Íslensk eðalbifreið....tja...eða japönsk ;O)

Bíllinn er komin..lífið getur hafist!

 

Neinei...lífið var nú alveg ljúft líka á meðan allir fjölskyldumeðlimir áttu hjól hehehe....eða kerru.....en núna komumst við semsagt skammlaust á milli staða aftur (Vill nota þetta tækifæri til þess að þakka Jónu og Eyþóri fyrir endalaus lán á hjólum og kerrum síðustu tvær vikur eða svo...Blush)

Við Eyþór gerðum okkur ferð til Århus í dag til þess að sækja drossíuna og nutum við þess svo mjög að vera bara tvö saman í heilan dag að við komum ekki heim fyrr en undir kvöldmat og urðum þá að byrja á því að smala litlu bræðrunum heim frá nágrönnunum sem höfðu verið svo elskulegir að hirða ormana fyrir okkur úr skólunum sínum.

Bíllin er eins og gefur að skilja algert æði...með nægu plássi fyrir alla skæruliðana og meira til....NÚ verður farið á grensann!

 

Annars hafa þetta verið viðburðamiklir dagar að venju...stóri írþróttadagurinn var haldin í SFO hjá krökkunum síðasta miðvikudag, það var hörkustuð þar sem foreldrum er boðið að taka þátt í ýmsum leikjum í einn eftirmiðdag á skóladagheimilinu.

Eyþór og Karó í jafnvægisæfingum  Veðrið var ljúft eins og sjá má og spreytti ungviðið sig í ýmsum kúnstum.

 

Benni klifurköttur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helginni var að mestu eytt í skólendinu umhverfis Sønderborg, á laugardaginn fórum við nokkur saman í hjólatúr sem að endaði á góðu stoppi í Katrinelund, og svo slóum við upp í ekta danskt síðdegisgrill á sunnudaginn...við erum alveg að læra hvernig á að hygge sig på dansk måde...enda ekki seinna vænna eftir 7 ár í landi baunans WhistlingOrmar í trjábolaklifriSmáfólkið varð að stoppa hjólatúrin af og til, til þess að sinna klifurþörfinni sem kallar víst ansi hátt á fólk á þessum aldri. (Kristín Björg og Baldur fengu ekki að klifra)

 

 

Annars eru breytingar í loftinu hjá familíunni í borginni fögru...frumburðinum er að reynast erfitt að fóta sig í þessum breytingum öllum saman (my sensitive little boy...með hjartað á erminni að vandaInLove) og þarf hann mikið á mömmu sinni að halda þessa dagana en þar sem ég er víst bara ein kona (sama hvað ég reyni ) verð ég að sætta mig við það að það er mér aldeilis ómögulegt að geta skipt mér í 6 hluta og geta sinnt öllum hliðum eins og vera ber, svo að á meðan Eyþórinn minn verður settur í gjörgæslu og aðhald á öllum vígstöðvum og staðan rétt af...ætlar hin jarðbundni Benedikt að sigla í svolitla heimsókn til Íslands, í sveitina til ömmu, afa og Kára.

Það er ómetanlegt að eiga góða að þegar að þrengir InLove ...sérstaklega ef þeir búa í sveit...þar sem maður má alltaf vera skítugur upp fyrir haus Cool...og borða skyr og lifrarpylsu.....með afa Heart

 

Annars er skólinn minn líka byrjaður af fullum krafti...og ég auðvitað valdi mér þessar síðustu vikur í veikindi og skemmtilegheit, svona í ofanálag við eðlilegt álag sem fylgir flutningum á milli landa með 80 börn...svo ég þarf að herða mig í lestrinum...á ekki nema hundrað milljón kafla eftir...í sjö þúsund bókum.......pís......of......keik Police

 

BjútíbollubræðurEin grallaramynd InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 2990

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband