Fyrsta skóladeginum lokið.

Það ríkti mikil spenna í morgun í Sonderskovskólanum...allt fullt af börnum og foreldrum sem voru að reyna að finna sína réttu staði.

Eyþór er í bekk sem heitir 1.A og er soldið svekktur yfir því að fara AFTUR í fyrsta bekk...hann er jú búin með hann...en danir eru svo spes að þeir byrja á børnehaveklasse...og svo kemur fyrsti bekkur Woundering

Frumburðurinn stóð sig eins og hetja...hegðaði sér eins og engill og skemmti sér mjög vel. Benni fær svo eins prógram á morgun og fannst honum afar gott að fá að sjá hvernig þetta fór allt fram í dag "svo ég sé sko tilbúin fyrir á morgun" Cool

Ég fór svo og skildi þá eftir í S.F.O. og tóku þeir bræður af mér það loforð að leyfa þeim að vera lengur en þeir voru á föstudaginn! 

Við Baldur héldum þaðan á leikskólann...þar mætti minn maður á réttum tíma í hádegismatinn og sat hann og borðaði eins og lítill herramaður, uppúr gula Friðþjófs-nestisboxinu, minnstur á deildinni...og auðvitað sætastur InLove. Við stoppuðum í klukkutíma og ákváðum að hann verði skilin eftir á morgun og borði, og leggi sig svo með krökkunum...þá er mamman líka loksins komin með síma svo það er hægt að ná í hana ef gæjinn verður alveg tjúll.

Við Baldur fórum í símaleiðangur að leikskólaheimsókninni lokinni...það var ævintýralegur leiðangur, sem tók okkur um 2 tíma, lengst út í sveit og ég verð bara of þreytt af því að hugsa um hann til þess að geta skrifað um það...loka niðurstaðan var allavega sú að nú á ég síma....með dönsku númeri Wink

Þegar við komum aftur inn í bæinn drifum við okkur í ráðhúsið enn einusinni, og fengum að vita að við þurfum auðvitað að hafa samband við Kaupmannahafnarkommúnu til að fá sendan gamla góða meðlagsúrskurðinn okkar...danir og pappírsvinna sko....KOMMON!  og þaðan var haldið í Netto til stórinnkaupa.

Það er spes að vera á hjóli...með orm attaná....og fulla körfu af öllu "þunga" dótinu og svo poka sitthvoru megin á stýrinu...OG reyna að halda jafnvægi..hehehe...ekki bætti úr skák þegar fermetrinn sofnaði aftaná hjólinu því þá lagðist litli hjálmshausinn stundum til hægri og stundum til vinstri...og breyttist þungamiðja hjólsins við það í hvert skipti GetLost

Við komumst loksins heim....til þess að komast að því að við erum ALLT of snemma í því að vera komin heim. Það eru allt of margir klukkutímar eftir af deginum til þess að geta haldið kyrru fyrir í þessari höll með allt þetta smáfólk fram að háttatíma...svo við erum farin út að leika....um leið og feitabollan vaknar Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá alveg æðislegt að lesa bloggið þitt ,ég lifi mig alveg inní þetta hjá þér, þú ert hetja að vera ein með guttana þína þrjá :) gaman að lesa og heyra að allt gangi vel, ég vissi ekki að þú værir flutt til dk hehe

kveðja Linda Ösp

Linda Ösp (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 17:56

2 identicon

Úff maður fær alveg dejá vú, fara í verslunarleiðangur bíllaus :D

Hafið það gott "heima"

guðrún helga (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband