Sumir dagar !

 

Í dag var einn af þessum dögum.... ég vakna hress og kát og fer með alla á sína staði...Baldur loksins að byrja hjá dagmömmunni aftur eftir þenna heila dag sem hann fékk með henni í þarsíðustu viku og sól og blíða úti.

 

Ég kom svo heim og ákvað að halda uppá friðinn með því að leggja mig.....en sem komið er gott og blessað.  Haldiði ekki að einhver hafi svo bara skipt um dag á meðan ég svaf!  Ég vakna með undarlegan doða í öðrum lófanum og fingrunum, dynjandi höfuðverk, sjóntruflanir og væga ógleði....ég ætla bara að athuga hvort þetta skáni ekki og fer að ráðum Ellu frænku og fer út og viðra mig soldið og drekk vatn og svona....en nei nei   ekkert virðist þetta ætla að fara.

 

Nú hef ég verið svo heppinn í gegnum  mínar meðgöngur að ég hef aldrei haft háan blóðþrýsting eða bjúg eða neitt því likt svo ég var hreinlega ekki viss hvort þetta væri eitthvða sem þyrfti að athuga eitthvað frekar...ég ætla þá bara ða hringja í heimilislækninn....en síminn hjá honum var lokaður...ég hringi þá í ljósmæðurnar hérna í Odense....en síminn hjá þeim er bara opin á milli 8 og 10 á morgnanna....ég hringi þá uppá fæðingardeild og fæ svolitlar skammir fyrir það...það er ekki rétt boðleið, maður á að hafa samband við sinn eigin lækni fyrst og vera vísað til þeirra...ég fékk þó að tala við ljósu sem sagði mér að hundskast uppettir eigi síðar en núna strax því þetta geti verið merki um bráðameðgöngueitrun Pouty ........ konur þurfa ss ekki að vera með bjúg og háþrýsting til þess að geta fengið þessa blessuðu eitrun.

 

 

Þarna var klukkan orðin 3 um eftirmiðdaginn svo ég sá að ég gæti ekki annað en tekið litlu mennina mína með mér og hóf því þann unað sem það er að fara og sækja börnin....hundveik og ræfilsleg Sick   þess má geta til gamans að það er vatnsþema í gangi í skólanum hjá strákunum og er því alltaf allt blautt og miður geðslegt og fékk ég að skemmta mér við að hirða þetta allt saman og mættum við svo fylktu liði uppá deild.

 

Þar var mér auðvitað skellt í mónitor...sem er það leiðinlegasta sem er til í heiminum....maður er bara tengdur við vél...og getur ekki hreyft sig....sem er ekkert æðis með Baldur hressan með sér Shocking

Hjartslátturinn hans Litla Jóns var svolítið  ör en samt jafn svo það er í lagi, en þeim leist ekki alveg á hversu sterkir samdrættirnir eru....alveg uppí 100 (svona fyrir ykkur sem þekkið þetta) en þá eru þeir farnir að valda svolitlum óþægindum.

 

 

Eftir að ég var búin að liggja í þessari græju í um það bil hálftíma ÞÁ var tekið blóð til þess að athuga starfsemi innri líffæra. Meðgöngueitrun er víst eitthvað sem byrjar í lifur og auknu próteini í henni....eða eitthvað í þá áttina....Blóðtakan gekk ekkert svakalega vel því Baldur vildi svo mikið  kúra hjá mömmu sinni.....og láta hlusta á litla barnið sem er víst í maganum á honum Tounge 

 

 En það hafðist með 2 stungum og töluverðum tíma....en þá fékk ég að vita að við myndum þurfa að bíða eftir niðurstöðunum  úr blóðprufunum líka....og ennþá hafði ég ekki fengið neitt við höfuðverknum......og ég var farin að verða svöng.   Klukkan var líka orðin 5 svo ég hringdi í Dagnýju og bað hana að redda mér þó ekki væri nema um eitt barn og koma og hirða af mér Baldur...svona þar sem hann er duglegastur hehe.  Hún taldi það ekki eftir sér og var Baldur sem betur fer í góðu yfirlæti hjá henni og Valda það sem eftir lifði kvöldsins.

 

 

Þá var nú komið að því að ég ætlaði að senda stóru guttana í sjálfsalana að kaupa sér smá snarl....sem sagt eftir að við vorum laus við skæruliðann...en þá komumst við að því að búið var að stela helvítis veskinu mínu!!!!!  Svo við vorum peningalaus ofan á allt saman Crying

 

Ég gerði dauðaleit og lét leita allstaðar á hæðinni...í öllum upplýsingum og í aðalupplýsingum og alles...en neinei...sá sem hefur hirt það hefur ekki gert það til þess að skila því inn...þar fór 800 kall og öll kort heimilisins Errm Þegar Eyþór fór svo að gráta úr hungri og höfuðverk ákvað ég að fara bara heim og fóðra börnin og koma þeim í háttinn.....þá var klukkan líka að detta í hálf átta...OG við áttum eftir að taka krókinn heim til Dagnýjar og Valda til þess að sækja litla dýrið....ég var auðvitað orðin svo svöng þarna að ég gat með engu móti svarað ljósunni þegar hún spurði mig hvort mig svimaðí ennþá.....auðvitað svimaði mig...ég var næringarlaus! (algert flashbakk í fyrri meðgöngur!)

 

 

Svo ég fór heim gegn læknisráði og sagði þeim bara að þær yrðu að hringja í mig þegar þessar niðurstöður kæmu, ég yrðu að sinna þessum börnum...bæði fæddum og ófæddum með því að fóðra okkur og lagði því af stað að sækja krúttmund......þegar við erum hálfnuð þangað ælir  Eyþór.....ójá....hann er þó svo snar þetta litla grey að hann náði að æla útum gluggann...en ég hentist út á miðjum ljósum til þess að halda um lítið ennið og styðja litla manninn þar sem hann hékk hálfur útum gluggann og ældi lungum og lifur....danir sjálfum sér samir stoppuðu umvörpum til þess að athuga hvort þunguðu konuna vantaði einhverja aðstoð...en þar sem ég stóð með dynjandi höfuðverk frá helvíti, og bullandi svima og kúgaðist eins og ég ætti lífið af leysa yfir þessum herlegheitum að reyna að styðja við Eyþór greyið, varð eitthvað lítið um málefnaleg svör...heldur bara brosti ég....eða reyndi.....og sagði nej tak.

 

Þegar við loksins náðum á áfangastað fengum við að vita að Baldur var bara hamingusamur hjá Valda og hafði verið fínn og góður allan tíman, sem var þó bót í máli...en hann varð samt að syngja alla leiðina heim, mér og Eyþóri til mikillar gleði Shocking     Gerð voru nokkru ælustopp á leiðinni heim en kom þó einungis æla í einu þeirra

 

 

Við hrundum svo inn heima hjá okkur og Baldur fór beint í rúmið og fann móðir hans til innilegs þakklætis fyrir það að hann var búin að borða kvöldmat...Eyþór og Benni fengu kornfleks í kvöldmatinn og ég er ennþá að reyna að koma einhverju niður sem ekki leitar strax upp aftur...og ætti svo kannski að hringja í lögguna og tilkynna þennan stuld!...Svona þegar ég er farin að geta séð eitthvað af viti   (ábyrgðarfullt að senda næringarlausa ólétta konu út að keyra í stórborg með 3 börn í bílnum!! )

 

Núna vill ég  meina að ég eigi að vinna í lottóinu eða eitthvað....svona til að jafna metin Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Já og gleymdi því inn í söguna að á leiðinni á sjúkrahúsið tókst Baldri að klína tyggjói....í HÁRIÐ á sér....útum allan haus      Og mætti ég því með barnið á spítalann með stórar brúnar klessur í hárinu.......það var æði....aðalega þar sem að ekki var fræðilegur möguleiki á því að ég hefði lífeðlisfræðilega möguleika á því að snoða hann þegar við komum heim....svo það þarf að bíða morguns.

Birna Eik Benediktsdóttir, 18.5.2009 kl. 19:34

2 identicon

díses,

hefðir átt að tilkynna stuldinn uppá sjúkrahúsi, deffinatlí að tilkynna það löggunni

Dagmar Iris (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 19:36

3 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Er ég of sein í það núna?

Birna Eik Benediktsdóttir, 18.5.2009 kl. 19:52

4 identicon

Hræðilegt að lesa þetta, eru komnar niðurstöður úr blóðprufunni?

Jóhanna Elísa (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 19:54

5 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Vó frænka, hvenær kemur ævisagan "börnin og baslið" og kvikmyndin "ólétt í neyð" - Vonandi er allt í lagi með þig og Litla Jón - knús frá okkur í Álftamýrinni

Elín Sigurðardóttir, 18.5.2009 kl. 20:04

6 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

HAHAHA    ég bara verð að fá gerða um mig mynd....sem sýnd verður á rúv.....um 8 barna móður sem er að missa bóndabæinn sinn (jón Gnarr)

 En það er ekkert komið ennþá...ég bara bíð bið símann...og nýt ljósasýningarinnar fyrir augunum

Birna Eik Benediktsdóttir, 18.5.2009 kl. 20:07

7 identicon

anny (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 20:40

8 identicon

Já já góða mín .....HVA er sunnudagur í þýskalandi...hehehehhe bara aðeins til að létta lund þína....en þú getur náttúrulega ekki lesið þetta þar sem að það dansar allt fyrir augunum á þér.....En vonandi er þér farið að líða betur og að það sé komið eitthvað útúr þessum rannsóknum...vonum hið besta....Knús

Jóna (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 20:49

9 identicon

ussssssssssss þú átt algjörlega skilið KNÚS

Harpa (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 21:21

10 identicon

Já....sumir fá Amor í heimsókn...en ég er alveg viss um að það sé lítill djöfull sem flækst til himna, notar hornin til að halda uppi geislabaugnum og nýtir hvert tækifæri í það að gera þér lífið leitt...þetta er ekki eðlilegt, svona ofaná allt hitt sem fær ekki að líta dagsins ljós á blogginu þínu.

Risa "kys och kram" til þín Birna mín

Sigga (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 21:45

11 identicon

Þetta er "ævintýraleg" saga og ekki fyrir nema hetjur að afreka.

Það hefur verið gott að koma heim trúi ég.Er allt í lagi með

sveininn unga og heilsu þína?Það verður gott að koma og

sjá ykkur öll,,,bæði fædd og ófædd og mundu!

Láttu mig vita ef það er eitthvað spes sem þú villt að ég komi með

Það er alveg glimrandi vor hjá okkur og ég held að það sé komið sumar!!

10 til 20 stiga hiti,sól og heiður himinn,hvað vill maður hafa það betra.

Ég er hress og líður vel.Klukkan er nákvæmlega 7.34 ég sé það hér á

tölvunni minni og ég er búin að opna út á svlir og ætla að hella á könnuna

handa mér.Bjarni var að koma af næturvakt,henti sér í sturtu og í bólið að sofa

og ég ætla að velja hann kl: 16 í dag.ég er að fara til augnlæknis á eftir og ekki vegna

þess að ég þurfi þess nauðsynlega eða að það sé eitthvað að,nei,nei ég er bara orðin

leið á glegaugunum mínum og ætla að fá mér ný,,,,smá hégómi. En, maður er alltaf með

þetta á andlitinu þetta er eins og maður væri alltaf í sömu peysunni

Hafðu það gott Birna mín og passaðu vel upp á þig.

Kveðja og knús frá

Möggu

Margrét Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband