Mojo is back....with a vengeance!

Já maður lætur ekki slá sig út af laginu lengi í einu skal ég segja ykkur, ómetanlegt að eiga góða vini sem hirða mann upp þegar maður liggur einhverstaðar í útkeyrðri hrúgu...þið vitið hver þið eruð...lovjúgæs Heart

Börnum var skverað út í morgun, eftir tilheyrandi smörrebrodsgerð og skemmtilegheit og svo fór ég heim og bretti um ermar...tónlist í botni og svo bara upp með skrúfjárnið og sexkantinn og læti!

Það var ýmsilegt brasað, teknar pásur með léttum spjöllum inn á milli og svona, en þegar ég fór að sækja börnin um 4 leytið var búið að skrúfa allt saman sem skrúfa þarf (líka andskotans kojuhelvítið) Cool   Og búið að setja alla kassa með leikföngum inn í barnaherbergi, og búið að ganga frá öllu eldhústengdu.

Þá er þetta nú allt að koma...þarf bara að byggja nokkra skápa til að koma fötum familíunnar fyrir einhversstaðar..FootinMouth

Við fengum okkur okkar langþráða lasagne í kvöldmatinn og mín massaði nestisbölvunina á kantinum á meðan ég var að elda, og fórum svo út í fótbolta eftir mat...það var rosa fjör og ég sé eftir að hafa ekki tekið myndavélina með...var ekki alltaf viss hvort þetta væri fótbolti...eða hnoðbolti Whistling

Eyþór var með feita dverginn í sínu liði, og réðist hann á okkur af og til með tilheyrandi stríðsópum..í fyrsta skiptið sem það gerðist kallaði Benni á mig "mamma..passaðu þig...það er brjálaður dvergur að ráðast á þig!!"  hahahaGrin  Ég lamaðist úr hlátri...og dvergurinn náði mér hehehe

Inn í sturtu með fótboltaliðið var næsta stopp og var bók um Skúla skelfi valin sem bókmenntir kvöldsins...það er alveg ROSALEGA gott að gera eitthvað bara svona venjulegt...(Eyþór sagði þetta þegar við sátum í sófanum undir sæng að lesa)  hehehe  greinilegt að útilegan góða tók á fleiri en múttuna InLove

Núna eru litlu kallarnir sofnaðir í SÍNUM bólum, hreinir og stroknir og ánægðir með SITT dótarí...Baldur er meira að segja að sleppa glasinu góða í fyrsta skiptið í laaaangan tíma....sjáum hvernig það fer Whistling

Óver end át from mojo city Sonderborg Police

p.s. hver sá sem gefur sig fram sem sjálfboðaliða (ókei ekki alveg HVER sem er...en flestir) í að nudda mig og stjana við mig má senda mér tölvupóst eða ræða við mig á msn ef að viðkomandi er þeirrar lukku aðnjótandi að vera með mig á msn hjá sér Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

brjálaður dvergur... ég hló svo mikið að það runnu tár!!!

knús á línuna

Kristín frænka (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband