13.5.2009 | 21:07
Óléttar konur geisla........
Hverjum datt þetta rugl í hug? Örugglega einhverjum sem hefur aldrei verið óléttur
Ég get allavega sagt ykkur það ef ef að ég geisla eitthvað þessa dagana þá er það bara vegna þess að ég er yfirleitt rennandi sveitt (djúsí, ég veit) Ég er yfirleitt á fullu alla daga, rek stórt heimili er mjög líkamlega virk sem og upptekin af lífinu utan heimilisins....og það er bara ekki séns í helvíti að ég komi til dæmis ekki sveitt inn úr dyrunum eftir verslunarferð í Netto með 3 börn, á hjóli, í 20 stiga hita á 28. viku meðgöngu....Þetta er bara ein af þessum mýtum sem búið er að ljúga að konum svo þær láti hafa sig útí þetta......(brjóstaþoka er svo ástæðan fyrir því að við eigum fleiri en eitt barn haha)
Kannski er þessi speki runnin undan rifjum sama aðila og þeim sem datt í hug að kalla ógleði á meðgöngu morgunógleði......hvaða rosa auglýsingatrikk er það? Það hefur allavega tekist svo vel að ef að konum er óglatt lengur en fram undir hádegi telja þær sig vera alvarlega veikar....ekki bara óléttar
Í sömu ætt er að konur truflist á geði á meðgöngu....og að það sé bara í lagi! Víst þekki ég enga konu sem ekki hefur fundið fyrir því að hún er viðkvæmari í skapi....viðkvæmari fyrir skapsveiflum sem og tilfinningum á meðgöngu......en það er bara eitthvað allt annað en að nota hormónaframleiðslu þungaðrar konu sem réttlætingu á hvaða framferði sem er Vitandi það að maður ER óléttur......og ER viðkvæmur ætti maður einmitt að hugsa sig um tvisvar...því maður ÆTTI að vita að maður bregst ef til vill öfgafullt við umhverfinu.
So to sum it up...við geislum ekki, við erum sveittar og glönsum vegna þess.......meðgönguógleði kemur EKKI bara á morgnanna......og þungun er EKKI afsökun fyrir ósæmilegu framferði.
Ætlaði að fara útí fæðingar og meira djúsí en þá sagðist Dóran ekki myndu þora að lesa
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehehe góður pistill!
Hulda (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:18
hahah mikið til í þessu hjá þér! er en að leita að þessari útgeislun sem maður á að "þjást" af þegar maður er ófrískur.. þá er ég komin með staðfestingu á því að það eru bara svitadroparnir á enninu!
Jóna Heiða (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:36
þegar allir segja að ég geisli, er þá bara verið að segja að ég sé sveitt og sóðaleg

anny (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.