OOOOooog...slaka.

Þessi setning, runnin undan rifjum Helgu hinar fræknu móðursystur minnar, vitjaði mín áðan þegar ég kíkti inn í herbergi, á strákagerið mitt, liggjandi á dýnum, nýbaðaðir (einn tvíbaðaður vegna kæfuævintýris), steinsofandi með rjóðar kinnar kúrandi sig í sængur, kodda og bangsa, með englaásjónurnar blasandi við mér...

"á svona stundum hellist móðurástin yfir mann"

Tárin alveg hóta að brjótast fram og maður verður allur meir og sér eftir að hafa nokkurn tíman hastað á litlu englabossana sína og getur ekki hugsað sér lífið án þeirra...þarf jafnvel að hemja sig til þess að kyssa bara létt á litlu mjúku vangana í stað þess að taka þessi hlýju grey og knúsa þau almennilega.

Hversu fljótt raunveruleikin getur ekki horfið manni úr móðurminninu...gleymum því að fyrir hálfri stundu stóð mamman kófsveitt, nýbúin að brjótast í fællesþvottahúsið með fullan IKEA poka af þvotti...og Baldur hehe, baða gerið og er smyrjandi 3 nestisbox (dönsk...með tilheyrandi gænmetis og ávaxtaniðurskurði og smørebrodsgerð), með stóru gaurana sitjandi á gólfinu  við vegginn (það eru engin húsgögn), gjammandi, raulandi, smellandi tungum, pikkandi og stríðandi hvorum öðrum  borðandi rúgbrauð með kæfu sem kvendið smyr á kantinum meðfram madpökkunum og með litla dýrið hangandi í buxnaskálminni, nuddandi mörðu kæfurúgbrauði útum allt með ákveðnisyfirlýsingar vegna hömlunar á kæfuáti beint upp úr dollunni.....andandi inn...og út....raulandi lítið lag í kollinum....og farandi með möntruna  "hún er bara korter í átta...hún er bara korter í átta....hún er bara korter í átta..."

 

Lífið er ljúft  InLove

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

neibs.. fæ ekki fílinginn því mín er enn vakandi og ég þori ekki inní herbergi hehehhehehee.....

fæ fílinginn þegar ég leggst uppí á eftir ...

Anny Jakobina Jakobsdottir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 21:04

2 identicon

:) Þú ert algjör hetja!

Thea (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Á vit ævintýranna....enn á ný :O)

Höfundur

Birna Eik Benediktsdóttir
Fædd og uppalin Kópavogsmær sem þrátt fyrir flakk um víða veröld hefur ræturnar kirfilega festar á Íslandinu góða. Móðir, dóttir, systir, frænka, vinkona, nemi og síðast ekki ekki síst óþrjótandi uppspretta seiglu og jákvæðni

Nýjustu myndir

  • jón hjá tannsa
  • DSC_0490[1]
  • IMG_1841
  • SDC11485
  • stóru

Nýjustu myndböndin

Jón í baði

bjútífeis að syngja fatlafól

Jón Egill tæpra 11 vikna að gera grín að mér :O)

Jón Egill 5 vikna kjaftaskur

Jón Egill eins mánaðar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband