2.10.2008 | 16:24
Rigning, framburður og frumburður.
Framburðaræfing dagsins.
Gangi ykkur vel (og endilega látið mig vita ef ykkur tekst þetta....ég er ekki að ná að massa þetta götuheiti )
En mér var nær að lofsyngja haustblíðu Danmerkur í síðustu færslu...það hefur rignt eldi og brennisteini síðan ég ýtti á "birta"
Í Danmörku rignir öðruvísi en á Íslandi, hérna rignir fast...án gríns. Stórum hlussudropum, sem skoppa upp af jörðinni við lendingu því þeir eru svo þungir, rignir svo fast að maður finnur næstum til í gegnum hettuna á úlpunni...beint niður.
Á Íslandi rignir meira svona eins og ringdi hjá Forest nokkrum Gump í Víetnam....úr öllum áttum til skiptis og dropum í öllum stærðum og gerðum
Annars er frumburðurinn hægt og rólega að rétta af litli kúturinn...hann er byrjaður að æfa sitt langþráða Tae Kwon Do...LOKSINS, og þrátt fyrir að vera vel yngstur er hann með allt á hreinu því hann er jú alin upp ap miklu leiti í Dojang með okkur Jes og hefur verið innprentað umgengnisreglur jafnt og sparktækni frá blautu barnsbeini Þetta er að hafa frábær áhrif á guttann, að vera að gera eitthvað sem hann er bestur í og ég vona bara að þetta haldi áfram að halda áhuga hans.
Annars segir kennarinn hans að hann sé allur að koma til eftir að skólinn tók til í kringum hann og guttinn veit að hverju hann gengur á degi hverjum (gott stundum að eiga freka mömmu)
En sem komið er eru bestu vinirnir Karólína sem hann passar uppá eins og hún sé úr gulli, án gríns þá sagði kennarinn þeirra mér að daman fær næstum ekki að tjá sig sjálf þegar hann er nærri því hann er svo duglegur að þýða fyrir hana og passa að fólk sé ekki að gera ráð fyrir að hún skilji bara dönsku eins og ekkert sé..og hneykslar það hann MJÖG ef að kennarinn ætlar að láta hana tala dönsku..alveg svo mikið að hann gengur á milli Línunni sinni til varnar og segir hálf reiður " Hun kan da ikke forstå det du siger" og snýr sér svo við og þýðir hehehe...þau eru eins og gömul hjón...elskast af öllum kröftum..á milli þess sem þau nöldra og tuða hvort í öðru eins og alda gömul gamalmenni eftir 50 ára hjónaband Og svo er það Ásbjörn...íslenskur drengur sem er með Eyþóri í bekk, við erum bara rétt að byrja kynnast honum og fjölskyldu hans og það er voða gaman að hitta "gamalreynda" sonderborgarbúa
Ég held áfram að reyna að ná upp lestrinum...en því meira sem ég les...því meira er sett fyrir....ég þarf bráðum að fara að panta auka klukkustundir í sólarhringinn eða hætta að þvo þvott og elda hehehe damn...hvorugt mögulegt
Pæling dagsins er...breytast allir í softý við það að unga út ormum...ég var að horfa á þátt á National Geographic stöðinni um flugslys. Þar dó fólk..líka börn..það var átakanlegt...ég skældi! Sæi ég mig í anda skæla yfir sjónvarpinu áður en ég átti börn! Án gríns...má varla sjá mynd af afrísku barni með flugu í auganu án þess að tárast nú orðið!
Kemur þetta fyrir alla foreldra...er þetta "fórnin" sem maður færir þegar maður verður ástfangin af börnunum sínum? Að verða meir og mjúkur........pæling.
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ og nei kemur börnum ekkert við elskan mín....bara aldrinum!!!!! face it......e.
Ella fræ (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 17:16
Hæ skvísa! Ég vil meina að fólk breytist þegar að það eignast börn, búin að horfa upp á margar crazy vinkonur mínar verða allt í einu bílhræddar, ábyrgar og meirar eftir að krílin komu í heiminn, mér finnst það bara mjög skiljanlegt :o)
Ég verð að segja að ég er hreinlega farin að sakna þín, ég hef ekki séð þig í meira en viku og ég er byrjuð að fá fráhvarfseinkenni ;o)
Ætlar þú að koma með okkur í kvöld í Sønderborghus og tjútta fram á rauða nótt? Ég, Jórunn og ein sem heitir Frederikke (Freddy) ætlum að byrja heima hjá mér. Væri æðislegt ef að þú gætir verið með :o)
Sigga Sønderborg (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.