þetta sniðugt og þá afhverju. Hver er ástæðan fyrir því að aldurstakmörk eru sett og ber okkur sem foreldrum að kenna börnum okkar að fylgja svona reglum, eða brjóta þær?  Hverjar eru hætturnar í netnotkun barna og hversu ung eiga þau að vera þegar maður byrjar að kenna þeim á þetta verkfæri.

 

Þessi pæling er bara hálfnuð hjá mér svo ég ætla að láta staðar numið og íhuga þetta aðeins meira...

 

krútt Bræðrasund hugað að húsverkum Rallýmenn hahaha slakað á í hitanum

 

 

ég er orðin löt að setja myndir hérna inn því það er svo tímafrekt....ætla samt að reyna að herða mig aðeins :O)


Umdeild hamingja.

 

Hversu hamingjusamur má maður vera ef maður veldur öðrum óhamingju með hamingju sinni?

 

Þessi 

Jón Egill glænýr

 

litli mjúki kroppur veldur mér ómældri ánægju. Ég man ekki hvernig lífið var áður en hann var til, um leið og hann fæddist opnaðist nýtt herbergi í hjartanu á mér bara fyrir hann. En á  meðan veldur tilvist hans öðrum svo mikilli óhamingju að hann er falinn, hann er skömm, hann er skítugt leyndarmál sem ekki má ræða eða viðurkenna. Svo mikið er lagt í að gera tilvist hans að engu að gripið er til lyga og óblíðra yfirlýsinga um óskir í þá áttina að hann myndi hætta að vera til.

 

Þegar tilfinningar til barns eru svona ólíkar, hversu mikið "má" ég þá fagna komu hans? Hversu glöð má ég vera?  Má ég tilkynna komu hans með öllum þeim tilfinningum sem ég bý yfir eða "á" ég að sýna aðgát til þess að særa fólk ekki enn meira?  Má ég minnast á fæðingu hans á opnum vetvangi eða á ég að ræða hann bara við mitt fólk?  Á ég að hundsa bakland hans og sögu sem hann erfir frá föðurætt sinni og reyna að stroka allt út sem minnir á að drengurinn tilheyrir ekki bara mér?  Ef fólk spyr  mig hver á hann á móti mér...á ég þá líka að ljúga?...Eða neita að svara?

 

 

Drengurinn er orðin 10 mánaða í dag (eða á morgun réttara sagt) og þessar pælingar vella ennþá stundum upp í kollinum á mér...sérstaklega þegar ég er spurð útí samband hans við föðurfólkið sitt og þegar fólk sem þekkir föður hans vel veit ekki af tilvist hans.

 

Í fyrradag átti sér svo stað svo undarlegt atvik að ég hef ákveðið að héðan í frá ætla ég ekki að læðast neitt með hann Jón minn lengur og vera bara eins montin af honum og mig langar...þó hann sé líkur pabba sínum Wink   Hann er og verður Sigurgrímssonur, hvað sem mönnum og konum kann að finnast um það.

 

Nonnsinn


Jæja......bækurnar mættar aftur.

 

Nú er mál til komið að bursta rykið af heilanum og fara að hugsa um eitthvað annað en bleyjuskipti og krúttíbollukúr.  Í haust byrjar skólinn af fullum krafti og ég er svo agalega séð að ég er strax farin að lesa Cool

 

Ég er búin að taka FULLT af myndum í júní en hef verið löt að henda þeim inn...eitthvað ósjálfrátt bloggverkfall í gangi, en með nýjum búningi bloggsins ætla ég mér líka að vera duglegri að skrifa hérna inn aftur...ég held hreinlega að helvítis andlitsdoðranturinn hafi komið í stað bloggsins þennan tíma.

 

Núna eru bara tvær vikur þar til að stóru strákarnir mínir fara til Íslands og verður það í fyrsta skipti síðan ég var 18 ára að þeir verði í burtu frá mér báðir tveir í heilan mánuð!  Mig bæði hlakkar til og kvíðir fyrir.  Litlu dýrin verða þó heima til þess að halda mér selskap :O)


Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband