16.9.2008 | 16:27
Svona grautur
Blogg um blogg...
Sum blogg eru frumsamin yfirborðsleg glansmynd af óskalífi fólks þar sem það býr til annan raunveruleika en þann sem það lifir í og vill fólk þá telja okkur hinum sem lesum, trú um að líf þess sé einmitt svona....eins og glansandi ævintýri fullt af sykurpúðum, fiðrildum og sólbrúnum tómötum.
Önnur blogg eru hápólitísk og taka á málefnum líðandi stundar af mismikilli hörku og mismikilli innsýn og glettni.
Einn bloggari sem ég þekki, stórskemmtilegur maður, bloggar bara um fjármál! já allt er nú til!
Sum blogg eru bullblogg, þar sem fólk romsar útúr sér eigin hugsunum í óskiplulögðu kaosi...oft alveg frábær lesning að kíkja á svoleiðis blogg.
Ýmis blogg eru dagbókarblogg...þar sem fólk segir í mislöngu, og afar misskemmtilegu, máli frá atburðum líðandi stundar, án þess þó að mála allt sykurpúðaljósbleikt fyrir okkur hin.
Svo eru til grínblogg...þar sem fólk er mestmegnis í því að linka á fyndin atriði af youtube, b2 eða álíka síðum...fréttablogg eru líka algeng.
Ég veit ekki alveg inní hvaða flokk mitt blogg fellur....þetta er stundum hálfgerð dagbók barnanna...þar sem pabbar, afar og ömmur fá að kíkja á ormasúpuna og sjá myndir af líðandi stund....svo nota ég þetta sem körfu fyrir innihaldslaust raus um uppáhaldslög og svoleiðis....og svo stundum...eins og uppá síðkastið...hef ég verið svo agalega upptekin af eigin pælingum um lífið og tilveruna að fátt annað hefur komist að á blogginu góða.....hef alveg verið á röltinu...að pæla...og fundið kitlið í puttunum.......að verða að koma þessu "á blað" (þið ættuð bara að vita hversu margar spekúlasjónarfærslur eru til en hafa ekki verið birtar!)
...held að mitt blogg sé svona grautur...af alskonar....
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.