16.8.2008 | 21:10
AHHH sunny Denmark!
Já dagurinn sko...
Hér var vaknað fyrir allar aldir og kúrt fram til klukkan 10! Svo drifum við okkur á fætur og fórum á Ringriderfestival...sem er nokkurs konar riddarahátíð, og að dönskum sið var auðvitað búið að gera úr þessu hina bestu skemmtun með smá loppemarkaði, leiktækjum fyrir börn og svo auðvitað bjór og öðru góðgæti eins og hver maður gat í sig látið. Við skemmtum okkur konunglega þarna í steikjandi sólinni fram yfir hádegi og alveg þangað til Gimpsið hringdi í okkur og sagði okkur að hundskast niður í íslendingahús...það væri að byrja landsleikur milli dana og íslendinga...
Við vorum trufluninni fegin, kláruðum aðeins í hoppukastalanum en náðum svo í hjólin okkkar og nutum hlýrrar golunar á leiðinni niðureftir. Þetta var okkar fyrsta heimsókn í þetta hús og erum við svo heppin að þetta er leikskóli á daginn, svo að garðurinn fyrir framan er kyrfilega lokaður og það eru skemmtileg leiktæki í honum líka. Krakkagerið gat því skemmt sér konunglega niðri í garði á meðan að fullorðna fólkið, Baldur og Saga, lítil dama á Baldurs aldri, sýndu sínum mönnum stuðning í verki með því að þræla ofan í sig eins og einum köldum og arga á sjónvarpið...ég verð nú að játa að ég var alveg ÖLL spennt þarna síðustu sekúnturnar.. .en þegar menn og konur voru búin að ná sér niður eftir taugastrekkinginn var tekið létt spjall svona í eftirrétt.
Þarna var nokkuð um mannin og marga hafði maður séð áður, annað hvort í barnaskólanum eða í leikskólanum en svo voru þarna líka mörg ný andlit. Alltaf spennandi að koma í nýjann hóp af fólki
Þetta entist fram undir kvöldmat svona þegar maður inklúderar gott stopp á leikvellinum með Baldri að leik loknum og ákváðum við litla famlían að fá okkur að borða í bænum...en fara svo strandleiðina heim...borðtúrin gekk ekki sem best svo við bara hummumm hann En strandtúrinn var frábær!
Við hjóluðum i gegnum gamla bæinn sem leið lá niður að sjó...og fórum af hjólunum þegar niður á smábátahöfn var komið og röltum bara og spjölluðum. Það var ennþá funheitt þó að klukkan væri orðin 7 og ekki ský á himni.
Við röltum að slottinu og fundum ALVÖRU TARZAN TRÉ...þar voru teknar nokkrar myndir af klifurköttunum sem að munu koma hér inná um leið og kvendið fær nörd til að segja sér hvernig á að gera það...
Hér má sjá piltana í Tarzantrénu...það var rosa stórt og má sjá fleiri myndir af þeim bræðrum öllum saman að klifra í albúminu Skæruliðarnir
Eftir heiiiiillangt stopp í þessu blessaða tré löbbuðum við sem leið lá á ströndina og ætluðum bara smá að bleyta á okkur tærnar....bara pínu....hehe, þegar liðsaukinn barst leit út eins og liðið hefði bara ætlað að stinga sér í sjóinn...strákarnir á brókinni, Baldur á bleyjunni og mamman búin að bretta hátt upp á allar ermar og skálmar. Lína var ekki lengi að vippa sér úr og slást í hópinn, strákarnir voru nefninlega að "bjarga" marglyttum...hehe..sem þýðir að finna þær..taka þær upp og henda þeim lengra út í sjó...rosa sport. Þetta fannst dömunni ekki beysið og kom frumkonan fljótt í ljós
Ég var eitthvað að benda börnunum á að fara varlega með dýrin, passa að drepa þau ekki og að það væri ekki fallegt að reyna að hitta þau með smásteinum....en um leið og ég heyrði mig segja þetta...rifjaðist upp fyrir mér smá atvik (og stevie....vertu með!) tveir krakkar....á einkaströnd heilsuhælis í Úkraínu...að einmitt fiska hlussumarglyttur uppúr sjónum OG KASTA ÞEIM Í FÓLKIÐ SEM VAR Í SÓLBAÐI!! Ég ákvað að fara ekkert frekar útí þessa sálma...
Eftir heillangann tíma..Baldur búin að stingast einusinni á bólakaf og liðið orðið vel saltað var hópurinn drifin uppúr og í þurr föt, og svo var bara röltfært í kvöldblíðunni....svona kvöldblíða fær mann til þess að hugsa.....HVURN FJANDANN VAR ÉG AÐ FLYTJA TIL íSLANDS!!!
Sønderborg er ofsalega sjarmerandi lítill bær og ég er alveg viss um að við eigum eftir að gera okkur heimakomin á þessari strönd sem og í öllum bænum. Á leiðinni heim löbbuðum við frammá eitthvað sem danir kalla beach party...
Danskt beach party: strandblak aðstaða...tónlist....bæði live og úr beat boxi....fólk allt frá nokkura mánaða til þeirra sem eru komnir með annan fótinn í gröfina, pyslur sem líta út eins og....tja...langar ekki að segja það...en .....alveg fullorðins KÚKUR.....og bjór......og gos fyrir krakkana...og ís. Danir eru nefninlega svo skemmtilegir að þeir gera ráð fyrir börnum á svona skemmtunum.
Við komum heim hress og kát eftir frábæran dag og ákváðum bara að setja fermetrann í rúmið..enda klukkan orðin 9..og spila og drekka rautt danskt gos sem strákarnir hafa saknað...og borða nammi....óverdósa smá á litar og bragðefnum fyrir svefninn og rústa gömlu í domino....er hægt að ímynda sér betri daga en akkúrat svona?
Þetta er semsagt afbökuð mynd af stærsta Domino í heimi...í boði Eyþórs
Ég sagði góða nótt við þreytt og sælt smáfólk með sand í hárinu (hinir fullorðnu fengu líka að njóta sandregns í boði Baldurs nokkurs Prause....atvinnu skemmtanastjóra) og stjörnur í augunum yfir því sem við gætum nú gert á morgun...vá hvað maður er undarlega ástfanginn af börnunum sínum á alveg einstakan hátt (smá múss...Anný...bara smá...bara fyrir þig.......og Elínu...mússmúss)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vil gjarnan koma því á framfæri að ég átti ekki frumkvæðið af marglyttukastinu heldur var saklaust fórnalambs þess er kallað er upp á enska tungu "peer pressure".
Stevie (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 22:37
hey....afhverju fékk elín múss múss en ég bara smá múss... er brjáluð...... gleymdi fratsníinu...
sakna þin fastast.. ætlðai svo að segja e-ð mjög merkilegt ... hmms.. hvað ætli það sé...
já... alveg rétt, þú komst til íslands til að kynnast mér
ávallt og endalaust... keep on the good work og vertu sterk og dúleg...
Anny (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 23:12
Sko, fyrst í dag fattaði maður að sumarið væri búið og maður byggi nálægt Keflavík. Að lesa þessa færslu var ekkert bráðhollt þegar maður finnur fyrir norðangarranum (held ég) og hitinn er farinn að nálgast frostmark. Ég ha... nei ok, það er orðum aukið því þú ræður ekki veðrinu þarna.
Annars rústaði Ísland Dönum með glæsilegu jafntefli, áfram við.
Gæjinn sem hangir alltaf með stóra rauðhærða gæjanum (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 03:18
Hæ hæ ofurkona gaman að geta fylgst svona með ykkur, tók mér það bessaleyfi og setti linkinn þinn á síðuna mína vona að þú drepir mig ekki fyrir vikið haha. Verður svo skólaríjúnióið bara í Sondeborg farin að hallast á það, þar sem mér sýnist hálfur skólinn vera á leiðinni þangað. En annars gaman að fylgjast með og einnig commentunum frá þessum ruglusveppum þarna uppfrá í kuldabælinu :)
Bestu kveðjur Lúvísan
Jóhanna Lúvísa (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 20:41
Ohh hljómar yndislegt að vera þarna úti
Pottþétt hvert maður fer næst þegar maður á leið nálægt ykkur
Anna Sjöfn Skagfjörð Guðjónsdóttir, 17.8.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.