Gleðilegt nýtt ár :O)

 

Jújú....árið komiðWizard

 

Stóra familían mín átti frábær áramót, en þó öll í sitthvoru lagi LoL  Baldur litli naut sín í faðmi föðurfjölskyldu sinnar í Kaupmannahöfn og var hann MJÖG glaður með flugeldana á  miðnætti Police  Eyþór og Benni nutu sín í faðmi sinnar föðurfjölskyldu í Reykjavík og fékk þeirra innra sprengjuvargaeðli einnig að njóta sín í góðu yfirlæti. Ég og litli jón  nutum kvöldsins framan af með einni af mínum eðalsystrum og hennar fólki og einum af mínum eðalbræðrum og hans fólki, en fluttum okkur svo um set ásamt nokkrum öðrum til þess að skemmta okkur í faðmi hinnar familíunnar fram á morgun...nefninlega Keilisfamilíunnar Grin   

Þar var komin frábær samtíningur af fólki og þegar ég fór heim meðal þeirra fyrstu var klukkan farin að ganga 7 um morgun Shocking

 

Svo það má með sanni segja að familían hafi verið dreifð þessi jól og áramót, en svona er það víst þegar börnin eiga fjölskyldur  hér og þar sem þau vilja njóta líka InLove  ég er samt strax farin að hlakka til næstu jóla þegar við verðum  bara öll saman heima hjá okkur Smile

 

Nýja árið er að byrja með stæl. Maður byrjar á að þakka fyrir stóráfallalaust ár og áramót og sem stenudr er ég að losa mig við ritgerðir dauðans hingað og þangað til Danmerkur og er byrjuð að læra fyrir próf. Litli jón er bara þessi líka indælis leigjandi. Hann vill ekki malt og eitthvað smotterí í viðbót... Sick en flest virðist bara vera nokk í lagi og semur okkur vel enn sem komið er Heart

Nú eru bara 12 dagar þangað til við förum heim og knúsum feita pjakkinn okkar og um að gera að halda sér uppteknum svo maður skæli ekki í koddann sinn af söknuði uppá hvern dag Joyful  Þetta er lengsta tímabil sem hann hefur eytt í einu hjá pabba sínum og fyrir mína parta er þetta orðið vel langt, en guttinn er vígreifur og nýtur sín baðaður í athygli svo maður ætti víst ekki að kvarta Blush

 

Knúsið hvert annað og þakkið fyrir þá traustu vini sem þið eigið.....god knows I do Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband