Mistókst....

Að taka því rólega í dag.

 

Við vorum komin í sund um 10 leytið í morgun.....en þá vorum  við LÖÖÖNGU vöknuð því Baldur er svo æðislegur þessar vikurnar að vera að vakna kl 5 Shocking   Svo mér fannst vera komin eftirmiðdagur þegar við vorum komin í sundið.

 

Við vorum að prófa nýja laug sem ar alveg frábær miðað við danskan standard....en það þarf ss að borga auka ef maður vill fara ofan í hlýju laugina....sem er 34 gráður..og maður má bara vera í henni í hálftíma....ef maður gerir það ekki má maður bara vera í íííiíííísköldu lauginni...sem gerir varir á litlum mönnum bláar á öööörskammri stundu FootinMouth    En Eyþór sýndi tæra hetjutakta og stökk af háa brettinu sem er 3 metra hátt!!!!  Og Baldur trylltist á bakkanum úr spenningi....því hann langaði líka upp og hoppa ...óboj Wink    Eitthvað lítið vatnshræddir bræður....Benni er bara nógu varkár fyrir þá alla Wink

 

En við slógum þessu svo bara upp í kæruleysi þegar við vorum að skríða uppúr á hádegi og fengum okkur ís...og komum við í bakaríi á leiðinni heim og átum svo bollur og drukkum kókómjólk úti í steikjandi hita í garðinum ......svo kom loksins að því að Baldur legði sig Grin   Hljóma ég eins og þreytt mamma eða???

 

Eftirmiðdagurinn var tíðindalítill....ég ætlaði að taka myndir....en gleymdi því ....sorry Blush    Við lögðum stofuna undir púslverksmiðju þegar við vorum búin að fá aaaaaalveg nóg af sólinni í eftirmiðdaginn og erum að athuga hvort þessi milljón púsl sé öll heil eða hvað.....þetta er framhaldsverkefni hehe ....Svo tókst mér að brenna lasagne....hver vissi að það væri hægt?.....en jújú..þegar maður býr í dönsku húsi með gömlum ofni má mótið með matnum ekki vera of lágt niðri í ofninum.....engin blástur og þar af leiðandi brennt á botninum....en við skófum ofanaf og fengum okkur svo bara ávexti og gulrætur í eftirmat LoL

 

Næstu dagar verða líklega eitthvað á þessa leið.....sjóðheitir.....fullir af fjöri, ærslum og prakkarastrikum...(ég skrifa sko bara ekki prakkarastrikin......allavega ekki öll hehe)   Er s að spá í að leggja í dýragarðinn með strolluna á morgun....svo ég býst við þverrandi geðheilsu flisssss Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Eik Benediktsdóttir

Vá hvað þetta er tíðindalítil færsla haha.......lífið orðið svo rólegt að manni finnst draga til tíðinda ef upp kemur sundferð   Þýðir það að ég sé orðin gömul úthverfamamma?

Birna Eik Benediktsdóttir, 30.5.2009 kl. 20:04

2 Smámynd: Elín Sigurðardóttir

Kannast við þetta með ofninn, blástur hvað er það? Er með eldgamlan ofn frá 1963 með engu ljósi og engu gleri í hurðinni. Bara hægt að gelyma að baka kökur sem "falla" legar hurðinn er opnuð. Gengur ágætlega að gera lasagna samt. Bara smyrja formið extra vel og muna að hafa alltaf í miðjum ofni. Ég set líka oft ostinn yfir í restina þá verður hann gullinbrúnn í staðin fyrir svartur...alltaf hægt að aðlaga sig að aðstæðum og lúxus eins og blástursofnar, uppþvottavélar og flatskjáir er svo 2007...gangi þér vel frænka. Kveðja úr Álftamýrinni...

Elín Sigurðardóttir, 31.5.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband