23.7.2009 | 13:12
Það er annað hvort of eða van.
Það er örugglega því að hér eru hvorki Kasper né Jesper né Jónatan, sem pössuðu alltaf að taka hvorki of eða van
Síðustu jól og áramót sat ég í kjallaraíbúð í Hléskógum í Eyjafirði og tók sprettinn á nokkrum ritgerðum og náði önninni með stæl....sú íbúð var ókynnt og sat ég þar af leiðandi í ullargræjum frá toppi til táar, snjóbuxum, með húfu og griflur að pikka á tölvuna.
Núna sit ég í stofunni minni, í hitamollu og rakaógeði að taka sprettinn á 2 mislöngum verkefnum sem heimta gríðarlega heimildavinnu og einni ritgerð og hef 10 daga til þess að ná önninni með stæl (fyrsta einkun þó komin og var hún 9 svo það lofar góðu ) Hérna er ekki loftkæling og rakastigið er tvær mínútur í allt á floti svo svita, klístur og þorstastigs hámörkum er náð hvað eftir annað. Ekki bætir úr þessi líka indælis höfuðverkur sem hefur talið sig ómissandi undanfarnar vikur.
Væri ekki draumur að prófa að taka svona törn bara í eðlilegum hita...þar sem maður hvorki svitnar við það eitt að vera til, né andar frá sér klakahrönglum
En ég fann myndavélina...bara á sínum stað ofan í skúffu, þessvegna fann ég hana ekki áður hehe...maður leitar aldrei á "sínum stað"! Svo að nú gætu farið að koma myndir af bræðralaginu á nýjan leik :O)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.