Eruð þið að pína mig viljandi????

 

Án gríns...erum við ekki búin að ræða þessa forvitni?

 

4. janúar kíktu 48 manns á þetta líka áhugaverða blogg Shocking dagana á undan og eftir hefur þetta verið eitthvað á milli 20 og 40 og einstaka dag.......þegar fólki leiðist gífurlega...hefur þetta slæðst uppundir 50.... og ég....sem er þungt haldin af forvitni...á háu stigi...þjáist með því hversu fáir kvitta fyrir sig Blush

 

Ég er ekki alveg komin í það að engjast af kvölum vegna þessa ennþá....en það gæti komið að því  Whistling

 

En eníveis, þá er ég farin að hugsa mér til hreyfings. Er komin með mikla heimþrá og langar bara að komast í okkar umhverfi og okkar dótarí. Við erum byrjuð að tína okkur saman svona hægt og hægt því við ætlum að eyða síðustu vikunni okkar á suðvestur horni landsins.

Ég verð með farangur alveg fyrir allan peningin þar sem við þurfum bæði að fara heim með jólagjafir ormanna og svo ungbarnafötin á litla Jón og ýmislegt sem því fylgir.  Ungbarnahafurtask bræðranna var nefninlega allt skilið eftir á Íslandi því frekari fjölgun var ekki í planinu...en litli Jón er frekjudós og ákvað að koma samt Heart

Ég veit nefninlega ekki hvort ég kem eitthvað aftur fyrir áætlaðan fæðingardag sem er um miðjan ágúst, en þó svo verði er alveg örugglega betra að ljúka því af að burðast með þetta dótarí á milli landa núna en í júlí Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitterí kvitt.............bara kíkja við og sjá hvað er að gerast á klakanum......

Jóna (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 15:23

2 identicon

Ég kíki á þig reglulega, alltaf gaman að lesa bloggið þitt.   Finnst líka gaman að frétta af "stóru" strákunum þínum.  Til hamingju með nýju bumbuna.  Kveðja Jóhanna (mamma Loka)

Johanna Elísa á Kagså (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:31

3 identicon

Jæks bara þú sætasta getur hrætt mann til þess að kvitta!!!

Kvitt kvitt kvitt :)
Enn og aftur til hamingju með þetta allt saman - hörkukona

Hlíf (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 11:25

4 identicon

kvítt kvítt fyrir mig ;)

Dagmar Iris (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 13:36

5 identicon

hæ, ég var örugglega á öllum þessum dögum...

 hvenær farið þið út? ég er vargatítlan erum í borginni fram á föstudag, eruð þið kannski farin?

harpafrænka (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 16:06

6 identicon

ég er vargatítlan átti klárlega að vera ég og vargatítlan!

harpathetypewriterfrænka (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 16:08

7 identicon

Hér er enn ein Harpa að kvitta.  Hæ Birna mín og til lukku með væntanlega fjölgun - þú ert greinilega ansi frjósöm skvísa.  Eða það er bara svona með þá sem koma með svona góða framleiðslu - þeir fá svona mikið :-)   Ég kíki allavega inn hjá þér af og til svona til að fylgjast með hvernig gengur hjá ykkur.  Kveðja - Harpa

Harpa Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 17:40

8 identicon

Þú ert duglegasti bloggarinn + skemmtilegt blogg, held að flestir droppi við á hverjum degi.   

Kveðja og kvitt

Eyrún (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2894

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband