13.10.2008 | 11:58
Ég fór í rassgat...
Eða sko í heimsókn til frænkna minna og fólks þeirra...þau búa á hestabúarði nálægt bæ sem heitir Tarm híhíhí
Þetta var alveg frábær helgi, borðaður var góður matur, tekið í spil að gömlum sið, hlustað á góða tónlist, hlegið að íslensku sjónvarpsefni, tekið massívt frænkutrúnó, leikið við 5 drengi undir 7 ára í einu! (þá er þetta orðið meira svona "crowd control" heldur en uppeldi) Farið í göngutúr í sveitinni, klappað hestunum, gamlar heimaslóðir heimsóttar á ný.....og sofið út!!! (takk Hjalti ) Það er ekki nema rétt um tveggja tíma keyrsla þarna uppeftir í hið danska biblíubelti, svo að þetta verður vissulega endurtekið (passið ykkur bara )
Eyþór og Mattías nýjasti Elluson að ræða heimsmálin.
Hann Matti skratti Hjaltason er alger moli...brosir og hlær ef maður lítur á hann og er eins og lítið bonzai barn...þar sem hann er svo lítill og nettur. Það er greinilegt að jafnvel eftir 6 stykki þá bregst henni frænku minni hvergi bogalistinn í drengjaframleiðslunni
Óneitanlega var samt gott að koma heim í gamla hópinn sinn eins og segir í kvæðinu, og munum við Eyþór njóta okkar tvö saman í kotinu út vikuna. Ég þarf að lesa suð-austurhluta regnskóganna á meðan hann fær að leika og skoppa í SFO með hinum krökkunum. Og svo ætlum við að hygge okkur tvö saman í eftirmiðdaginn og laaaangt frammá kvöld (segir hann hehe)
Lokalína blogghugans í dag er uppfull af Dýrunum í Hálsaskógi. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir...ekkert dýr má éta annað dýr.....(nema að beðið sé um það ) Ég ætla út að leika mér við hina krakkana...með Hálsaskógarboðskapin á kantinum
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt kvitt frá fólkinu í ástandinu.
sibbinn (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.