Jæja....löööööng færsla

 

Ég hef staðið á haus undanfarið við ýmsa gjörninga svo nú er loksins komin tími á almennilega skýrslu Smile

 

Lífið heldur áfram.....fundur með talepædagog í næstu viku og háls, nef og eyrnalæknir líka.  Nú á að komast að því hvað velur einkatungumálanotkun Baldurs, er það eitthvað sem hann þarf aðstoð með.....eða er hann bara svona fyndin týpa Tounge

 

Eyþór heldur áfram að standa sig eins og hetja í skólanum (eitthvað sem mamman mætti kannski taka til fyrirmyndar WhistlingEn það virðist sama hversu vel guttinn stendur sig ekki skal honum hleypt inní bekk eða til samfélags við önnur börn svo mamma frekja er búin að involvera skólayfirvöld kommúnunar í þetta mál því aðstæðurnar sem skólinn býr drengnum eru með öllu óviðunandi GetLost  Við Eyþór pössum okkur samt að vera jákvæð og nota orkuna í að gera skemmtilega hluti eftir skóla og um helgar í stað þess að eyða henni í gagnslaust raus við nefndarsjúka dani Shocking   (smá þreytt á þessu...heyrist það?) 

 

 Svo fór ég á foreldrafund með kennaranum hans Benna....sem góðlátlega benti mér á það að drengurinn stamar.....ég, þó ótrúlegt sé, veit það.  Shocking    Og ég sagði kennaranum að við værum vel kunnug stami, Eyþór stamaði í nærri 4 ár og ég stamaði líka á álagstímabilum sem barn svo ég og mín familía erum búin að lesa okkur til alveg út og suður um stam, hvað orsakar það og hvernig er best að taka á því.........eftir að ég lauk máli mínu sem tók um það bil mínútu eða tvær.....horfði kennarinn á mig eins og ég hefði bara verið að geispa...og hélt áfram að útskýra fyrir mér hvað stam er........GetLost   

 

Ég hefði semsagt alveg eins getað sleppt því að vera á þessum fundi og sent 12 ára frænda minn í staðin, svo mikið hafi nærvera mín að segja Shocking.....svo að ég...mamman sem er búin að lesa um og díla við stam síðan Eyþór var tæplega tveggja ára....fór heim með þriggja síðna danskan bækling um stam og ljósritað blað um leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig ber að styða börn sem stama......og þar með tékkaði ég mig út....og kommúnuna inn Cool    Lítill tilgangur í því að ræða við fólk sem er búið að ákveða fyrirfram að það ætli að tala til manns, en ekki við mann. Shocking    

Ég fékk mér til mikils léttist að heyra það hjá yfirmanni skólamála í kommúnunni að svona mál væru ekki einsdæmi í þessum skóla Wink

 

Svo það er nóg að kljást við á barnaskólafrontinu, þrátt fyrir að börnin séu eins og englar bæði þar og heima InLove  

 

Litli Jón er ekki svo lítill lengur...ég er farin að finna hreyfingar enda byrja ég á 17. viku á morgun samkvæmt útreikningum.  Benedikt er farin að tala við litla krílið....og Eyþór hefur stöðugar áhyggjur af næringu þess...."mamma, síast þetta frá" spyr hann stöðugt ef ég læt eitthvað ofaní mig sem ekki gæti talist til heilsufæðis...við erum nefninlega búin að ræða að það er fylgja hjá barninu sem síar í burtu öll eiturefni svo barnið fái bara góða næringu til að verða feitt og mjúkt Heart   Þetta er skemmtilegar pælingar hjá þeim bræðrum og ég hlakka rosalega til þegar spörkin fara að finnast utan á að geta leyft þeim að finna og pota Grin   

 Baldur sýnir þessu lítinn áhuga nema hvað hann er farin að pota í bumbuna á mér og reka svo upp hrossahlátur Grin

 

Ég er merkilega hress miðað við aldur og fyrri...og núverandi störf.  Þessi blanda af barni hentar mér greinilega ágætlega hehe LoL   ég finn þó að sjálfsögðu fyrir hinum og þessum meðgöngukvillum en engu sem er svo slæmt að það þurfi að skæla eitthvað mikið yfir því... í einu allavega Cool

 Hérna neðst fylgir svo mynd af litla Jóni (sem Dóran segir að sé stelpa) frá því fyrir tæpum mánuði...með ólíkindum hvað þetta gerist hratt InLove

Litli jón rúml. 12 vikur Þetta er ljósmynd tekin af sónarmynd svo gæðin eru keyra ekkert um þverbak, En þarna er vel hægt að koma auga á litla manneskju InLove  Sem lét öllum illum látum fyrir okkur Siggu í sónarnum Heart

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þessir kennarar þurfa alltaf að vera svo miklir besservissar og tala til fólks eins og það séu nemendur sínir. Þeir fatta ekki að fólk er skólagengið þótt að það hafi ekki verið í bekk hjá þeim og kunni kannski að lesa og afla sér upplýsinga sjálft.............Vonandi gengur vel með kommúnuna og að þetta fari fljótt að batna í skólanum fyrir strákana  kv jóna

Jóna.... (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 08:17

2 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Núna er bölvuð mamman orðin svo andskoti þver að það mun þurfa eitthvað mikið til að friða hana eftir þessar aðfarir hehehe

Birna Eik Benediktsdóttir, 26.2.2009 kl. 10:53

3 identicon

treysti einungis þér til að fella skóladæmið í danaríki ... nei, vonandi verður e-ð gera með þennan skóla þar sem þetta virðist vera venjan þar... halltu áfram að verða stór og feit

Anny Jakobina Jakobsdottir (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 2990

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband