Another day in sunny Denmark!

Ætlar þessari blíðu ekkert að linna?  Nei það er eins gott að ögra ekki veðurguðunum með svona tali, rignignu spáð næstu daga og ég er búin að vera að reyna að virkja sérsamninginn minn við æðri máttarvöld til þess að koma í veg fyrir að spár rætist Halo

Dagurinn var tekin með trompi (eftir keppnismorgunkúr) og liðinu bara skverað á ströndina.

 Bjútífeis á leiðinni á ströndina.

Einn reddí á ströndina Cool

 

 

 

 

Tókum smá rölt í bakarí og á leikvöll sem er á ströndinni, stoppuðum að sjálfsögðu til þess að borða góðgætið úr bakaríinu og röltum svo meðfram ströndinni til að svæfa litla dýrið...hann datt um hádegið og þá var komin tími á sull W00t

 

                                                Gísli, Eiríkur og Helgi mættir til leiksInLoveGísli, Eiríkur og Helgi.

 

 

                                       

 

 

 

 

 

 

Við vorum séðari en í gær og tókum sundskýlur með okkur til þess að þurfa ekki að vera nærbuxnalaus á leiðinni heim! Aumingja Lína hafði ekki fattað það svo að hún varð að fórna brókunum í sjóinn LoL 

Litlu ormar Skeggrætt um marglyttubjörgun...sætu rassar Grin

Það gerist varla betra en að vera búin að bleyta tásur í svölum sjónum, sitja svo bara í sumarfötunum (þessum sem eru bara geymd inni í skáp á Íslandi) og slaka á meðan stóru börnin sulla í grunnu, tæru vatninu og litla barnið sefur sem fastast í kerunni. Við vorum að sjálfsögðu trufluð af og til með upphrópunum á borð við  "MAMMA ég fann skelfisk!" þá var búið að brjóta þúsund og eina bláskel þar það fannst loksins ein með gumsi innan í..."má ég borða hann?" hehehe Benni ævintýraétari.

Þegar klukkan var orðin jeij mikið (hverjum er ekki sama hvað klukkan er á svona dögum) sáum við að það færðist yfir okkur drungalegur skýja bakki, eða "draugaský". Krakkaskarinn var drifinn uppúr svo hægt væri að nýta sólina til þurkunar áður en hún hyrfi bakvið draugaskýið og allir klæddir í þurr föt. 

Við röltum svo af stað að Tarzan trénu góða þar sem krakkarnir spreyttu sig í klifurkúnstum...ég tók víst myndir....ég lofa Halo  kann bara ekki alveg að setja þær hérna inn ennþá Whistling

 Benni klifurmús

Þaðan var rölt að ísbátnum, já bátnum...ekki bílnum og keyptur ís á línuna...það hefur reynst heillvænlegra að standa í ískaupum þegar feiti pattinn er sofandi...þá þarf ekki að gera stórhreingerningu á kerrunni og honum sjálfum eftirá Tounge

 

 

Við röltum ofan af bryggjunni og upp í gegnum gamla bæinn hér í sonderborg. Hann er rosalega skemmtilegur, með mörgum litlum, agalega dönskum húsum og hér eru í alvörunni brattar brekkur!  Í Danmörku!  Gasp

við paufuðumst upp þessar brekkur með kerruna góðu, spáðum í húsum og götum frá liðnum öldum og duttum allt í einu niður á leynileikvöll! Vel falin lítill leikvöllur á milli lítilla húsa, við litla götu. Þar var auðvitað alveg nauðsynlegt að stoppa þar sem að einhverra hluta vegna virtust börnin ekki hafa jafn gaman að því að spá í húsum og götum og fullorðna fólki.....uuundarlegt Shocking

Þetta varð heillangt stopp á þessum blessaða leikvelli, þar var allt til alls og litla dýrið vaknað, svo að engum lá neitt á að drífa sig af stað. Skýjin dimmu voru horfin svo að tækifærið til að flatmaga í sólinni var að sjálfsögðu gripið.  

Hann Baldur er frekar spes týpa...hann er fallegur og góður, sposkur og fyndinn, krúttulegur og frekur og alveg einstaklega forvitin, alveg eins og tveggja ára menn eiga að vera. Hann hefur þurft að skoða ýmislegt í þessari veröld meira en annað fram að þessu og eitt af þessum hlutum eru líkamshár....eða vöntun á þeim ef svo ber undir.  Hann hefur tildæmis eytt miklum tíma í að greiða bróður sínum...og rífa í hárið á honum, eftir að Eyþór varð svona lubbalegur um hausinn (hann er að safna til að geta spilað á gítar og orðið rokkari...það er ekkert fyndið neitt...hehehe..neineiWhistling)

En það varð Baldri og hans óþrjótandi forvitni til happs, að í dag ákvað gimpið að feta í fótspor danskra kynbræðra sinna og fara úr að ofan í steikjandi sólinni...víst var mömmustubbur nývaknaður og sat myglaður í fanginu á mér þarna í grasinu (sem kannski varð lífrænu lopapeysunni hans Gimsa til happs hehe) en svipurinn á feita sköllótta gæjanum þar sem hann glápti opinmynntur á stóra loðan gæjann var eins og hann hefði aldrei augum litið annað eins ferlíki HAHAHALoL Svo sneri hann sér í mömmukot og muldraði myglað "ojj"  

Þetta minnti mig óneitanlega á aðrar tilraunir Baldurs í sambandi við líkamshár hahaha  litla könnuðarkrútt.

 

Litli og stóri...könnuðurinn og viðfangsefnið Æi hann var svo sætur á bleyjunni...að labba í útlandinu....litli heimshornamaður InLove   

 

En nóg af fermetranum...þegar stóru börnin voru farin að rífast um ekki neitt og fullorðna fólkið nógu sólbakað til að endast út vikuna var farið á stúfana til þess að leita að góðum étingi... og kínverskt varð það í þetta skiptið...skrítið hvað allir veitingastaðir í DK virðast vera útlenskir...þeir eru ítalskir, mongólskir, kínverskir, tailenskir...en aldrei aldrei skal maður finna danskan veitingastað...nema nottla Jensen´s Bøfhus...smá pæling Woundering

Baldur hélt öllum við efnið í þetta skiptið, og var oftar en einusinni boðið að sitja bara í kerrunni frekar en við borðið hjá okkur hinum. Stóru börnin voru að mestu stillt...sem er ótrúlegt þannig séð miðað við hitann og þreytuna, sykurinn og spenninginn sem í þeim var hehehe.

Að kvöldverði loknum var ennþá hlýtt og bjart úti, enda klukkan ekki nema rétt rúmlega 6 (mar er að skríða í eldri borgarann...borða á skikkanlegum tíma Tounge) og fórum við því bara í spássitúr...fundum stórann almenningsgarð inni í miðjum bænum og svo leikvöllinn góða hjá Lofti íslendingafélagsins.  Þar sprikluðu krakkagemsarnir þangað til að bensínið var svo til búið og var svo rölt heim á leið...með viðkomu hjá kaupmanninum á horninu.

 

Það voru rjóð, sælleg og þreytt börn, og kúguppgefnir forleldrar sem yfirgáfu litlu búðina á horninu, þegar klukkan var langt gengin í rosa mikið...þrátt fyrir frábæra helgi, er ég eiginlega bara ánægð með að það sé skóladagur hjá börnunum á morgun og að maður verði að sinna hinu dags daglega útstáelsi, en ekki standa í strandferðum með fjörugan barnahóp Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að nafnið rugli engan.

Mér leikur forvitni á að vita hvort lítil Gunna og lítill Jón hafi nokkuð verið að leika sér á litla leikvellinum á milli litlu húsanna í litlu götunni.

Róbert (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 00:36

2 identicon

vó fínt hjá ykkur, það er búin að vera rigning í Svíþjóð frá því ég kom út... auðvitað

Helga R (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 23:39

3 identicon

kvitt kvitt

knús á ykkur

Kristín frænka (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:53

4 identicon

where are u.... me being missing you and áhyggjur.. need my internet knús

ávalt og endalaust...

kyssi kyssi 

Anny (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 15:17

5 identicon

Langaði bara að kvitta og þetta hljómar æðislega hjá ykkur.

sibbinn (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband