Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
5.11.2008 | 21:29
Þyrnir í auga.....
...hvers...og hversvegna? Máltækið þyrnir í auga finnst mér skemmtilegt.....þyrnir í auga....ég ætla að endurtaka það nokkrum sinnum hérna fyrir neðan
Það er undarleg tilfinning að vera þyrnir í augum annarrar manneskju. Maður fer að hugsa hvort að maður hafi í raun gert eitthvað eða sagt sem að gefur viðkomandi manneskju ástæðu til þess að gera mann að þyrni í auga sér eða ekki. Stundum hefur maður það...en stundum er það líka bara óöryggi eða óánægja viðkomandi manneskju sem að gerir það að verkum að tilvist mann er böggandi fyrir hana.
Þá er jú lítið hægt að gera...en hafi maður í raun brotið af sér gagnvart öðrum má maður vel sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á því...en sé "þyrnissyndrómið" sjálfsprottið hjá hinum aðilanum getur maður ekkert nema bara haldið áfram að lifa og vonað að fólk komist yfir þetta að lokum.
Ég hef upplifað það að vera þyrnir í augum annarra...bæði hef til þess unnið stundum og svo hef ég upplifað það að vera einfaldlega fyrir annarri manneskju með því einu að vera sú sem ég er.
Þessa dagana er ég hinsvegar að upplifa því nær alsaklausa manneskju sem þyrni í auga mér ...ljúf og góð persóna sem hefur fátt gert á minn hlut...svo að ég verð að játa fyrir sjálfri mér að þetta er sjálfssprottið syndróm hjá mér þar sem ég ætti vel að geta litið framhjá því litla sem útaf hefur borið okkar í millum. Þess í stað upplifi ég pirring gagnvart þessari manneskju...eitthvað sem ég vill gjarnan geta haft stjórn á sjálf og skammst mín til þess að vera ekki að asnast til þess að láta annað fólk stjórna minni líðan.
Ég kem ekki fingri á hvort þetta er afbrýðisemi, óánægja, óöryggi, fordómar, tillitsleysi, óþolinmæði eða eitthvað allt annað hjá mér....en ég ætla allavega að leggja mig fram um að vera góð við þessa manneskju...því ég nenni ekki svona veseni!
Annars er lífið gott í Sonder....börn og nám halda manni staðfastlega við efnið sem fyrr og er það alger bjargvættur hversu góður hópurinn frá Keili er í því að hjálpast að og halda hvort öðru félagsskap...það er mikil bót í því að eiga meðbræður í eymdinni í útlandinu hehehe
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.11.2008 | 19:58
Ég var að horfa á formúluna....FORMÚLU!!!
Svo bregðast krosstré sem önnur... Ég varð öll spennt og allt.....en okkar gæji (sæti gæjinn ) kom sér í rétt sæti á síðustu sekúntunum svo að hann varð heimsmeistari...fyrstur litaðra manna í þessari göfugu íþrótt....hrós á hann fyrir að vera brautryðjandi.
Annars er ég voða mikið að spá þessa dagana....í hinu og þessu.... Oft virðist veður skipast fljótt í lofti, bæði í náttúrunni og í lífinu og oftar en ekki virðist maður streitast á móti þessum veðrabreytingum eins og mesti kjáni Er til dæmis í sumarfötunum langt fram á haust og tekur ekki fram gúmmístígvélin fyrr en maður er BÚIN að verða blautur í fæturna allavega einusinni Aðstæður í lífinu breytast en maður heldur oft sem fastast í hið gamalkunna, þrátt fyrir að það sé kannski ekki alltaf það besta.
Væri ekki gáfulegra að láta bara berast með veðrabreytingunum í skipulögðu algleymi ...taka því sem kemur opnum örmum...slaka á, treysta og njóta þess meðan varir Anda létt þegar sumarið blæs vindum þýðum...en eiga samt alltaf eina þykka og áreiðanlega úlpu uppí skáp til þess að hjúpa sig þegar byrjar að næða
Kúra sig svo hjá sínum nánustu og dúða sig vel í úlpuna góðu svo maður standi af sér veturinn og blómstri rétt eins og blómin þegar byrjar að vora í lífinu á ný
Ég ætla að reyna að gera það ....bera kennsl á allt það frábæra sem er í gangi...frábært fólk í kringum mig, frábær börn í kringum mig, frábær borg sem ég bý í og frábært nám sem ég valdi mér (fer að hljóma eins og jólasveinninn á gleðipillum, í Tivoli, að fá að....) og dúða mig og kúra fram á vor...það vorar alltaf að lokum...sama hversu langur eða harður veturinn er.
Síminn minn hefur ekki enn gefið sig fram og ég er ekki enn búin að redda snúru á myndavélina svo að það mun enn leika svolítið á huldu fyrir ykkur hinum hvað við erum að bardúsa dag frá degi....en þegar ég verð stór...ÞÁ ætla ég að redda þessu ...og jújú Anný mín...þarna er vitnað í Friends bara fyrir þig...og kannski Stevie og þarna eru svo RUGL miklar myndlíkingar og rósagöng í gangi að ég er ekki einusinni alveg viss hvernig ég les þetta...þetta er svokallað brainstorming og "paper"....svo it´s open to interpretation
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar