5.11.2008 | 21:29
Þyrnir í auga.....
...hvers...og hversvegna? Máltækið þyrnir í auga finnst mér skemmtilegt.....þyrnir í auga....ég ætla að endurtaka það nokkrum sinnum hérna fyrir neðan
Það er undarleg tilfinning að vera þyrnir í augum annarrar manneskju. Maður fer að hugsa hvort að maður hafi í raun gert eitthvað eða sagt sem að gefur viðkomandi manneskju ástæðu til þess að gera mann að þyrni í auga sér eða ekki. Stundum hefur maður það...en stundum er það líka bara óöryggi eða óánægja viðkomandi manneskju sem að gerir það að verkum að tilvist mann er böggandi fyrir hana.
Þá er jú lítið hægt að gera...en hafi maður í raun brotið af sér gagnvart öðrum má maður vel sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á því...en sé "þyrnissyndrómið" sjálfsprottið hjá hinum aðilanum getur maður ekkert nema bara haldið áfram að lifa og vonað að fólk komist yfir þetta að lokum.
Ég hef upplifað það að vera þyrnir í augum annarra...bæði hef til þess unnið stundum og svo hef ég upplifað það að vera einfaldlega fyrir annarri manneskju með því einu að vera sú sem ég er.
Þessa dagana er ég hinsvegar að upplifa því nær alsaklausa manneskju sem þyrni í auga mér ...ljúf og góð persóna sem hefur fátt gert á minn hlut...svo að ég verð að játa fyrir sjálfri mér að þetta er sjálfssprottið syndróm hjá mér þar sem ég ætti vel að geta litið framhjá því litla sem útaf hefur borið okkar í millum. Þess í stað upplifi ég pirring gagnvart þessari manneskju...eitthvað sem ég vill gjarnan geta haft stjórn á sjálf og skammst mín til þess að vera ekki að asnast til þess að láta annað fólk stjórna minni líðan.
Ég kem ekki fingri á hvort þetta er afbrýðisemi, óánægja, óöryggi, fordómar, tillitsleysi, óþolinmæði eða eitthvað allt annað hjá mér....en ég ætla allavega að leggja mig fram um að vera góð við þessa manneskju...því ég nenni ekki svona veseni!
Annars er lífið gott í Sonder....börn og nám halda manni staðfastlega við efnið sem fyrr og er það alger bjargvættur hversu góður hópurinn frá Keili er í því að hjálpast að og halda hvort öðru félagsskap...það er mikil bót í því að eiga meðbræður í eymdinni í útlandinu hehehe
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitthvað kannast ég nú við þetta að einhver fari í taugarnar á mér og ég veit ekki af hverju. Held samt að það sé yfirleitt vegna þess að fólk er ljótt, feitt eða rauðhært og ég er allt af þessu enda þoli ég ekki sjálfan mig.
sibbinn (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.