Hugleiðingar um ritskoðun

Það hlaut að koma að þessari, annað eins hefi ég velt þessu hugtaki fyrir mér uppá síðkastið. Woundering

 

 Sannleikurinn er sagna bestur...sagði einhverntíman einhver..sem var líklega agalega forvitin Tounge...en þá kom aðeins leyndardómsfyllri týpa með hið gullna mótsvar...Oft má satt kyrrt liggja.

 

Er ritskoðun réttlætanleg? Flestir af vestrænu bergi brotnir myndu svara þessu neitandi án umhugsunar, en gleymum því ekki að á hverjum degi, oft á dag, ritskoðum við okkur sjálf (ef við tökum því sem svo að ritskoðun geti átt sér stað á öðrum vetvangi en á hinum ritaða)

Við tölum á annan hátt til eldra fólks en yngra, sýnum ekki öllum allar okkar tilfinningar og veljum okkur yfirleitt vandlega það fólk sem við teljum okkur geta treyst nægilega vel til þess að sleppa allri ritskoðun.

Núna hafa hugleiðingar mínar um ritskoðun undafarið snúist um ritskoðun blogga, og bara blogg í eðli sínu yfir höfuð. Hvað er blogg...til hvers er fólk með blogg?  Ég ákvað að stofna þessa bloggsíðu þegar ég flutti til DK aftur, við áttum okkur alltaf svona síðu fyrir ömmurnar, frændfólkið og vinina heima og núna hefur bæst verulega "rukk" hópinn (hópurinn sem rukkar um fréttir) og þá er ég að tala um hin sterka Keilisvinahóp sem fæddist á heiðinni góðu síðastliðin vetur. InLove (luv á línuna).

Svo að ég komst að því að tilgangur minn með bloggi er að fá ekki leið á eigin lífi þar sem ég þyrfti að endurtaka svo oft það sem á daga okkar drífur í stað þess að æla því bara einu sinni á nett blogg....OG ég losna við "sendu okkur myndir" frá bæði ömmum og vinum (elska ykkur samt sko Heart). Mér finnst líka gaman að blogga um eigin hugleiðingar upp að ákveðnu marki. Ég hef fengið skemmtileg skilaboð um skrif mín hér bæði beint á síðuna hérna og svo prívat og finnst mér þetta skemmtilegur samskiptamáti við það af mínu fólki sem er mér utan seilingar.

 

Mamman og kúturinn úti að leika á heiðinni Ákvað að setja eina mynd af okkur mæðginunum...bara svona því að textin var orðin svo langur....hehe  brjóta þetta aðeins upp Whistling Ég lít ekkert út fyrir að vera neitt sérstaklega vangefin á þessari (ótrúlegt nokk miðað við mín úber fótógenísku gen) og krúttið er nottla bara sæt feitabolla að leika í snjónum InLove

Back to the issue at hand...

Ég tók þann pól í hæðina á þessu bloggi að ritskoða ekki sjálfa mig annarra vegna. Mér finnst gaman að skrifa og kem ég hlutunum oft vel frá mér og ég hef einfaldlega valið þann kostin frá, að íhuga hvernig hitt eða þetta orðalagið gæti fallið í kramið hjá þeim sem kynnu að lesa.  Þeim sem ekki líkar lesturinn eru fjarri því að vera skildugir til innlita. Slíkt háttalag myndi líka ganga nærri mér sem persónu...að vera alltaf að íhuga hvort að gjörðir mínar eða spekúlasjónir séu öðrum þóknanlegar og þá í hvaða mæli ég "má" hitt eða þetta. Á meðan ég er ekki að stunda myrkraverk í óhóflegum mæli Devil eða lifa lífinu á skjön við það sem almennt er talið leyfilegt í samfélaginu nenni ég ekki að læðupúkast neitt, enda er ég hundléleg í undirferli Blush (ef ég vildi reyna að læðupúkast myndi ég einfaldlega ekki blogga)

Reynslan (ég er svo ævagömul að mér er sagt að ég beri reynslu á við heilt elliheimili...og jafnvel meira til Shocking) hefur líka sýnt það í gegnum tíðina, að maður er seint öllum þóknanlegur.

 

Þetta allt saman á að sjálfsögðu við innan skynsamlegra marka. Auðvitað er margt sem maður tekur sér fyrir hendur sem maður vill bara eiga prívat með sjálfum sér og sínum nánustu svo að ég verð að játa það að þrátt fyrir ákvörðun mína um "minimal" ritskoðun þá er að sjálfsögðu sitthvað af mínum prívat myrkraverkum sem ekki rata inn á þetta blessaða blogg, því verð ég að lýsa mig sammála ókunna snillingnum sem á setninguna hér að ofan...oft má satt kyrrt liggja, þrátt fyrir að vera fylgjandi því að sannleikurinn sé brúkaður sem mest...svona er maður flókin og stundum ósammála sjálfum sér Whistling

 Svo myndi maður tildæmis ekki velja sér þennan vetvang til þess að kunngjöra heiminum lítið álit sitt á fólki eða til illra verka en svo er spursmál hvort að þar komi inni skynsemi, vilji til sjálfsritskoðunar, tilvist hegningarlaga um ærumeiðingar eða eitthvað sambland af þessu öllu og fleirru.

 

Spurning dagsins er því þessi: Hvers vegna bloggar þú og  hversu hátt er ritskoðunarstigið á þínu bloggi?

 

Osso gamla settið...gamla settiðMaður hættir ekkert að sakna foreldra sinna þó svo að maður eigi að heita fullorðin...að minnsta kosti að nafninu til Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég blogga af því ég get það.

 Nei, nei, ég blogga bara eiginlega af því að mér leiðist að tala í símann, með þessum kosti get ég sleppt öllu hversdagslegu hjali í símann og hringt bara í fólk ef ég á erindi. Ef ég væri duglegri við að segja fólki frá blogginu mínu, tala nú ekki um ef ég væri duglegri að skrifa inn á það myndi þetta virka...

Harpa skarpa (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:22

2 identicon

Ha?...........skildi ekki eitt orð af þessari súpu....ein gott að þú ert sæt...

Ella frænka (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

jájá Ella mín....maður púllar sem betur fer sumt í lífinu á sætunni

Birna Eik Benediktsdóttir, 9.9.2008 kl. 12:15

4 identicon

Ég blogga nú ekki sjálfur .... en besta ástæðan til að blogga er sennilega sú að þá grípur enginn frammí fyrir manni ;-)

bjornjul (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:24

5 identicon

ég á blogg en þyrfti nauðsynlega að uppfæra það til að geta talist bloggari...

en hugsunin með þessu bloggi var einmitt eins og hjá Hörpu, mér drepleiðist að tala í síma og það er bara gott mál ef ég get komist hjá því einhvern veginn (án þess að vera dónaleg eða glata símanum mínum (ég þarf jú stundum að nota hann sjálf)). 

á blogginu mínu eru aðalega fréttir og myndir, ekki mikið af pælingum (ef þær eru einhverjar).

en jú, með sannleikann... auðvitað ætti maður að segja satt ef maður segir eitthvað, ekki þar með sagt að maður þurfi endilega að segja allt sem er satt...

Kristín Þóra (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband