21.8.2008 | 19:13
Nú fer að bætast í hópinn!
Von er á Sverri nokkrum Hermannssyni í fyrramálið til borgarinnar fögru í suðri. Fulltrúar Keilis á staðnum búast að sjálfsögðu við því að mæta á lestarstöðina með blómvönd og taka á móti guttanum. Á laugardag bætast svo enn fleiri í hópinnog munu þá vera á ferðinni meistari Ómar og Einsi bongó.
Þegar allt liðið er komið á staðin má búast við því að einn saknaðarbjór verði drukkinn í hvert skipti sem hópurinn hittist til heiðurs Sverri þeim er kenndur er við veldi...komu hans til borgarinnar fögru hefur verið frestað um eitt ár.....(við verðum á rassgatinu af söknuði allan þann tíma ) en við bíðum hans með óþreyju og heimtum að hann verði nú duglegur að æfa bjórvöðvana...
Þetta lið fer semsagt að smátínast heim á sína sveit og fer lífið þá að færast í eðlilegar skorður....svona þegar maður fær íbúðina sína og sonna
Annars var ég dreginn upp í Alsion í dag...skólahúsið okkar hérna heitir það. Bara til að skoða og athuga...ég get varla beðið eftir því að fara í skólann...kynnast fullt af nýju fólki og öðlast annan tilgang með deginum en að skila börnum....snatta smá....skoða og hjóla um...hangsa smá...ÞVO ÞVOTT....versla.....og svona dótarí.
Það er annars af mér að frétta að ég er að þróa með mér nördahlið...það er víst nauðsynlegt til þess að vega upp á móti fegurðinni
Sú (ég er viss um að það var kvenmaður að lýsa hjásvæfu HAHAHA) sagði fyrst..."allt er hey í harðindum" hafði lög að mæla...sjónvarpslaus...flakkaralaus....jafnvel netlaus á tímabilum...og ég er farin að horfa á einhverja bölvaða nördaþætti sem að bölvað gimpið prangaði inná mig af sinni tölvu....að maður skuli láta þetta fréttast um sig!
Annars allt gott frá sunny Denmark...pís át
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ elskan og velkomin til landsins flata og fagra :)
Ógisslega gaman líka að þú sért farin að blogga.... enda alveg komin tími til kona! hehehe :) Fleiri myndir takk!! Og Jesús hvað við verðum að reyna að hittast eitthvað!
Hlakka til að fylgjast með þér hérna! Lots of luuuvin'
Mons
Monika og co. (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 20:52
Hi hi.... rótin væntanlega komin á staðin núna.... alltaf gaman að fylgjast með ykkur þarna úti.... sakna ykkar ógó mikið.
kv.
Dóra Díva
Dóra (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 20:09
Hæ hæ
Gaman að lesa um ævintýri ykkar Keilisfólks í útlandinu. Skólarnir hjá okkur hér heima byrja flestir í vikunni og það verður gaman að sjá gömul andlit á ný.
Hafið það rosa gott og gaman í danmörkinni.
Kveðja Hanna.
Hanna Maja Keilisnemi (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 21:41
anný og arnhildur (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.