Drengja-helgi :O)

 

Vá hvað þetta var skemmtileg og viðburðarík helgi Smile

 

Okkur var boðið í heimsókn til Helgu og Hjalta í Tarmi, boð sem að sjálfsögðu var þegið með þökkum. Helgin byrjaði á því að við komum við í Lególandi á leiðinni í Tarm til þess að sækja Helgu, heimasætuna í Tarmi, í vinnuna...það gekk ekki betur en svo að síminn minn strauk úr bílnum þegar Helga var að stíga inn Blush

 

Ég er nú ýmsu vön í símamálum...eins og flestir vita...og tók þessu með hinni stökustu ró....reyndar svo mikilli ró að ég fattaði ekki að síminn væri horfin fyrr en ég saknaði þess að hafa klukku um kvöldið þegar ég var að fara að sofa, ég hugsaði þá með mér að annað hvort lægi hann útí bíl undir sætunum........eins og hefur nú gerst áður (takk Einsi fyrir að finna hann þá), væri á götunni fyrir framan Hotel Legoland...eða þar inni í anddyrinu þar sem við lékum okkur á meðan við biðum eftir  Helgu Joyful

 

Ég ákvað bara að athuga með símann daginn eftir þegar við ætluðum hvort sem er að fara í lególand með strákastrolluna alla saman svo við bara lögðum okkur á okkar grænu eyru í orlofsíbúðinni góðu og fengum smá heimþrá þegar við heyrðum í hrossunum undir okkur LoL

orlofsíbúðin góða

 

Í bítið var vaknað og sturtað og borðað og nestað og græjað...og haldið í Lególand.  Ég með mína 3 og hálfan: Eyþór 8 ára, Benna 6 og hálfs árs, Baldur tæpra 3 ára og svo litla stýrið í bumbunni....Ella og Hjalti með sína 3: Gunnar 12 ára, Hákon tæpra 6 ára, Guðna tæpra 4 ára.....en Mattías litli fékk að vera  heima hjá Helgu stóru systur sem er 15 ára...enda bara 15 mánaða pjakkur.

 

Það fyrsta sem ég gerði var að athuga með símann...ég fann hann ótrúlegt en satt!  Hann hafði ekki verið slegin eins og síminn góði í Sonderborg (sem merkilegt nokk lifði sláttuvélina af, takk Gimsi fyrir að finna hann þá) eða þvegin eins og margir aðrir símar sem ég hef komist í...neinei...en það hafði verið keyrt yfir hann að minnsta kosti 5 sinnum of oft og leit hann því svona út...

leyfar símans

 

 Eða þetta voru semsagt þær leyfar sem ég gat kroppað uppúr malbikinu......úbs Blush

Ella er samt svo hugrökk að hún er búin að lána mér annan síma....og sim-kort..því hið gamla tapaði lífinu þarna einhversstaðar fyrir framan Hotel Legoland...svo ég er með nýtt númer.....í smástund, ég ætla að láta virkja hið gamla aftur ..... einhverntíman Blush

 

Annars var þetta mjög skemmtilegur og hressandi dagur...með alla þessa strákorma. Hjalti var með okkur fram eftir degi en þurfti svo að fara og sjá til þess að einhverjir danir fengju að borða í brúðkaupinu sínu á Hotel Legolandi svo við Ella frænka kláruðum túrin einar....eða eins einar og hægt er að vera með 6 stráka með sér LoL  

Frændur og Hjalti frændapabbi Frændur í röð að horfa á skrúðgöngu þrír með ís í Legolandi

Ég var alveg dauð þegar við komum heim og var voða fegin því að Guðlaug (hin frænkan sem býr í sveitinni í Tarm...systir Ellu) var búin að baka pizzur í liðið, svo það var hægt að fóðra, hátta og svæfa á nótæm.

 

Sunnudagurinn var líka tekin í útstáelsi...við fundum rosalega flottan skógarleikvöll í Velje og nú fékk Mattinn líka að koma með, svo þetta var föngulegur hópur íslenskra frænda sem skunduðu þarna um og léku sér InLove

 Borða, baða, hátta, svæfa rullan var svo tekin með stæl við heimkomu og var ég svo þreytt eftir helgina í gærkvöldi að ég nennti ekki neinu....ekki einusinni að blogga hehe Wink

 

Mikið frænkuspjall var tekið, sem og "mág" frændaspjall, einkahúmorinn þvílíkur að þeim er vorkun sem kemur ókunnur í hópin,  við hlógum okkur máttlaus yfir einleiknum "Pabbinn" (þarf að ræða  ekki ekki ekki ekki ekki ekki atriðið HAHA ) LoL

 

 

Ég nánast gleymdi myndavélinni ALVEG...enda upptekin af krónískri liðagigt mest alla helgina HAHA (verið að vitna í "Pabbann")

En þó náðust nokkrar sem flestar rötuðu beint í ormaalbúmið Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband