Þýskaland...hehehe

Helginni hefur samviskusamlega verið varið í að þjappa familíunni allri í stofuna.... vídjógláp fram á nætur og ............ JÚJÚ....farið var til Þýskalands.

 

Tvær alíslenskar mæður...báðar að vestan meira að segja (önnur bara að hluta að vísu) með tvö börn, röggsemina og matadorpeninga (evrur) í farteskinu lögðu af stað á station bílnum góða í innkaupaleiðangur til Þýskalands.   Við komum til Flensborgar eitthvað um 11 leytið og sáum að þar fyrir framan stóra stóra mollið sem við ætluðum í var geysistór flóamarkaður sem okkur þótti auðvitað bara gaman...það er ekki á hvejrum degi sem maður dettur ofaná þýskan flóamarkað.

Þarna var múgur og margmenni, og lagt var í hvert stæði og fannst okkur það ekki skrítið miðað við stærðina á mollinu.

Við ákváðum að fara inn í mollið og pissa og fá okkur að borða áður en ráðist yrði í kornflexkaup mánaðarins en þegar inn kom tók ég eftir því að allar búðir virtust lokaðar....ég spurði afgreiðsludömuna af hverju allt væri lokað...þá brosti hún sínu blíðasta þýska brosi...og sagði.." it's sunday in Germany"   hehe og ég.....frekar þreytt og  með hausinn útum allt..gleypti bara við því. þrátt fyrir að ég hefði yfirgefið Danmörku 20 mínútum áður....á föstudegi LoL 

En...Jóna var búin að heyra þetta..svo ég var búin að tapa Tounge  .Svona er að ætla að vera svona agalega opin og fordómalaus í útlöndum Shocking..eftir að við vorum búnar að hlægja okkur máttlausar einusinni yfir því hvílíka ofurskerpu ég sýndi af mér á þessu augnabliki, varð þetta auðvitað ongoing djókur ALLAN daginn....Dagurinn sem það var sunnudagur í Þýskalandi.....og allir bílarnir, múgurinn og bannsett margmennið voru þarna vegna hins afar þýska flóamarkaðar Blush

Kollurinn á mér réttist ekki meira en svo að þegar ég fór í apótekið í sonderborg um kvöldið....var ég alveg steinhissa á því að allt væri opið á sunnudegi, hehehe.

 

En þetta var sem betur fer ekki alger fýluferð, landamærabúðirnar voru allar  opnar, þrátt fyrir að almennar þýskar búðir væri lokaðar svo að ekki vantar ullurnar eða eigarnar í bæinn....en bannsett kornflexið og þýska mjólkin verða að koma í næstu ferð....þegar EKKI er sunnudagur í þýskalandi Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEHEHEHEHEHEHE þetta var skemmtilegur og hressandi dagur.......

Jóna (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 20:20

2 identicon

vá, þú tapaðir heilli helgi og græddir hana svo aftur... ;)

luv ya, Kristín

Kristín Þóra (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 23:03

3 identicon

Ég held að ég sé svipað freðin og þú varst,,, allavegana er ég ekki alveg að fatta þessa færslu :) heheh

Dagný (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 2899

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband