Svona grautur

Blogg um blogg...Cool

 

Sum blogg eru frumsamin yfirborðsleg glansmynd af óskalífi fólks þar sem það býr til annan raunveruleika en þann sem það lifir í og vill fólk þá telja okkur hinum sem lesum, trú um að líf þess sé einmitt svona....eins og glansandi ævintýri fullt af sykurpúðum, fiðrildum og sólbrúnum tómötum.Sick

Önnur blogg eru hápólitísk og taka á málefnum líðandi stundar af mismikilli hörku og mismikilli innsýn og glettni. Bandit

Einn bloggari sem ég þekki, stórskemmtilegur maður, bloggar bara um fjármál!Shocking já allt er nú til!

Sum blogg eru bullblogg, þar sem fólk romsar útúr sér eigin hugsunum í óskiplulögðu kaosi...oft alveg frábær lesning að kíkja á svoleiðis blogg. LoL

Ýmis blogg eru dagbókarblogg...þar sem fólk segir í mislöngu, og afar misskemmtilegu,  máli frá atburðum líðandi stundar, án þess þó að mála allt sykurpúðaljósbleikt fyrir okkur hin. Police

Svo eru til grínblogg...þar sem fólk er mestmegnis í því að linka á fyndin atriði af youtube, b2 eða álíka síðum...fréttablogg eru líka algeng. 

 

Ég veit ekki alveg inní hvaða flokk mitt blogg fellur..Woundering..þetta er stundum hálfgerð dagbók barnanna...þar sem pabbar, afar og ömmur fá að kíkja á ormasúpuna og sjá myndir af líðandi stund....svo nota ég þetta sem körfu fyrir innihaldslaust raus um uppáhaldslög og svoleiðis....og svo stundum...eins og uppá síðkastið...hef ég verið svo agalega upptekin af eigin pælingum um lífið og tilveruna að fátt annað hefur komist að á blogginu góða...Shocking..hef alveg verið á röltinu...að pæla...og fundið kitlið í puttunum.......að verða að koma þessu "á blað"  (þið ættuð bara að vita hversu margar spekúlasjónarfærslur eru til en hafa ekki verið birtar!)

 

...held að mitt blogg sé svona grautur...af alskonar.... Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband