Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
21.8.2012 | 16:39
Jón Egill
Ljónið, krúttið, vargatítla, frekjudósi, mjúkastur, mömmusinnar, nonns, Litli Jón og ýmislegt fleira hefur verið notað til þess að lýsa þessum litla manni síðastliðin 3 ár.
Þó svo hann hafi fæðst fyrir um að bil tveimur vikum virðast heil þrjú ár hafa henst hjá Fyrst í stað var hann bara mjúkur og lítill og krúttlegur...
Það eru ss til endalausar krúttmyndir af þessum litla manni, þetta er sko bara brotabrot af safninu frá fyrstu 3-4 mánuðunum. Svo fór minn að eldast og eftir því sem samhæfing augna og handa fínpússaðist fór ákveðnin, áræðnin og ormaskapurinn að koma betur og betur í ljós
Svo fór dýrið að fullorðnast. nálgast annað afmælið og svo það þriðja og mátti nú kannski segja að þá væri frekjudósin fullþroskuð og tími til komin að reyna að finna á hana lok... það hefur auðvitað gengið upp og ofan eins og ákveðinna manna er siður...
Jón Egill hefur ferðast mikið á sínum stutta tíma og hitt marga úr sinni gríðarstóru fjölskyldu óteljandi vini. Litli sjarmurinn hefur yfirleitt ekki átt erfitt með að fá fólk á sitt band í gegnum tíðina...
En svo þarf heimsins lengsta bloggfærsla að fara að taka enda svo að bræðrabrall fær "smá" pláss hérna að lokum. Þessi litli kútur er risastór persónuleiki í litlum mjúkum kroppi, hann vill meina að honum eigi að hlýða og finnst við hin frekar glötuð að vera ekki á sömu skoðun. Yfirleitt kenna börn foreldrum sínum þolinmæði, ást, sjálfsfórnarlund og allskonar svona ljóðrænar tilfinningar en þessi áveðni, krúttlegi og sjarmerandi litli vargur hefur fyrst og fremst kennt mér að ég veit EKKERT umbarnauppeldi
Hin heilaga ferning...í ýmsum myndum (já....Baldur er að sleikja bróður sinn á einni myndinni.)
Af þessum ungu mönnum er til gífurlegt magn mynda og hér að ofan er einungis smá sýnishorn af því sem hefur verið tekið á síðustu þremur árum. Við getum treyst á það að litli viljasterki glókollurinn okkar haldi okkur öllum við efnið næstu árin...okkur hlakar mikið til þegar hann byrjar í skóla og á að vera kyrri maðurinn
Tvær nýlegar af afmælisbarninu svona rétt í lokin...önnur vill þó bara vera á hlið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar