Slæmur málstaður þarfnast margra orða

 

Mig langar að byrja á því að segja að ég veit ekki hvaðan þetta orðatiltæki er komið, og get því ekki getið heimilda en svolítið virðist hafa borið á því að bloggarar blog.is hafi birt skrif annarra á síðum sínum og þannig eignað sér hugarsmíð annarra bloggara Shocking. Ég vildi helst komast hjá því að gerast sek um ritstuld, bæði þar sem það varðar við lög og líka vegna þess að ég er alveg nógu klár til þess að láta mér detta mín eigin orð í hug Police

 

En er það málið, er málstaður þeirra sem sífellt hamra á því sama of veikur til þess að tala eigin máli og þarfnast þessvegna margra tilbúinna orða? Eru þeir sem hamra hvað mest á hlutunum ef til vill að leika "devil´s advocate"?Devil  Hvað um úrslitakosti í mannlegum samskiptum? Tilheyra þeir sama kafla og óhóflegar rökfærslur?  Og hvað heitir þá kaflinn sá ... stjórnsemi? ...Þvinganir?... ótti ... afbrýðisemi ... eða kannski sambland af þessu öllu saman eða eitthvað allt annað?

  Áhugaverð pæling sem fær mann til þess að líta aðeins yfir samskipti sín í fortíðinni við allskonar fólk...og íhuga hvað hefur legið að baki þeim orðum er fólk hefur látið falla, voru það eiginhagsmunir....eða einlæg hjálpsemi og hlutleysi?

 

Vikan hefur verið viðburðarrík hjá okkur öllum saman. Hér voru lögð ný gólf, svo að íbúðin er í.....áhugaverðu ástandi svo ekki sé meira sagt.... Við fengum stóru sterku strákana (bara fyrir ykkur LoL) til að koma og bera níðþungu kojurnar fram og til baka úr herbergjum svo hægt væri að leggja gólf og svo gistu allir saman í stofunni hehehe   afar áhugavert svona með fólk á öllum aldri í einu herbergi Whistling

Mikið hefur verið að gerast í skólanum bæði hjá Eyþóri og Benna, er það allt af hinu góða og er ég mikið fegin því að loksins séu hlutirnir farnir að gerast.  Eins hefur þetta verið afar viðburðarík vika hjá mér bæði heima og að heiman og væri það líklega efni í bók ef ég ætti að segja frá því öllusaman...í stuttu máli (svona fyrir ykkur þessi mest forvitnu) er alles meget gúd og ætla ég mér að njóta á meðan varir. Cool

Núna skal liðinu pakkað saman því komin er tími á að líta á þær þarmssystur, Rúnsann, garðyrkjumanninn góðlega og barnaheimilið sem þau búa á LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband