Litli Jón í draumalandi

 

Eitt af þeim atriðum sem er ekki gróusaga um  meðgöngu er hvað mann dreymir oft brjálæðislega drauma....

 

 Núna í nótt dreymdi mig að ég væri fyrir norðan hjá gamla settinu mínu....en samt ekki í þeirra húsi. Ég átti kærasta sem var ljóshærður, sem er só far from it,  og fór með honum í ræktina á mótorhjóli en við vorum alltaf að stoppa á leiðinni til að kela LoL.......og ég var kasólétt. 

 

Svo sátum við ansi mörg í sjónvarpskróknum (alveg eins og þeim sem var í Hvammi í gamla daga) og ég fór að fá hríðir....og átti drenginn svo bara þarna yfir sjónvarpinu nokkuð átakalaust. Þarna var fullt af fólki...en mest karlmenn...Sigga var þó þarna líka. Gimsi var frammi í stofu að læra með einhvejru öðru fólki sem ég þekkti líka en sýndi þessu eitthvað lítinn áhuga.

Ég kláraði bara að fæða barnið og mamma mín tók hann og klæddi hann og ég tilkynnti hvað hann ætti að heita....nafnið fannst mömmu minni afleitt því það væri svo líkt einhverju sem einhver frændi barnsins héti...

 

Það fékk eitthvað lítið á mig að fæða þetta barn þar sem ég bara fór út í göngutúr með kærastanum og svona...og kom svo inn seinna eftir helling kelerí úti á tröppum og mamma var bara með drenginn fyrir framan sjónvarpið.  Mér fannst ég ekkert þekkja á honum svipinn og fnanst hann satt best að segja alveg agalega ófríður en þegar pabbi hans kom og kíkti á hann sagðist hann þekkja svipinn...hann væri nefninlega alveg eins og mágur hans !  flisss LoL

 

Það sem stakk mig mest við litla drenginn var þó hvað hann var vel tenntur!  Með 4 framtennur í efri gómi og 2 niðri, og til viðbótar var hann líka með tvær aukaframtennur niður úr gómnum fyrir aftan framtennurnar uppi!   Ég ætlaði aldrei að þora að leggja barnið á brjóst með öll þessi verkfæri í munninum.....en gerði þó að lokum og það gekk eins og í sögu......

 

 Þegar þarna var komið kom mjúk feitabolla uppí rúm til mín og sagði...mjoggamat.....svo ég vaknaði og fór að fóðra stóðið og græja stóru strákana mína í sína fyrstu skátaútilegu Cool

 

Annars er bara júrópartý í kvöld og alle grier Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeminn...spes draumur Birna mín! Vona að ég nái að vera það heppin að vera með þegar að þetta gerist í alvörunni

Sigga (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 20:21

2 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Úff já.....ég get allavega fullvissað þig um það að ég mun ekki skilja barnið eftir í kæruleysi fyrir framan imbann með múttu og fara bara út í göngutúr......flisssss.....og barnið mun ekki hafa tennur........hehehe........og mér mun ekki finnast það ljótt....sama hversu krumpaður hann verður

Birna Eik Benediktsdóttir, 17.5.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband