27.6.2009 | 21:03
Fyrsta mæðraskoðun hin þriðja.....?
Jújú....þar sem það er ekkert gaman að fara alltaf eftir beinni línu fer ég stundum á ská eða jafnvel hlykkjótt
Ég fór sem sagt í mína fyrstu mæðraskoðun hjá þessu yndislega ljósmóðurteymi sem ég rambaði á fyrir mikla slembilukku. Eyþór Atli kom með mér, og gerðum við okkur skemmtilegan dag í kringum þetta allt saman, fengum okkur ís í hitanum og römbuðum á milli misundarlegra heilsubúða. Frumburðurinn fékk að koma og skoða spítalann og hlusta á hjartað í litla bróður sínum sem og mæla blóðþrýstinginn minn
Hann spurði svo mikils á fæðingardeildinni að ljósan okkar varð hreinlega að afla sér upplýsinga um sumt sem hún hafði ekki á reiðum höndum .....svona strákormum detta hinir undarlegustu hlutir í hug eins og til dæmis.......hvar er mótorinn fyrir rúmið?....Hvað gerist ef þið missið litla bróður minn í gólfið, mamma yrði mjög reið?....Er hægt að skila börnum inn í mömmurnar aftur?....Ruglist þið einhverntíman á börnum? Og MARGT þar fram eftir götunum......ljósan varð td að útskýra virkni glaðlofts í þaula...bæði hvernig það virkar á fólk og hvaðan það kemur, bara svona beint úr veggnum!
Við erum sem sagt búin að ræða meðgöngur og fæðingar ansi ýtarlega hérna heima, svo hann vantaði engar upplýsingar um það
Litli kúturinn hefur það mjallafínt í bumbunni og ég vonast til þess að hann malli þar áfram næstu vikur, hann hefur í anda bræðra sinna verið að stríða mér töluvert með samdráttarverkjum en enn sem komið er heldur hann sig að minnsta kosti á sínum stað
Nú er hann genginn svo langt niður í grind pjakkurinn að mér finnst ég sitja á höfðinu á honum en á móti get ég loksins andað
Annars er lítið fréttnæmt sem gerist í þessum blessuðu skoðunum....blóðþrýstingur í lagi, prótein í lagi, athuga með blóðið og guttinn metin aðeins yfir (danskri) meðalstærð...en ég verð að játa að ég leyfi mér að efast um nákvæmni þyngdarmats sem framkvæmt er með þreyfingum utan á magann á mér
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já, vonum að hann haldi áfram að malla í nokkrar vikur í viðbót :)
þó mann hlakki voða mikið til að sjá gaurinn er betra að hann sé alveg tilbúinn þegar þar að kemur ;)
knús og kossar að vestan, Kristín frænka og Emil í kattholti (og Köttur)
Kristín (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 21:10
Nýjasti ætti að vera allavega vel soðinn þegr hann kemur...e.
Ella the frænk (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.