Dauður tími?

Getur það verið...að ég sé að upplifa dauðann tíma?

Nei ekki alveg, víst er ég búin að fylgja Eyþóri í skólann og Benedikt í S.F.O. og fara með Baldur í leikskólann en þegar ég fór frá leikskólanum var klukkustund að skólasetningu hjá Benna. ég dreif mig heim...barnlaus í fyrsta skiptið í manna minnum hehehe.

Fór beint á netið til þess að finna símanúmer hjá Statsforvaltningen....uppá meðlög að gera og er búin að hringja í þá og senda tölvupóst svo fór ég að finna heimilisföng þeirra staða sem ég þarf að heimsækja í dag, redda pappírum fyrir LÍN og svona. Helst langar mig þó að leggja mig bara og sofa fram að hádegi því nætursvefn okkar mæðginanna var illa truflaður í nótt....eða semsagt bara minn, þessir krakkar sofa í gegnum allann andskotann!

Fyrst var lambakjötið hérna í íbúðinni við hliðina á með hnakkatónlist í botni og fótbolta í garðinum langt fram á nótt, svo þegar ég var rétt nýsofnuð eftir að því gilli lauk, hrundi Sigurgrímur nokkur Jónsson hér innúr dyrunum ásamt fögru föruneyti og vegna þess að þessi höll hans Sverris er auðvitað HUGES (merkið kaldhæðnina) var ekkert mál að koma þeim fyrir líka....um miðja nótt, hehehe.

En nú er um að gera að koma sér uppí sønderskovskolen aftur, og í þetta skiptið tárast yfir fullorðna miðbarninu mínu sem er að byrja í skóla...nógu meir var ég í gær yfir Eyþóri og hefur hann þó verið í skóla í heilt ár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oohh, stóru strákar!!!

knúsaðu þá fyrir mig ;)

kveðja, Kristín

Kristín frænka (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2893

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband