18.4.2009 | 15:08
Rokkari er fæddur.... :O)
Hérna koma tvö vídjó....af náttfatatöffaranum að sýna taktana. Ég skil ekki alveg af hverju hann tekur ekki "kveikjum eld" eða eitthvað...afhvejru ætli hann sýni umsvifalaust þennan stíl
Mér finnst þetta algert æði....það eru meira að segja soundeffectar með
Svo varð ég að hafa hringsnúninginn með....kann bara því miður ekki að snúa bölvuðu vídjóinu....sov þið verðið bara að halla höfðinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.4.2009 | 12:32
MYNDIR!!!!!!
Haldið ekki að ég hafi gerst svo kræf að stelast í tölvuna hennar Mayu...og stinga minniskortinu mínu bara í hana Með þessu móti get ég hent inn nokkrum myndum og jafnvel einhvejrum vídjóum
Það verður að játast að þetta er mest gert fyrir pabba hans Baldurs (og kannski Kristínu frænku.......)sem núna býr í Kína og er hann farið að lengja eftir myndum af guttanum....en þið hin eruð svo heppin að fá að njóta líka
Þetta er samtíningur héðan og þaðan en nokkrar set ég hérna inn í færsluna en svo fleiri inní skæruliðaalbúmið Baldur er sérstkök stjarna að þessu sinni þar sem hann hefur nýverið uppgötvað óendanlega ást á myndavélum...vélinni má ekki bregða fyrir..þá er drengurinn komin í stellingar
Restin af þessum ósköpum er svo að mestu inni í albúmi þeirra bræðra...núna fer ég að vinna í því að koma vídjóunum inn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2009 | 22:45
Enn eitt myndalaust blogg!!
Og núna úr tölvu Margrétar stórfrænku minnar sem hýsir okkur eitthvað fram á næstu viku.
Við brósi keyrðum suður í gær með kippuna afturí...eða meiri hluta hennar þar sem afinn lagði inn sérstaka beiðni um að fá að hafa nafna sinn aðeins einan norðan heiða. Við brósi fórum að sjálfsögðu að ræða möguleg nöfn á komandi erfingja á leiðinni þar sem skemmst er frá því að segja að drengurinn sem von er á getur með engu móti heitað Finnbjörg Sigurlína......en einhverra hluta vegna varð þetta óneitanlega eilítið einhliða samtal svona framan af þar sem ALLAR tillögur sem bárust frá mínum indæla bróður, en þó í mismunandi tóntegundum, voru "en Guðbergur Stefnir?" .....nú veit ég auðvitað ekki hvað bjó þar að baki....en mér segir svo hugur, þar sem ég er geigvænlega glöggskyggn, að þessi nöfn hafi honum flogið í hug vegna þess að hann sjálfur heitir Stefnir....og stóri bróðir okkar heitir Guðbergur....ég vill auðvitað ekkert slá neinu föstu um það að þangað hafi hann sótt innblásturinn en mann má alltaf gruna
Annars er mikið spáð og spekúlerað um nöfn á litla manninn þar sem þau nöfn sem svona standa okkur næst eru mörg hver komin eins og til dæmis Benedikt í höfuðið á afanum, svo heitir litli Stefnisson Viggó, eftir móðurbróður afans en sá gengdi stóru hlutverki í okkar fjölskyldu, Stefnisson hin eldri heitir Davíð, en það var nafn afa míns. Svo eru komnir hvorki meira né minna en tveir Guðmundar sem nefndir eru í höfuðið á móðurafa okkar systkina. Stóru bræðurnir láta sitt að sjálfsögðu ekki eftir liggja og koma með misgáfulegar tillögur....allt frá Batman að Skúla skelfi....en svo slæðast að vísu góðar hugmyndir með af og til
Ef málið verður að notast við nafn úr ættinni er auðvitað alltaf Hnefill uppi á borðinu en það var norskur forfaðir okkar
langafi hét Jón, og hinum megin hét hann víst Oddur.....en mig langar lítið að nefna barn mitt nafni sögupersónu úr einni af ástsælustu sögum Guðrúnar Helgadóttur
Svo þetta heldur áfram að vera á íhugunarstiginu
Við erum búnin að hafa það rosalega gott í sveitinni. Litlu dýrin hafa að mestu verið úti að vinna og Baldur hefur skottast svona í kringum okkur. Ég tók fullt af myndum og vídjó af baldri að taka þvílíku rokksveifluna með það sem honum finnst vera rafmagnsgítar......en þær myndir eru bara í minni tölvu.....svo þið fáið ekki að sjá þær í bili.....sowy
Planið framundan hjá okkur er svo að fresta heimför aðeins vegna þess að Baldur ætlar í litla aðgerð á mánudaginn þar sem á að athuga hvort ekki sé hægt að hreinsa aðeins til inni í höfðinu á honum.....mér finnst hann nefninlega ekki nógu klár og bað um heilatiltekt......EÐA að háls-nef og eyrnasnillingurinn Einar Thoroddsen skilur ekki hvernig danir hafa getað sent okkur á milli sín í tvö og hálft ár án þess að hjálpa barninu eitthvað og ætlar hann því að reyna að rútta aðeins til í guttanum.
Við auðvitað vonum að þetta muni duga því ef svo er ekki erum við að horfa í mikið stærri pakka með lýtaaðgerðum á innra andliti og talþjálfun til margra ára
ég vona að mér fyrirgefist stopluar og myndalausar færslur.....í bili...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2009 | 17:16
Loksins myndasyrpa...:O)
Þó frekar óskipulagt svona héðan og þaðan frá mars og Apríl
Æ hafði svo bara tíma í þrjár massa fleiri þegar ég kemst á netið í minni tölvu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2009 | 18:30
Netlaus hellisbúi......eða hvað...!!
Vá hvað það verður lasið að komast ekki á netið.......og að Eyþór tölvunörd sé í Sonderborg!!
En Elín hleypir mér sem betur fer á netið hjá sér.....og svo ætla ég að daðra við Madda og fá hann til að kíkja á þetta fyrir mig
En af okkur er bara allt að frétta eins og í lygasögu Ég á alveg erfitt með að geta ekki sest niður og bloggað á kvöldin þegar dagarnir hjá okkur eru svona
Eyþór og Benni eru að plumma sig ofsalega vel í skólanum....mér var boðið að færa þá báða upp um bekki vegna þess að þeir eru báðir svo á undan í stærðfræði en ég afþakkaði það eftir mikla umhugsun því þó þeir séu báðir vel að sér í stæðrfræði er ég nokkuð viss um það að það henti þeim betur að fá bara aukaverkefni í stærðfræði en fá að fylgja sínum jaföldrum að öðru leiti því félagslega tel ég þá eiga heima með sínum jafnöldrum og svo eru þeir auvðtivað ekkert á undan í neinu öðru heldur.
Baldur er að skottast heima hjá mér þangað til hann fer til dagmömmu í byrjun maí, hann er vel duglegur eins og við er að búast
Við erum búin að fara oft í búðir eins og silvan, IKEA og fleiri svona heimilisbúðir og sanka að okkur hlutum og síðasta laugardag tókum við svo heilan dag bara í garðinn.....spáð var þvílíku blíðviðri að annað var bara ekki hægt
Allan laugardag var bara þvílíka blíðan, ég vildi óska að ég gæti sett mynd af Baldri inn...í smekkstuttbuxum og stuttermabol.....og í grænu og bláu froskastígvélunum...með ber feitubolluhnén á milli
Við bara borðuðum úti og áttum bara algerlega frábæran dag frá upphafi til enda......urðum sólbökuð og þreytt um kvöldið......ég elska bara danska sumarið
En...Anný er staðin upp og farin að reka á eftir......svo við erum farin að næra okkur á næstbest
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2009 | 16:46
Sigríðarson.....eða dóttir?
Mikið vildi ég að ég gæti hent inn nýrri sónarmynd af litla Jóni....en ég er ekki á minni tölvu...þar sem hún hefur ákveðið að fara í DNS server verkfall.....
En við Sigríður fórum í sónar í dag....20 vikna sónarinn sem þýðir að ég er hálfnuð í dag Þar kom í ljós að litli Jón er í raun Jón....en ekki Gunna
og jeminn bara hvað við Sigga vorum spenntar....tæknin núna er orðin svo ótrúleg að við fengum að sjá andlitssvip, öll innri líffæri..meira að segja pínulitlu nýrun
og ósæðina, litla fætur sparka og sprikla og kroppinn litla teygja sig
....og ALLT er FULLKOMIÐ
Litla dýrið er bara nákvæmlega eins og það á að vera miðað við meðgöngulengd .... og aftur verður maður skotin í unganum sínum.....ótrúlegt að það sé endlaust pláss í hjartanu á manni fyrir þessa orma
Sérstakar þakkir fá Sverrir frændi.....og Eyþór frændi.....sem pössuðu stóru bræðurna á meðan við Sigga fengum að kíkja á litla Jón
Annars er allt frábært að frétta af okkur, ég keypti mér crocs skó......CROCS SKÓ.....ég vona að þið fyrirgefið mér þegar ég segi ykkur afhvejru.....hehe.....það er sko til þess að vera í garðinum sko .........Garðinum sem ég var að setja sandkassa í fyrir Baldur......og strákarnir leika sér í fótbolta í....já...og sem er bara OKKAR.....og er LOKAÐUR með hliði.....ok...ég er að monta mig smá enda mjög ánægð með þetta allt saman
Í gær fór ég með guttana í risabúð....eins og Byko.....og keypti ýmislegt...þar á meðal baðherbergisskáp. Ég dröslaði honum heim eins og öðru og plantaði Baldri í baðið og settist við smíðar við hliðina á honum......með glænýju bor/skrúf-vélinni massaði ég þessu saman, stykki sem er einhverjir 80x60cm með Baldur á hliðarlínunni, Eyþór og Benna í playmodeildinni og litla Jón undercover að standa sig vel í sparkverkinu....og ekki nóg með það...heldur boraði ég göt í vegginn og massaði þessu upp.....á frekjunni hahaha og komst þá að því að húsið er víst ööööööörlítið skakkt... Ég nefninlega boraði alveg beint....svo húsið bara hlýtur að vera skakkt
Baldri fannst ég allavega mjög dugleg
Strákarnir eru búnir að fara fyrsta daginn sinn í skólann og leist okkur mjög vel á.....það fyrsta sem við tókum eftir var að 6 ára börn fá að borða yfir daginn í þessum skóla.....en þurfa ekki að bíða matarlaus frá hálf átta til hálf tólf Og Kennarinn hans Eyþórs er rúmlega þrítugur strákur.....ekki kona komin hátt á sjötugsaldur
Engir bekkir eru fjölmennari en með 20 börnum...en flestir vel undir þeirri tölu.
Við Baldur ætlum að hygga okkur heima fyrstu vikurnar og jafnvel bara frammá vorið.....það er ákveðið geðpróf fyrir ólétta móður hans hahaha
OG et lille stykke noget for farmand
Baldur er som altid meget livlig og sjov....han er begyndt på at sige lidt mere...også ting andre kan forstå..ikke kun mor hehe Han spørger efter dig meget i disse dage her og vi er heldige at vi har billeder af dig siden vores tur i Island og mange af jer to sammen siden han var helt små som vi kikker på og snakker om hver dag. Vi glæder os meget til at kunne komme på nettet derhjemme for at snakke med dig med webcam
Vi havde ikke vores camera med på vores tur til Sønderborg så du får ikke nye billeder i denne omgang, men det ser ud til at det er min computer der striker på mig men ikke netforbindelsen i huset så jeg er i gang med at få den lavet.
Baldur leger meget med Playmo og dyr i disse dage. Han tegner også rigtig meget og det gør han så godt at man ville ikke tro at han er kun to og et helt Han vil hellere drikke mælk end at spise mad og det er vi ueninge om i disse dage, han viser sin vilje meget sterkt og højrøstet men lige meget hvor meget og højt han skiger, eller om han finder på at kaste med ting eller slå....så giver mor sig ikke, man skal spise mad...ikke kun drikke mælk. Udover meget høj mælkekærlighed fra drengens side er han fulstændig perfect....og han har det udmærket :O)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.3.2009 | 16:36
Nóg að gera í lífinu :O)
Þannig er það
Eyþór litli píanósnillingur blómstrar í sínu píanónámi, kennarinn hans er svo ánægð með hvað hann er fljótur að tileinka sér hlutina og hvað hann er lipur á nótnaborðinu
Baldur tók allt í einu við sér og fór bara að tala! Ekkert alltaf alveg sama tungumál og við hin, en það er farið að færast aðeins nær Nú er hægt að bera kennsl á fullt af orðum og setningum og hann syngur eins og hann eigi lífið að leysa.....
Benni er enn að melta hvaða áhugamáli hann vill sinna, dansinn er honum ennþá ofarlega í huga. Enda er hann búin að æfa dans í 2-3 ár...en svo kallar fótboltinn líka svolítið.
Litli Jón vex og dafnar og hafa núna fundist spörk utan frá tvisvar sinnum Við Sigga bíðum spenntar eftir næsta sónar þar sem við ætlum að fá að vita hvort að litli Jón sé í raun gutti....eða hvort að heimasætan sé loksins á leiðinni
Mamman er bara svo mikil strákamamma í eðli sínu að það hvarflaði ekki að mér annað en að tala til þessa "innbúa" á sama hátt og til hinna fyrri og er það mikill djókur meðal hinna væntanlegu stóru bræðra að núna þegar geirvörtur hafa loksins losnað við viðurnefnið Jón....eftir margra ára fliss
...að þá kalli þeir bara litla krílið Jón í staðin
svona þar sem þeir eru vaxnir uppúr því að spyrja mig að því hvað ókunnugir á götu heita (fengu ss alltaf svarið "Nú! Auðvitað Jón!")
En hvort sem það kemur lítill Jón eða lítil Gunna þá er mikil spenna í gangi....tímatal bræðranna miðast við fyrir eða eftir komu litla Jóns
Ég er á milljón yfirleitt, alla daga, allann daginn og hef ekki einu sinni tíma til þess að setjast niður og blogga hvað þá annað..þetta blogg fer að breytast í svona weekly uptade síðu Við erum byrjuð að pakka niður hægt og rólega vegna yfirvofandi flutninga og er ég voðalega fegin því (lesist: komin með ógeð á þessum helvítis skókassa sem ég bý í og tónlistinni sem fylgir honum)
Lífið rúllar annars bara áfram án þess að maður taki eftir því.....eða muni að taka myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.3.2009 | 18:04
Barnastúss og gestagangur :O)
Það er alltaf nóg að gera
Við fengum frábæran gest á föstudaginn, beint í heimabakaða pizzuveisu og fínerí....mamman svaf svo eiginlega bara mest allan laugardaginn... en sunnudagurinn var tekin með trompi og við skelltum okkur í sund með strákana fyrir hádegið
Eyþór fór svo í heimsókn til vinar síns en við hin fórum heinm að stússast. Svo fórum við að sjálfsögðu á Mongolian Barbaque eins og er skylda að gera með alla gesti sem villast til Sonderborgar
Þegar þessi færsla er skrifuð liggur undirrituð afvelta vegna ofáts á Mogólskum sérréttum (elska að geta borðað á meðgöngu !! )
Ég parkeraði myndavélinni uppí hillu.....og hef ekkert náð í hana aftur...ég fer að bæta úr því......lofa Annars bara er allt við það sama í litlu stóru familíunni í skókassananum í suðurborg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.3.2009 | 16:01
Fleiri krakkapælingar :O)
Þau eru æði þessir ormar
Við erum búin að eiga annasama helgi....laugardagurinn fór að mestu í heimilisstúss og svo flúðum við endalaust danskt rapp á sunnudeginum með því a fara í sund Það var algert æði....eftir sundið lögðum við Baldur okkur en stóru strákarnir sáu Línu og Kára úti á leikvelli og slógust í hópinn.....og leikur barnanna var auðvitað að safna saman áfengisflöskum! vá hvað ég er orðin þreytt á að búa í þessu greni
Svo alveg heillöngum tíma síðar var gerð hér innrás...4 stykki óhreinir krakkar á aldrinum 4-7 ára komu inn að leika Eins gott fyrir mig að æfa mig í því hahaha...en eru búin að vera rosa góð og það er alveg fyndið að horfa á ástarsambandið á milli Karólínu og Baldurs....þau sitja saman og leiðast ...og kyssa hvort annað á kinnina
Svo var hressingartími...sem kom sér vel fyrir mig því ég átti svo mikið af eggjum sem ég vissi ekki alveg hvað ég átti að gera við...svo rúgbrauð með eggjum og berjasaft var á matseðlinum við matarborðið sátu þau...fimm stykki og auðvitað kom upp litla barnið í bumbunni og fjölskyldutengsl....hvernig komst það þangað, er það strákur eða stelpa, og hver á mann í rauninni...þýðir þetta að pabbi Baldurs eigi núna til dæmis líka Karólínu og Maríu? HAHAHA
þetta voru frábærar pælingar og ég bara hélt mér fissandi utan við þær nema ég væri spurð beint að einhverju....en ég heyrði allavega að synir mínir virðast hafa svörin á hreinu
Þetta er spekingahornið
Við erum annars bara að búa okkur undir skólavikuna...bæði mína og strákanna
Já og sá sem nennir að kenna mér á bölvað flassið á myndavélinni má það mjög gjarnan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.2.2009 | 22:18
Jæja....löööööng færsla
Ég hef staðið á haus undanfarið við ýmsa gjörninga svo nú er loksins komin tími á almennilega skýrslu
Lífið heldur áfram.....fundur með talepædagog í næstu viku og háls, nef og eyrnalæknir líka. Nú á að komast að því hvað velur einkatungumálanotkun Baldurs, er það eitthvað sem hann þarf aðstoð með.....eða er hann bara svona fyndin týpa
Eyþór heldur áfram að standa sig eins og hetja í skólanum (eitthvað sem mamman mætti kannski taka til fyrirmyndar ) En það virðist sama hversu vel guttinn stendur sig ekki skal honum hleypt inní bekk eða til samfélags við önnur börn svo mamma frekja er búin að involvera skólayfirvöld kommúnunar í þetta mál því aðstæðurnar sem skólinn býr drengnum eru með öllu óviðunandi
Við Eyþór pössum okkur samt að vera jákvæð og nota orkuna í að gera skemmtilega hluti eftir skóla og um helgar í stað þess að eyða henni í gagnslaust raus við nefndarsjúka dani
(smá þreytt á þessu...heyrist það?)
Svo fór ég á foreldrafund með kennaranum hans Benna....sem góðlátlega benti mér á það að drengurinn stamar.....ég, þó ótrúlegt sé, veit það. Og ég sagði kennaranum að við værum vel kunnug stami, Eyþór stamaði í nærri 4 ár og ég stamaði líka á álagstímabilum sem barn svo ég og mín familía erum búin að lesa okkur til alveg út og suður um stam, hvað orsakar það og hvernig er best að taka á því.........eftir að ég lauk máli mínu sem tók um það bil mínútu eða tvær.....horfði kennarinn á mig eins og ég hefði bara verið að geispa...og hélt áfram að útskýra fyrir mér hvað stam er........
Ég hefði semsagt alveg eins getað sleppt því að vera á þessum fundi og sent 12 ára frænda minn í staðin, svo mikið hafi nærvera mín að segja .....svo að ég...mamman sem er búin að lesa um og díla við stam síðan Eyþór var tæplega tveggja ára....fór heim með þriggja síðna danskan bækling um stam og ljósritað blað um leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig ber að styða börn sem stama......og þar með tékkaði ég mig út....og kommúnuna inn
Lítill tilgangur í því að ræða við fólk sem er búið að ákveða fyrirfram að það ætli að tala til manns, en ekki við mann.
Ég fékk mér til mikils léttist að heyra það hjá yfirmanni skólamála í kommúnunni að svona mál væru ekki einsdæmi í þessum skóla
Svo það er nóg að kljást við á barnaskólafrontinu, þrátt fyrir að börnin séu eins og englar bæði þar og heima
Litli Jón er ekki svo lítill lengur...ég er farin að finna hreyfingar enda byrja ég á 17. viku á morgun samkvæmt útreikningum. Benedikt er farin að tala við litla krílið....og Eyþór hefur stöðugar áhyggjur af næringu þess...."mamma, síast þetta frá" spyr hann stöðugt ef ég læt eitthvað ofaní mig sem ekki gæti talist til heilsufæðis...við erum nefninlega búin að ræða að það er fylgja hjá barninu sem síar í burtu öll eiturefni svo barnið fái bara góða næringu til að verða feitt og mjúkt Þetta er skemmtilegar pælingar hjá þeim bræðrum og ég hlakka rosalega til þegar spörkin fara að finnast utan á að geta leyft þeim að finna og pota
Baldur sýnir þessu lítinn áhuga nema hvað hann er farin að pota í bumbuna á mér og reka svo upp hrossahlátur
Ég er merkilega hress miðað við aldur og fyrri...og núverandi störf. Þessi blanda af barni hentar mér greinilega ágætlega hehe ég finn þó að sjálfsögðu fyrir hinum og þessum meðgöngukvillum en engu sem er svo slæmt að það þurfi að skæla eitthvað mikið yfir því... í einu allavega
Hérna neðst fylgir svo mynd af litla Jóni (sem Dóran segir að sé stelpa) frá því fyrir tæpum mánuði...með ólíkindum hvað þetta gerist hratt
Þetta er ljósmynd tekin af sónarmynd svo gæðin eru keyra ekkert um þverbak, En þarna er vel hægt að koma auga á litla manneskju
Sem lét öllum illum látum fyrir okkur Siggu í sónarnum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar