26.7.2009 | 12:08
Litið uppúr bókunum
Jújú, það er víst nauðsynlegt af og til.
Ég leit uppúr minni grísku klassík í gær og við skunduðum með lýðinn á víkingahátíð. Við höfum þrætt þær ansi margar ásamt því að vera fastagestir í Hafnarfirðinum en vá hvað engin hinna kemst í hálfkvisti við þessa
Þarna voru 6-7 hundruð víkingar samankomnir, á aldrinum nokkurra mánaða til ellismella búandi í tjöldum, baðandi sig í sjónum og borðandi frumstæðan mat...á milli þess sem þeir fóru í Netto í víkingagallanum hehe
Þarna var bæði verslað og prófað hitt og þetta, bogfimin reynd, sá minnsti skellti sér á bak og núna eiga þeir eldri LOKSINS líka Þórshamars-hálsmen...líkt og litla dýrið Fannst bræðrum það ekki amalegt að hitta fyrir íslenska víkinga í tjaldbúðunum og fá að prófa bardagabúnaðinn...en mér fannst Baldur samt flottastur með hjálminn.....því hann náði niður á mitt andlit haha Ég var ekkert ALLT OF dugleg með myndavélina, en þó voru teknar nokkrar. Sumar má sjá hérna í færslunni og aðrar í albúmi bræðranna.
Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég var spurð "er þessi ekki bara að fara að koma" eða eitthvað í þá áttina, enda minnsti víkingurinn búin að koma sér upp ansi myndarlegu virki framaná mömmu sinni. Enda hefði það nú ekki komið mér á óvart þar sem við brokkuðum um stokka og steina ef að maðurinn hefði eitthvaðð farið að hugsa sér til hreyfings.
En við komumst heim seint í gærkvöldi, með uppgefna og grútskítuga litla víkinga, með bálilminn í hárinu og sverðinn föst í litlu lúkunum og kasólétta mömmunna með samdráttarverki sem voru farnir að minna óþægilega mikið á hríðir.....en eftir góðan nætursvefn var allri þreytu að sjálfsögðu gleymt og menn sprækir að nýju
Baldur fékk mikla athygli útá kunnáttu sína í umgengni hrossa, þetta litla dýr sem varla stendur uppúr skónum sínum byrjaði á því að leyfa merinni að þefa af handabaki sínu....klappaði henni svo á hálsinn (sem hann varð að teygja sig uppí)
OG leit svo á eiganda hestsins og sagði....Babu upp þita heett.
Víkingurinn auðvitað bráðnaði algerlega og vippaði drengnum upp og héldu þeir uppi töluverðum samræðum, þar sem guttinn fór á bak bæði með hnakki, og eftir af búið var að spretta af.
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.