26.5.2009 | 15:34
Bumbuhornið.
Ég á nú enga nýja mynd af bumbunni til þess að láta fylgja með þessum upplýsingum svo þið verðið bara að skrolla neðar á síðuna ef þið viljið sjá bumbu .....en...það eru smá fréttir
Mæðraskoðun nr 2 var semsagt í dag, það er óhætt að segja að þeir séu rólegir í þessu danirnir, vinkonur mínar heima sem eru komnar þetta í kringum 30 vikurnar eru velflestar búnar að fara 4 sinnum í skoðun!
En mér hentar þetta svosem ágætlega, finnst fátt eins leiðinlegt í rauninni og að mæta í þessar skoðanir....þetta er alltaf eins "nei ekkert í þvagi...fínn en heldur lágur þrýstingur...þú ert ekki að þyngjast nóg...barnið er sprækt...og þar fram eftir götunum.
En ég fékk þó smá áþreifanlegar upplýsingar núna, samkvæmt mati vegur litli kroppurinn núna rétt um 1400 grömm...það eru næstum heilar 3 merkur Ég hef þyngst um rúmt kíló...sem eru rúmar 2 merkur og er því sem fyrr, ekki að standa mig sem skyldi í þeim bransa en allt annað virðist fínt og flott. Pilturinn er komin í höfuðstöðu og komin langt ofan í grindina þó svo að hann sé óskorðaður enn svo nær engar líkur eru á því að hann nái að smella sér þaðan uppúr á næstu 10-11 vikum svo ég fæ líklega lítinn keiluhaus í fangið í ágúst
Hann semsagt stendur á haus, þetta litla kjánaprik....og snýst um sinn eigin öxul...ég finn litla botninn hreyfast og snúast og svo finn ég eftir því hvoru megin spörkin koma, í hvora áttina hann snýr.....í dag er hann að níðast á hægri hliðinni á mér...þá liggur botninn og bakið út til vinstri. Það er sérstök upplifun að ná taki á litlum fæti eða litlum botni svona innan í manni
En eitthvað hefur hann bardúsað drengurinn í fyrradag svo að það klemdist í mér taug þannig að ég sárfinn til í vinstri mjöðminni og niður allann bölvaðan fótlegginn. Ég vil nú meina að almennt séð sé ég hörkutól...en andskotinn hvað þetta er vont..það bara liggur við að ég grenji við að standa upp úr bílnum....og ég þori varla að reyna að hjóla
Þið vitið það sem þekkið mig best að ég hef verið að fara yfirum á aðgerðarleysi undanfarinna daga svo ekki er útlitið bjart fyrir ykkur sem þurfið að hlusta á barlóminn ef að bætist hreyfihömlun ofaní.....svo ég er á afneitaranum...denial is a powerful thing....og ætla bara samt!! Sjáum til hversu lengi það endist
Svona í blálokin mega endilega allir taka sér örskotstundu til þess að ákalla sína guði eða vættir, kyrja, biðja eða hugleiða fyrir honum Aroni litla sem varð fyrir bíl á uppstingingardag og senda honum og hans fólki góða strauma. Hann er sonur Hildar vinkonu og stjúpsonur Einars vinar okkar og er hugur okkar mest hjá þeim þessa dagana.
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.