3.9.2008 | 18:56
Dauð....og dauð!
Það er málið....jú víst er dótið okkar looooooksins komið heim til okkar og mánaðarlangri útilegu fer brátt að ljúka (þegar mamman prjónar tíma til þess að skrúfa allt þetta drasl saman og reyna að koma okkur fyrir!)
En....það rann upp fyrir mér þegar ég sat hérna áðan og ætlaði að fara að púsla saman eldhúsborðinu með auma og blöðrum setta fingur eftir burð síðastliðinna tveggja daga....loksins búin að setja börnin í háttinn eftir ruglaðan dag........
.........að ég veit ekki um verkfærin...og við erum ekki með hillur eða skápa undir allt.....og ekkert sófaborð...og ég á eftir að galdra fram nesti fyrir 4 manneskjur ...og mig vantar nýja skó....og mig vantar ný föt....og mig vantar skólabækurnar mínar...og mig vantar nýtt snyrtidót...og mig vantar stóra bróður minn...og mig vantar þvottavél...og mig vantar uppþvottavél...og mig vantar bílinn minn... og mig vantar tíma til að lesa rúmleag 20 bækur ...og mig vantar tíma til að vera í skólanum...og mig vantar tíma til þess að geta hitt syni mína one on one án þess að vera að gera eitthvað á meðan...og mig vantar barnapíu...og mig vantar klippingu....og mig vantar PENING....og mig vantar.....tja...það má segja að það hafi aðeins þyrmt yfir kellu hehehe.
Þá er það bara fyrsta hjálp....kaldur bjór....og kalt kók...og koddi undir rass...tölva í kjöltu...gott fólk á msn..og góður vinur í símanum...og töfra fram seigluna uppá nýtt ...hvernig sem maður fer nú að því
Þegar mér tekst að finna hana, seigluna, og bursta af töffaraerminni, skal ég koma með betri skýrslu af flutningum.
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta reddast.....þetta reddast alltaf......dont worry be happy
Ella frænka (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 10:20
Þetta er ekkert vandamál finndu þér bara kall sem á góða búslóð og fullt af verkfærum og alveg suddalega fjölskylduvænan bíl. Svo væri mjög sniðugt ef hann væri að vinna á samlokubar og þá ertu búin að redda nestisveseninu og að hann hafi tekið eina önn í hárgreiðslu en hætt við það og farið í sama nám og þú ert í og geti því lánað þér allar skólabækurnar sínar og það væri ekki heldur slæmt ef hann væri jafnstór og þú og þú gætir fengið lánaða skó og föt hjá honum og þar sem hann er náttúrulega blússandi metró sexual geturðu fengið lánað snyrtidótið hans líka. Ekki skemmir fyrir að pabbi hans á bruggverksmiðju í Þýskalandi sem bruggar alveg eðal bjór og efnaðist hann svo vel á því að hann keypti Lotus bílinn úr Back to the future og þú mátt fá hann lánaðann og því er tími ekki lengur vandamál. En ef þú finnur hann ekki þá er ég bara á msn og er alltaf til í að lána öxlina.
sibbinn (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 11:41
Hæ Birna mín - þú ert nú svo hrikalega dugleg að þú kemst í gegnum þetta eins og annað. Bara muna að setjast niður - anda djúpt og slaka vel á - og taka svo bara eitt verkefni fyrir í einu - gleyma öllum hinum á meðan :-) Svo er þetta nú reyndar alveg snilldar ráð sem "sibbinn" sendi - mér líst vel á þá lausn hjá þér :-)
Hafðu það gott og andaðu rólega !!
Kveðja - Harpa
Harpa Einarsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 11:50
Já mikið er nú gott að vita að maður á meðbræður í klikkinu.. og já upp með teppið Sólmundur nú þýðir lítið að láta hendur síga bara move on og ekkert vesen.. okkur bráðvantar náttlega einn með Höllu en það kemur allt saman með tímanum... keep up the good work duglegust og sætust...
kveðja S=Stóra Drulla
S (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.