Spennan í hámarki!

Hér var vaknað klukkan hálf sex þeinkjú verí möts!

"mamma..er ekki skólinn að byrja, erum við ekki að verða of sein..þú átt eftir að klæða Baldur" og þar fram eftir götunum og þar sem við sofum öll í einu herbergi leið ekki á löngu þangað til fjör var komið í allann mannskapinn...frábært...

 

Svo þegar klukkan varð 6 játaði ég mig sigraða og skreið á lappir ofan af minni yndislegu vindsæng sem er bæ ðe bæ alveg að rústa á mér bakinu og öxlunum, og kveikti á Latabæ í tölvunni (er að upplifa nýfundna ást á Latabæ) og henti mér í sturtu. Þar hafði ég verið í einar 6 mínútur þegar það var dinglað! klukkan 6 um morgun!

Þar fyrir utan stóð húsvörður kollegíisins...Benni fór út með pappírsrusl deginum áður og hafði ekki sett það í réttann endurvinnslugám...og þetta fannst honum AFAR mikilvægt að benda okkur á KLUKKAN 6 að morgni.  Ég er fegin hvað hann varð skömmustulegur þegar ég kom til dyra rennblaut með handklæði á stærð við þvottapoka utan um mig með börnin flækt í fótleggjunum á mér...en það er eins gott að venjast þessu...danskara verður það ekki hehehe.

Svo núna er Latibær búin, allir búnir að borða..nema mamman og næst á dagskrá er að finna stuttbuxur, boli og skólatöskur á mannskapinn og moka liðinu á dyr...núna er klukkan korter yfir 7....ætli við verðum ekki komin út rétt fyrir 9 LoL  nei ókei, þó það taki tímann sinn að moka þremur herramönnum út og reyna að líta ekki út eins og undin tuska með niðurgang á meðan þá munum við örugglega púlla það á svona 45 mínútum.

 

Over end át for ná....það kemur alveg ööööörugglega skýrsla um gang skólamála í kveld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá!!! ég sakna ykkar, það verður svakalega skrítið að vera á vellinum í vetur og þið ekki á ykkar stað...

kveðja og knús, Kristín frænka og hundarnir

Kristín frænka (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:18

2 identicon

mhooo.... þið eruð duglegt fólk.. er samt í kastinu yfir endurvinnslu atriðinu...

anný og arnhildur (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:50

3 identicon

Hæ skvís, sé að þú ert komin "heim" til Dk aftur. Langaði bara að óska þér góðs gengis með allt saman, skólann og skæruliðana! Það verður sennilega meira en nóg að gera hjá þér í vetur... fylgist með úr fjarlægð :)

Kveðjur frá Egilsstöðum, Mæja og Eva Rakel

Mæja (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:00

4 identicon

Þetta endirvinnslu atriði er náttúrulega hrein snild, og shit ég get ekki beðið eftir að koma þarna til þín og gera allt vitlaust. !!! ROCK ON!!!

Kári mega ofur besti frændi í heimi (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband