Deilibörn...

Þetta er hingað til sú lengsta bloggfærsla sem ég hefi ritað...hún er um svokölluð deilibörn, foreldra þeirra og samfélagið í kringum þau. Og er hún rituð vegna pirrings höfundar á fólki og fávitum í kringum sig.

 

Byrjum með smá sögu af litlum manni.

 Hann fæddist, foreldrum sínum til taumlausrar ánægju Wizard  í ágúst 2006. Litli maðurinn kom heim í faðm stórrar fjölskyldu en ekki fór betur en svo að uppúr slitnaði á milli föður hans og móður þegar pjakkur var ekki nema 3 vikna, ennþá ónefndur og allt saman.  Undecided

 

Nú fóru í hönd erfiðir tímar fyrir foreldrana báða en tókst þeim þó með einhverju móti að draga drenginn litla ekki inní ósætti sitt. Wink  Úr varð að mamman flutti til Jótlands þar sem hún þekkti gott fólk, en pabbinn varð eftir í Kaupmannahöfn þar sem hann á allt sitt líf. Þarna eru 3-4 tímar á milli.  Woundering

 

Einungis eitt sáu  foreldrar drengsins sömu augum og var það að þeir voru ævinlega sammála um það að barnið skyldi njóta eins mikilla samvista við þau bæði tvö og hægt væri, þrátt fyrir samskiptaerfiðleika foreldranna. Wink Gengu þeir svo á eftir þessu með eins tíðum heimsóknum á báða bóga og hægt var og var þá reynt að skilja föður og son eftir eina sem mest og oftast.  Mamman var heppin að mjólka betur en besta verðlaunakýr Joyful og var því vandalaust að mjólka bara og frysta og senda með drengnum til Kaupmannahafnar, eða skilja eftir í frystinum fyrir þá feðga ef að pabbin kom í sveitina.

Svo fóru málin að vandast meira Shocking....mamman vildi fara til Íslands í nám...ÞAÐ fannst nýbökuðum föðurnum skelfileg tilhugsun, að litli unginn hans yrði svona langt í burtu, Crying en þar sem pabbinn er ágætlega vel gefin áttaði hann sig fljótt á því og varð staðfastur í þeirri hugsun að áframhaldandi menntun mömmunnar gæti aldrei nema hagnast drengnum litla þegar frammí sótti, og lagði hann því blessun sína yfir þennan ráðahag. Cool

Frá því að guttinn litli lenti á Íslandi og þangað til að hann flutti aftur þaðan unnu foreldrarnir báðir að því með öllum ráðum að þeir feðgar myndu þekkjast þrátt fyrir að Atlantshafið skildi þá að.Heart Þetta var gert með stuttum en örum símtölum, þrátt fyrir að barnið væri ekki enn búið að fylla fyrsta árið, og með tíðum fundum í gegnum vefmyndavél.  Þess má geta að ormar á þessum aldri hafa hvorki þolinmæði né gagn af löngum vefhittingum eða símtölum svo foreldrunum þótti betra að hafa þetta bara í nokkrar mínútur í einu en þá oftar í staðin.InLove

 

Pjakkurinn litli fór svo fyrst einn með pabba sínum til Danmerkur þegar hann var rétt um 13 mánaða, og þá til þess að vera í viku. Mamman var svolítið hrædd um mömmuhjartað Heart sitt en tókst með samtölum við gott og frótt fólk um hag barna (meðal annars hjá sýslumanni) að átta sig á því að þetta er jú raunveruleiki barnsins, mamma og pabbi búa í sitthvoru landinu og þessvegna engum greiði gerður með því að draga það á langinn að mynda gott samband milli feðganna, sem er jú það sem allir góðir foreldrar vilja gera...að tryggja góðar (þó þær séu ekki margar) samvistir á milli foreldra og barna. Smile

Mamman skældi í laumi á eftir guttanum Crying...en guttinn fór glaður Tounge með pabba sínum sem kom og sótti hann (þess má geta að feðgarnir höfðu ekki hist í u.þ.b. 3 mánuði en guttinn tók föður sínum samt fagnandi...þetta þakka foreldranrir þeirri vinnu sem lögð var í vefsamskipti feðganna) Þessari viku í Danmörku eyddu þeir feðgar fyrst og fremst heima hjá pabbanum, tveir saman að hnoðast hvor í öðrum og kynnast almennilega á eigin forsendum Heart  Amman og afinn komu líka í heimsóknir sem og stóri frændinn.

Gutti kom til baka til múttunnar sæll og glaður og hafði hann líka talað við hana í tölvunni á meðan á Danmerkur heimsókn hans stóð...knústi hana fast og kúrði í hálsakot InLove en vildi líka hafa pabba...pabbinn var þó kvaddur og hafa þessar heimsóknir upp frá þessu gengið afar vel og þeir feðgar víkka út sjóndeildarhring sinn statt og stöðugt og fóru þeir meira að segja saman til útlanda í frí með vinum pabbans síðasta sumar Police

  Allir aðilar eru himinlifandi; Wizard Pabbinn yfir því að fá til sín drenginn sinn og fá að hafa hann í friði á sínum forsendum, mamman yfir því að drengurinn hennar eigi gott samband við pabba sinn þrátt fyrir fjarlægðir og ekki má gleyma litla aðalatriðinu sem er þeirrar lukku aðnjótandi að eiga gott samband við bæði mömmu sína og pabba.Grin

Eftir að litli skæruliðin flutti til Danmerkur aftur með mömmu sinni hefur lítið breyst í samskiptum hans og föður hans, það eru einir 3-4 tímar á milli heimila foreldranna svo að heimsóknir eru lítið tíðari en þær voru þegar guttinn bjó á klakanum.  Svo að enn sem komið er eru þeir feðgar neyddir til þess að reiða sig sig á vefmyndavélar, síma og heilbrigða skynsemi mömmunar svo hún standi ekki í vegi fyrir eðlilegri sambandsmyndun á milli feðganna eins og hún getur orðið við þessar aðstæður.

 Ekki þýðir að væla yfir aðstæðum, Cool þær eru svona, það eina sem hægt er að gera að ganga úr skugga um að barnið fá að njóta þess besta frá báðum...alltaf...þrátt fyrir gömul særindi á milli foreldranna, þrátt fyrir landfræðilegar áskoranir og þrátt fyrir einkaskoðanir hvors foreldris fyrir sig á hinu Whistling

 

Þess má geta til gamans að þessir foreldrar eru allt annað en vinir, hvort um sig veit lítið hvað hitt aðhefst í sínu lífi og ræðir þetta fólk aldrei nokkur tímann um annað sín á milli en drenginn litla sem þau eiga sameiginlegan. InLove

 

 

 Og þá...

 

Þá er komið að spekúlasjóninni sem liggur að baki þessarrar færslu Shocking....afhverju er þetta ekki normið?   Þegar fólk heyrir þessa sögu, eða af aðferðum þeim sem þessir foreldrar hafa beitt til þess að tryggja hagsmuni barnsins, jafnvel á milli landa, gagnvart foreldrum, og þá sérstaklega föður þar sem faðir býr langt í burtu, þá heyrist iðulega eitthvað af eftirtöldum svörum: Sick

 

VÁ hvað mamman er góð við pabbann að leyfa honum að fara með barnið svona!   Ok...hvað er að þessari setningu....   Hvernig getur mamman verið að "leyfa" föður að fara með sitt eigið barn....börn eru ekki einkaeign...pabbinn "leyfir" líka mömmunni að hafa barnið búandi hjá sér...

 

Rosalega er þessi pabbi duglegur með barnið sitt!   fyrirgefðu sorry...er pabbinn eitthvað svakalega duglegur að sinna barninu sínu...er það ekki eðlilegt að feður sinni börnunum sínum...ekki finnst mér það gera þá að neinum hetjum.

 

Hún þarf ekki að leyfa honum þetta! .....og þá er átt við að leyfa föðurnum.....engum dettur í hug að það eina sem verið er að "leyfa" er að það er verið að leyfa litlu saklaus barni að eiga bæði föður og móður þó foreldrarnir séu ósammála um lífið og sinni mismunandi hlutverkum í lífi barnsins.

 

Verður ekki erfitt fyrir hana að kveðja barnið? jú víst verður það það....en hefur  ekki pabbinn þurft að kveðja barnið og vera án þess á tímum líka....þetta snýst bara ekkert um mömmuna...heldur barnið.

 

Getur hún ekki haft hann?     jájá....það hlýtur eitthvað að vera AÐ mömmu sem að sendir barnið sitt svona lítið til útlanda....eina ástæðan fyrir því að pabbar taka þátt...er sú að mömmur geta ekki...eða hvað?

 

Treystir hún honum fyrir barninu einum? Bíddu halló halló....á þessi maður ekki barnið...elskar hann það ekki að minnsta kosti jafn mikið og mamman...er þetta ekki fullorðin maður sem hefur búið einn í mörg mörg ár....hvaðan kemur eiginlega svona vitleysa...þó svo að pabbi geri hlutina öðruvísi en mamma, þá er ekki þar með sagt að hann geri þá verr....

 

Tveir eða þrír hafa ekki sýnt neina upphrópun, undrun eða fordæmingar á þessu fyrirkomulagi...heldur þótt það vera ofureðlilegt að þó að fólk sé ekki saman, sé ekki vinir og sé að mestu ósammála um lífið og tilveruna Shocking....geti það SAMT haft hagsmuni sameiginlegs barns að leiðarljósi.

 

Og svo...

 

Ástæða þessara gífurlegu vangaveltna um þetta.....JÓLIN....

 Afhvejru er fyrsta spurningin sem ég fæ þegar ég segi fólki að sonur minn ætli að eyða jólunum með föður sínum "afhverju?" Gasp  Afhverju er það ekki algerlega eðlilegt að barn eyði jólum með föður eins og móður? Ekki myndi fólk spyrja mig hversvegna hann myndi eyða þeim með mér ef sú væri raunin.

 

Ég þoli ekki þessa samfélagslegu fordóma sem eru eilíft í gangi gagnvart þessari fjölskyldu tegund... Angry

Til dæmis;

 

Hvernig getur faðir verið "fáviti" fyrir að vera ekki nóg með barninu sínu þegar það er móðir barnsins sem setur hömlurnar?Gasp Sama hversu mikið föður langar að fá barn í heimsókn, fá að eyða með því tíma, fríum eða jafnvel bara mánuðum þá fær hann það ekki því að mamman "á" barnið og það er svo erfitt fyrir HANA að kveðja barnið sitt svona lengi! Kommon sko..eigingirnin holdi klædd!

Engin hugsar útí að það er barnið sem er aðaleikarinn...það er barnið sem að græðir á því að fá að umgangast báða foreldra sína þó svo það þurfi að sjá af þeim til skiptis. Ekkert barn bíður skaða af því að kveðja móður sína um tíma...ef við gefum okkur að internetsamband sé mögulegt...til þess að eyða tíma með föður sínum...ÞÓ það sé voða voða erfitt fyrir mömmuna að sjá af unganum sínum um stund.  Ég lofa!!

 

 

Þessu má hæglega snúa við...ég er ekki að LEYFA barnsföður mínum að vera með barnið SITT um jólin...heldur er það ofur eðlilegt að feðgar eyði tíma saman, öllum þeim tíma sem hægt er að koma við þegar fólk býr í 4 tíma fjarlægð hvort frá öðru...einfaldlega vegna þess að aðaleikarinn....BARNIÐ...græðir á því.  Wizard

Þó hann þurfi að sjá af mér og bræðrum sínum um jólin, og við af honum, þá er staða hans einfaldlega sú í þessari veröld að hann á þennan frábæra föður sem ekki býr með móður hans og mun eiga um ókomna tíð svo það er eins gott að leyfa honum að njóta þess besta frá báðum Heart frá upphafi svo að aldrei þurfi að koma til áfalls vegna þess að vera komin langt upp undir fermingaraldur þegar á að byrja að hafa samskipti við pabba því hann býr svo langt í burtu...úr svona aðstæðum þarf ekki að gera mál eða drama Cool...ef að við fullorðna fólkið í kringum börnin getum hegðað okkur eins og fólk upplifa börnin sinn raunveruleika einfaldlega svona...stundum er ég hjá mömmu...og stundum er ég hjá pabba. Grin

 


Baldur sonur minn og pabbi hans eiga hið besta samband sem hægt er miðað við gefnar aðstæður. En sem komið er, er ég mikilvægur milliliður milli þeirra feðga einfaldlega vegna þess að Baldur kann þetta ekki sjálfur ennþá InLove og þá verð ég bara að gjöra svo vel að fatta það að þetta snýst EKKERT um mig....og ALLT um Baldur...hann á þennann pabba...þetta er eini pabbinn hans...ég valdi að eiga barn með þessum manni  og þá er eins gott fyrir mig að fara ekki að breytast í fávita og ætla að vera saklausum syni mínum þrándur í götu í samskiptum við pabba sinn! Gasp

Það mun koma að því að þeir feðgar geta átt samskipti án þess að ég þurfi að kveikja á tölvunni fyrir guttann...eða slá inn númerið í símann...og þá líka...þarf maður að hafa vit á því að leyfa þeim að eiga það í friði en vera ekki að troða sér og sínu inní einkasamskipti föður og sonar. Whistling

 

 

Prófið að taka eigin óskir, rugl, fordóma, drama, skoðanir, særindi og hagsmuni ÚTFYRIR jöfnuna og koma því inní hausinn á ykkur að svo lengi sem að hitt foreldri barnsins getur hugsað sómasamlega um það...og þá á ég við fæði og húsaskjól...og virt mannréttindi þess...semsagt ekki beitt það ofbeldi....þá MÁ EKKI STANDA Í VEGI FYRIR SAMSKIPTUM FORELDRA OG BARNA!!  Angry

Það er ekkert nema eigingirni og kvikindsskapur í garð eigin barna að gerast sekur um slíkt!!  og ENGIN ástæða nema lögbrot gagnvart barni réttlæta slíkar gjörðir.....ENGIN!

 OG það kemur manni ekki við sem HINU foreldrinu hvað barnið gerir með pabba/mömmu...svo lengi sem að lögbrot er ekki að eiga sér stað....það eina sem að kemur okkur við og er 100% á okkar ábyrgð sem það foreldri sem að barnið býr hjá er að stuðla að því með ÖLLUM ráðum að barnið okkar fái eins mörg tækifæri til samskipta við hitt foreldri sitt og mögulegt.

 

Hana nú og over and out....og hegðið ykkur svo eins og fólk og hættið að hampa góðum feðrum, "kóa" með  mæðrum sem nota börnin sín sem spilapeninga og hneykslast á mæðrum sem standa ekki í vegi fyrir feðrum barna sinna!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Já og það eru verðlaun í boði fyrir þá sem ná að lesa alla leið í gegnum þessa færslu og "kontrubjúta" eitthvað í umræðuna...

Birna Eik Benediktsdóttir, 28.11.2008 kl. 18:52

2 identicon

Held þú þurfir eitthvað að skoða fólk sem þú umgengst ef það metur ekki pabba og mömmur til jafns....skrýtið fólk...mjööög skrýtið fólk!!!..eða kannski á þetta fók ekki feður, bara bitrar verkamanna-mömmur...eða hvað?? ertu í alvöru að afsaka það að hann Baldur á pabba sem VILL eiga hann?????? ég á ekki til orð.....mér finnst hitt skrýtnara..pabbar sem vilja ekki eiga börnin sín..þeir eru drulluhalar og aumingjar í mínum huga.......svo annað þegar barnið er farið með pabba sínum þá AUÐVITAÐ grenjar maður í koddannnn sinnnnn en það er bara allt í lagi......over and out e.

Ella dk (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 20:15

3 identicon

var ekki alveg búin.....og að auki þegar pabbar eru með börnin sín þá kemur mömmunum ekkert við hvað þeir bralla með börnin eða án þeirra...það er að segja að pabbar hafa fullkomið leyfi, alveg eins og mömmurnar til að fá pass fyrir börnin sín ef á þarf að halda.....þröngsýnar og illagefnar konur og jafnvel illgjarnar halda að þegar pabbi er með barn þá á hann BARA að vera með barnið, ef hann setur það í pass þá er hann bara óhæfur!! HVAÐ er það???? Ég skammast mín fyrir hönd kvenna þegar þær láta svona heimskulega...viðhalda einhverri löngu löngu dauðri mýtu um að mæður séu eitthvað betri uppalendur en pabbar!!!! það er nefnilega þannig að í víðu samhengi þá eru pabbar oftar betri uppalendur því þeir sem kallar geta bara gert eitt í einu....það er að segja þegar þeir sinna barni sínu, þá gera þeir bara það.......þegar móðir sinnir barni sínu þá setur hún í þvottavélina-uppþvottavélina-þurrkarann-ryksugar og bakar á ,,meðan,,.....hvort haldið að sé betra fyrir barnið???? með kveðju Ella frænka sem á 6 börn, ýmsaútgáfu af feðrum og kiddar sjálfa sig ekkert með að halda að mæður séu betri en pabbar!!!!!!

Ella dk (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 20:47

4 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Frábær punktur Ella :O)    Því má bæta við þarna að áður en Baldur fór fyrst með pabba sínum til Danmerkur 13 mánaða, hafði hann farið einn með honum til Kaupmannahafnar....sem er mjög langt frá þar sem við bjuggum...svo hann var ekki nema kornabarn þegar þeir feðgar áttu fyrst helgi saman.   Og lifðu þeir báðir af....merkilegt nokk hehehe

Birna Eik Benediktsdóttir, 28.11.2008 kl. 21:14

5 identicon

þú ert frábær Birna!

ég þekki eina fjölskyldu sem mér fannst spes til að byrja með: maður og kona eignuðust saman strák, þau eru voða ólík og hættu saman, núna (næstum 20 árum seinna) eiga bæði nýja maka, konan á 3 ára gutta með sínum manni og pabbinn fékk tvo verðandi unglinga í kaupbæti með sinni konu. þarna eru allir vinir, unglingarnir passa litla guttann og allir mæta í kaffi á laugardögum, með öll börnin - þetta fólk ákvað til að byrja með að strákurinn væri aðal, ekki þau - en núna eru þau öll rík, sérstaklega krakkarnir... 

Kristín (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 22:34

6 identicon

Má til með að taka þátt hérna því það er alltaf gaman að eiga orðaskipti um mál sem maður hefur áhuga á. Normið er auðvitað það hjá foreldrum að allt gangi upp og börnin séu númer 1, 2 og 3 í svona málum. En þeir sem vita ekki betur, annað hvort þar sem báðir foreldrar búa með barninu eða þeir sem eiga ekki börn, standa yfirleitt (ekki alltaf) klárir á því að pabbinn sé bara kostur númer tvö, sloppy second.

Ég man eftir einu atviki, viðtali í Vikunni (sem ég er að sjálfsögðu dyggur lesandi að líkt og gestgjafanum og Bo Bedre og álíka karlmannlegum blöðum) fyrir ekkert svo mörgum árum síðan þar sem rætt var við einstæðan föður eins eða tveggja barna. Hann var ekki einstæðu by choice minnir mig heldur lést barnsmóðir hans að ég held. En samfélaginu fannst samt rökrétt að hann fengi hjálp frá féló, þ.e. húshjálp, fyrir barnið/börnin þar sem hann var jú einstæður faðir. Það held ég að ríkið væri löngu farið á hausinn ef slíku fyrirkomulagi væri komið á fyrir einstæðar mæður sem einhverra hluta vegna fá ekki hjálp frá föðurnum til handa barninu.

En þetta með feður og jafnrétti er mér hugleikið mál þar sem ég á jú börn sem ég hef fínasta samband við þrátt fyrir vankanta á sambandi við aðra barnsmóður mína en eftir fremsta megni er það látið skeika að sköpuðu. (Ég held að ég hafi látið setningu meika sens sem endar á orðasambandinu skeika að sköpuðu, það er eitthvað nördalega kúl við það). 

Róbert J (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 23:41

7 identicon

Gaman að því að þú sért á þessari skoðun Birna og hafir hátt. Hvernig er með hin börnin þín?
Af hverju leifirðu þeim ekki að hafa samband við sinn föður og vera hjá honum yfir jólin einu sinni?

Spurning um að líta í eigin barm, veit ekki betur en að hann sé búin að vera að berjast fyrir því.

IJ. (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 00:36

8 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Vá...gaman að fá alvöru skoðanaskipti...þó svo að sumt sé auðvitað þess eðlis að það sé rætt í einrúmi en ekki á opnum vef    Nú veit ég ekki hver þú (IJ.) ert eða hvað þú þekkir til, og veit ég því ekkert um það hvort ég eigi að vera að eyða púðri í að fullvissa þig um eitt eða neitt sem viðkemur mér eða mínum ormum...og þeirra feðrum  

En...get ég þó sagt, að engum ólöstuðum að samband þeirra feðga, semsagt eldri sona minna og föður þeirra er loksins að taka við sér þetta árið og þær hömlur, ef hömlur mætti kalla, sem hafa verið á samskiptum þeirra hafa verið af afar góðum og gildum ástæðum, því má heldur ekki gleyma að það er ekkert til sem heitir hömlur, þegar ekki er sóst eftir umgengni.

 Jól hafa aldrei nokkurn tímann verið borin upp í neinu samhengi í neinum samræðum um eldri syni mína, svo ég verð að játa að ég þekki ekki til nokkurs barnings af neins hálfu í sambandi við jólahald með þeim, eða hreinlega barnings yfir höfuð í þessu samhengi...barningur hlýtur að verða að vera öllum hlutaðeigandi ljós til þess að geta kallast barningur.

Nú gæti ég farið þá leið að eyða þessari athugasemd, sem rituð er undir nafnleysi og vanþekkingu á aðstæðum, en ég held að það sé bara allt í lagi að það sjáist að það sjá ekki allir hlutina eins, og oft eru fordómar....já ég vel að kalla þetta fordóma....byggðir á vanþekkingu á fólki og aðstæðum.

Ímyndaðu þér kæri/a IJ  að ef að ég væri reið kona, þá gæti athugasemd eins og þín sett samskipti mín við föðurfólk sona minna í baklás...því að fólk er oft viðkvæmt þegar kemur að börnunm þeirra.  Ég ætla þó að velja að láta ekki nafnlausa athugasemd frá einhvejrum sem greinilega þekkir ekki til skemma meira fyrir sonum mínum en þegar hefur verið gert, ég vel líka að trúa þvi að þetta sé langt frá því að vera frá föðurnum sjálfum eða hans nánustu komið.

Til þeirra sem ekkert þekkja til vill ég koma á framfæri til þess að taka af allan vafa og koma í veg fyrir sleggjudóma í garð föðurfjölskyldunnar að fjölskylda eldri sona minna er skipuð yndislegu fólki sem hefur alla tíð átt sinn hlut í þessum ormum og hafa þau reynst drengjunum frábærlega í gegnum tíðina, og hef ég fulla trú á því að þeir feðgar geti unnið upp tapaðan tíma ef að vinna og áhugi eru lögð í það.

Annars langar mig að koma þeirri ábendingu til skila til IJ og ef til vill annarra sem telja sig hafa eitthvað til málanna að leggja sem ef til vill ætti heima annars staðar en á opnum vef...að hafa samband við mig í tölvupósti frekar en að henda inn nafnlausri athugasemd á blogg  

Skítkast á bloggi er ekki töff

Birna Eik Benediktsdóttir, 29.11.2008 kl. 09:47

9 identicon

Veistu Birna I salut you eða hvernig sem það er skrifað.

Vildi svoleiðis óska þess að fleirri foreldrar væru svona hugsandi gangvart börnum sínum eins og þú og barnsfaðir þinn eruð.

Bara ef sysir mín og barnsfaðir hennar myndu hugsa helminginn af þessu um börnin sín, þá hefði líf barnanna verið svo mikið betra. Ég sé ekki betur en svo að þú sért rosa góð mamma, og mér finnst mjög asnalegt af fólki (hvort sem það þekkir aðstæður eður ei) að senda svona athugasemdir inn á opinn veg. En þetta er mín skoðun.

Birna, þú stendur þig mjög vel í móðurhlutverkinu og að sjálfsögðu er í lagi að ormarnir manns eyði hátíðum með feðrum sínum líka.

Jórunn (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:44

10 identicon

ææææ...ij ..taumlaus fyndin athugasemd..ij er greinilega algjörlega laus við að þekkja til mála...eiginlega svona krúttlega-heimskuleg hehehe...pottþétt skrifað af kvennmanni!! you go girl ...

Ella frænka (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:48

11 identicon

Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk er að troða sér inn í mál sem það þekkir ekki. Og kýs að fara blindandi beint í deiluvinkilinn. Þetta verður nefnilega stundum til þess að viðkvæm mál sem eru loksins að finna sér farveg smelli í baklás engum til góða og þau sem fara verst út úr því eru blessuð börnin. Samkomulag um samveru með börnum á að vera milli forráðamanna/foreldra barnanna með hagsmuni barnanna fyrir brjósti ekki tilfinninga forráðamanna/foreldra sama hversu sárt það er. Og þegar annað foreldrið heldur að það sé að vinna hitt í deilunni þá er börnin að tapa því þá hafa hagsmunir barnanna gleymst.

Stefnir Benediktsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 15:02

12 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Alvarlega góður punktur hjá þér Stefnir........bæði sá um utanað komandi sem hella sér beint í hringiðu mála, og sá um að fólk verður að muna að samvera foreldra og barna má aldrei fara að snúast um að "vinna" hitt foreldrið......því þá tapa aðalleikararnir

Birna Eik Benediktsdóttir, 29.11.2008 kl. 15:06

13 identicon

Snilldar færsla og svo rétt, eldri stelpan mín var í fyrra um jólin hjá pabba sínum og ég fékk einmitt þær spurningar hvernig meikarðu að láta hana frá þér um jólin, ætlarðu að leyfa henni að vera hjá pabba sínum um jólin. EN það er akkúrat málið ég að meika hvað ég er að hugsa um hana og afhverju á hún ekki að vera yfir jólin hjá pabba sínum eins og hjá mér hún á bæði fjölskyldu með mér mömmu sinni og með pabba sínum. Og sem betur fer hafa samkskiptin milli allra alltaf verið góð enda höfum við foreldrarnir sem og stjúpforeldrarnir hugsað um það fyrst og fremst hvað sé best fyrir barnið. Gangi þér vel sæta mín auðvitað verða jólin samt tómleg þegar litla bolla er ekki með en hann er þá bara að gleðja aðra og skemmta sér.

Lúvísan (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 15:58

14 identicon

Börnin mín verða hjá pabba sínum á aðfangadag, þar sem ég hef þau um áramótin. Verður tómlegt en eins og þú segir svo réttilega þá snýst þetta ekki um okkur heldur börnin. Alltaf gaman að skoða bloggið hjá þér stelpa, kíki á hverjum degi, stundum hlátur og stundum pælingar. Ástarkveðjur frá klakanum Eyrún

Eyrún (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 12:39

15 identicon

heyr heyr Birna!! Svona tekur fullorðið vitiborið fólk á málunum...    bara ef allar ungar mæður væru eins og þú :)

Elín Guðlaug Hólmarsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 00:48

16 identicon

Æj hvað ég er stolt af þér Birna mín Það sem skiptir máli eru börnin og hvernig að þeim líður! Vildi óska þess að það væru fleiri með þessa hugsun....styð þig/ykkur í þessu og ekki vera að hugsa um hvað öðrum finnst! Hugsa oft til þín duglega kona kv.Sonja

Sonja Karls (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband