Helgin já.

Helgin klikkaði ekki...nema að einu leiti en ég kem að því síðar Whistling

Helgin byrjaði kl 4 á föstudeginum...þá vorum við komin heim og elduðum okkur dýrindistilraunafæði sem heppnaðist svo vel að ég trúi varla að ÉG hafi eldað það Grin  Sökum flutningsfórna voru ekki til nægir diskar fyrir alla.....eða sæti við borðið hehe..svo að ormarnir borðuðu úr skálum og fullorðna fólkið fékk að borða í stofunni.

Svo var kvöldinu skipulega eytt í vídjógláp og nammiát. Shocking

 

Laugardagurinn var blautur....en heitur og bjartur og köflum. Þennan dag hafði íslendingafélagið hérna í borginni fögru áætlað að halda svo kallaða høstfest, sem þýðir uppskeruhátíð...eða jafnvel töðugjöld.

Það var hist í fögrum skógarlundi hérna rétt hjá og þar var grillað, farið í leiki, spjallað og gantast fram undir kvöldmatartíma.

flodebollukrútt Farið var meðal annars í flödebollukast...minn maður misskildi leikinnWhistling

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það tók að sjálfsögðu tímann sinn að fá smáfólkið með heim...enda er þetta mikill ævintýrastaður, þessi skógarlundur. Litlu dýrin skemmtu sér svo vel að ég týmdi ekki að trufla þau...en fór í staðin að taka myndir af þessum fallegu ormum InLove

Svo hress :O)Prakkarasúpan


                                        

 Baldur náði prins pólóinu....og lét það ekki af hendi.....fyrr en búið var að sleikja innan úr bréfinu hehehegormur

 

                    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við hjóluðum svo heim í gegnum skóginn, sem er alveg frábært en vorum svolítð lengi því að Eyþór er á gamla gamla hjólinu sínu...sem hann fékk þegar hann var 3 ára...það er aaaaðeins of lítið hehehe.

Ég mokaði smá næringu í ungana og sturtaði liðið og las fyrir það...svo var komin tími á barnapíuna. Hún kom eins og um hafði verið samið og ég lét mig hverfa út í frelsið...fyrsta barnlausa kvöldið síðan......á afmælinu mínu held ég hreinlega!

Ég hélt til Ómars þar sem hann ætlaði að bjóða upp á veigar áður en haldið yrði á loftið þar sem dansað yrði inní nóttina. 

Þetta íslendingateiti var frábært...þarna var fullt af fólki á öllum aldri og allir greinilega með góða skapið með sér, boðið var upp á skemmtiatriði og svo var dansað fram á rauða nótt. Ég ákvað samt að fara heim frekar snemma....man ekki alveg vegna hvers sú ákvörðun var tekin Whistling  En sökum innbyrtra bjóra leist mönnum ekki á að ég færi að hjóla ein heim um miðja nótt ..hehehe...wonder why Woundering

Ferðin heim tók held ég svo langan tíma að ég er hissa á því að ekki skuli hafa verið komin morgun þegar hjólað var loksins upp að húsinu, gatan réðist ekki nema einusinni á mig á leiðinni heim...ALGERLEGA að tilefnislausu (eða vegna þess að bölvað teygjuvesenið hans Gimsa flæktist í gjörðina mína Angry) en maður er auðvitað svo mikið hreystikvendi að ein lítil bylta á hjóli slær mann ekki út af laginu Cool...ég...gleymdi auðvitað að læsa hjólinu mínu hérna fyrir utan þegar heim var komið...svo að því var STOLIÐ þessa nótt.....helvítis hjólinu sem við höfðum haft svo mikið fyrir að dröslast með heim....mismunandi mikið drukkin...og með jafnvægisskynið ööörlítið off. 

Jæja...maður verður víst bara að læra af reynslunni...SKILJA HJÓLIÐ EFTIR Á LOFTINU NÆST!  Eyþór stóri fann að vísu körfuna mína niðri við kastala...svo að líkur eru fyrir því að einhver bölvuð bytta hafi tekið hjólið mitt og barasta hjólað heim úr partýi eða eitthvað þannig.....skil ekki fólk sem bara hjólar undir áhrifum áfengis Whistling ábygðarlausa lið!

 

Sunnudagurinn var að vonum rólegur...hehehe...tekið var smá keilismót í fótbolta hérna á túninu fyrir aftan og svo bara pizzast og vídjóast ....Die Hard rúlar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband