1. September

Hin langþráði dagur er loksins runninn upp!

 

Afhending íbúðar mun eiga sér stað í dag...það setur þó smá blett á daginn að bölvaður gámurinn kemur víst ekki fyrr en á morgun svo að það verður smá útilega í kvöld í nýja húsinu en við erum að spá í að elda bara alvöru mat í fyrsta skipti í langan tíma og kveðja útilegulífið með stæl Cool

Ég er semsagt aaaalveg að fara að moka okkur héðan út.....alveg rétt bráðum...um leið og ég stend upp Whistling

En fyrstu dagar skóla okkar fullorðna fólksins eru nú liðnir og tekur nú alvaran við, strákarnir eru fastir í workshoppi alla vikuna en þar sem ég er í fríi á mánudögum (og föstudögum) var ég sett í flutningsmál.  (sjáið hversu vel það er að gefast so far Blush)

Ég er að upplifa alveg nýja hluti í þessum skóla...þannig er mál með vexti að ég er bara með eldri nýnemum þarna....fyrir utan auvðitað ellilífeyrisþegana sem komu með mér frá Íslandi Cool (einn þeirra fékk áfall um daginn þegar dama sem hann var að tala við á barnum reyndist vera 15 ára!!!  Honum stóð EKKI á sama hehehe) 

Í mínum hópi í skólanum erum við tvær 26 ára, og svo er restin bara á bilinu 18-21 árs.  Þetta er afar spes upplifun fyrir mig, og þá sérstaklega þar sem ég hef yfirleitt verið sú yngsta í þeim hópum sem ég hef verið í, bæði vinahópum og í fjölskyldunni minni.

Fyrsta daginn vorum við spurð svona að hinu og þessu um okkur sjálf, og vorum beðin að skýra aðeins frá því hvað á daga okkar hefði drifið (flest þessara krakka hafa lifað svo fáa daga að það tók ekki langan tíma Whistling  en svo kom að mér, og ég segi eins og er, að ég hafi lært hér og þar, verið rúmt ár í Portúgal, 7 ár í köben og svo eitt á Íslandi...þá voru rekin upp stór augu og prófessorin spurði..."How old are you?"  og þegar ég segist búa yfir þeim "whopping age of" 26 hrundu þó nokkur andlit í gólfið ... mér var mikið skemmt Cool (ego.is) Bíðum bara og sjáum hvernig viðbrögðin verða þegar þau komast að því að ég eigi 3 börn híhíhí.

 

En þegar mér er farið að líða eins og antik húsgagni með reynslu á við heilt elliheimili og meira til, þá lalla ég bara yfir til strákanna og líður eins og ég sé 14 ára hahaha LoL (hey, þeir eru ýmist fúlskeggjaðir eða sköllóttir)

 

Uppgötvun síðastliðnar viku er án efa sú að þýskar konur eru í alvöru oft svona "amerísku bíómynda" þýskar....í mínum bekk eru allavega tvær 19 ára sem gætu allt eins talið fólki trú um að þær væru mæður mínar!

En það er víst fjörið, þessi blessaði margbreytileiki og vitneskjan um það hvað maður veit lítið um næstum allt!  vonandi nær maður eitthvað að læra á næstu misserum, bæði um sjálfan sig og aðra (og kannski vonandi líka námsefnið Whistling)

 

 

Ég þakka mínum sæla þessa dagna fyrir mín íslensku gen og það myndarlega fólk sem foreldrar mínir eru...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sjöfn Skagfjörð Guðjónsdóttir

Haha gott að vera íslendingur

Anna Sjöfn Skagfjörð Guðjónsdóttir, 1.9.2008 kl. 11:10

2 identicon

hehe, þú lífsreynda gamla kona ;)

Kristín frænka á Ísó (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:39

3 identicon

Hi Hi Hi.... er með rugluna svo það er alveg sama hvað ég segi í þessu kommenti.... kem hvort sem er til með að líta út eins og karakter í Tomm og Jenna. Svo ég ætla bara að vera löt og segja strax: Jebb! ég er konan með veika höfuðið og ég bið að heilsa.

 bæj bæj í bii

kv.

Dóran Hóran

Dóra laaaaaaaaataaaaaaaaa (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 22:16

4 identicon

kvitterí kvitt kvitt

sibbinn (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband