Ég fór í rassgat...

 

Eða sko í heimsókn til frænkna minna og fólks þeirra...þau búa á hestabúarði nálægt bæ sem heitir Tarm híhíhí Tounge

Þetta var alveg frábær helgi, borðaður var góður matur, tekið í spil að gömlum sið, hlustað á góða tónlist, hlegið að íslensku sjónvarpsefni, tekið massívt frænkutrúnó, leikið við 5 drengi undir 7 ára í einu! (þá er þetta orðið meira svona "crowd control" heldur en uppeldi) Farið í göngutúr í sveitinni, klappað hestunum, gamlar heimaslóðir heimsóttar á ný.....og sofið út!!!  (takk Hjalti Heart)  Það er ekki nema rétt um tveggja tíma keyrsla þarna uppeftir í hið danska biblíubelti, svo að þetta verður vissulega endurtekið (passið ykkur bara Grin)

 

Frændur

 Eyþór og Mattías nýjasti Elluson að ræða heimsmálin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann Matti skratti Hjaltason er alger moli...brosir og hlær ef maður lítur á hann og er eins og lítið bonzai barn...þar sem hann er svo lítill og nettur.  Það er greinilegt að jafnvel eftir 6 stykki þá bregst henni frænku minni hvergi bogalistinn í drengjaframleiðslunni Grin  

Óneitanlega var samt gott að koma heim í gamla hópinn sinn eins og segir í kvæðinu, og munum við Eyþór njóta okkar tvö saman í kotinu út vikuna. Ég þarf að lesa suð-austurhluta regnskóganna á meðan hann fær að leika og skoppa í SFO með hinum krökkunum.  Og svo ætlum við að hygge okkur tvö saman í eftirmiðdaginn og laaaangt frammá kvöld (segir hann hehe)

 

Lokalína blogghugans í dag er uppfull af Dýrunum í Hálsaskógi.  Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir...ekkert dýr má éta annað dýr.....(nema að beðið sé um það Devil) Ég ætla út að leika mér við hina krakkana...með Hálsaskógarboðskapin á kantinum Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt kvitt frá fólkinu í ástandinu.

sibbinn (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband