17.9.2008 | 20:05
Að gráta orðin hlut.
Er það málið...á maður að setjast niður og skæla eins og vindurinn yfir orðnum hlut, sögðum orðum eða óafturkræfum ákvörðunum?
Einhverntíma sagði vitur maður mér, að ástæða þess að konur virtust oft hafa meira tilfinningaþrek en karlar á álgastímum sé meðal annars það að þær leyfa sér að bugast og gráta....í smástund..en raka sér svo saman og takast á við málin. Á meðan körlum hefur virst það tamara að loka inni vonbrigði, særindi og sársauka og ætla áfram á naglanum...þangað til hann svo brotnar og þá eru flest björg bönnuð. Þeir nota kannski sumir rökin "allar ákvarðanir eru réttar á þeim tíma sem þær eru teknar"...og loka þá bara á mistök og særindi liðinna tíma í stað þess að endurskoða og afgreiða þau bara
Ég hef tekið eftir því með mig...að ég er mikil tilfinningavera. Ég hlæ dátt , ég elska heitt , ég verð djúpt særð og ég á erfitt með að leyna viðbrögðum mínum eða fara í felur með líðan mína. Þegar ég svo reiðist þá reiðist ég innilega og þá sýður svoleiðis á mér að þau vel völdu orð sem kunna að falla...gætu marið Golíat. ....sem betur fer reiðist ég afar sjaldan ...og þá ekki nema mér finnist mér gróflega misboðið eða ég illa svikin.
En ég á góða vinkonu sem ég var að ræða ýmis mál lífsins við hérna um daginn og þá rann það upp fyrir mér (svona sér maður bara þegar aðrir benda manni á það) að ég er þessi "snýta mér í ermina, og halda svo áfram" týpa. Nenni ekki að velta mér uppúr leiðindum eða draga erfið og leiðinleg mál á langinn....vil frekar vera hreinskilin, afgreiða hlutina og ganga hreint til verks við það....en að jórtra á sömu atriðunum aftur og aftur og staðna þar með í einhverri vesöld. Þetta vita mínir nánustu og nýta sér óspart þegar þá vantar spark í rassinn....EN...
...kannski er ég þá of köld stundum... afgreiði hlutina kannski of fljótt...kannski ýti ég þá of mikið á aðra að afgreiða mál sem ég er með puttana í...og nenni kannski takmarkað að hlusta á sjálfsvorkunnavæl annarra til lengri tíma... Og þá kemur það fólki kannski á óvart...að ég kunni stundum að þurfa að nöldra yfir hlutunum líka...mismunandi lengi ...því ég er vön að ganga bara í málin head on.
Ætli það sé öllum ekki hollt að gráta af og til...hvort sem er af reiði, vanmætti, hamingju eða sorg. Svo lengi sem fólk finnur jafnvægið...hin gullna meðalveg. Það gerir engum gott að leggjast í sjálfsvorkun og volæði, á meðan sá hin sami getur sem best sjálfur staðið upp og tekist á við aðstæður sínar....en það gerir heldur engum gott að byrgja allt inni og ritskoða sjálfan sig hverja vakandi stund við allt og alla í kringum sig og spila sig sáttann
Held ég ætli að reyna "skælum í öruggri höfn, en afgreiðum svo málin" aðferðina í óákveðin tíma, héðan í frá. (þið þarna örugga höfn...þið vitið hver þið eruð...so prepare!)
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
:*
KOmdu svo til Köben!
Monika (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 20:45
Þú ert barasta frábær, gaman að fylgjast með blogginu hjá þér, orðin dagleg rútína að tjékka á Danmerkurförum. Kossar og knús
Eyrún (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:55
Eigi þýðir að gráta Björn bónda, heldur safna liði og höggva mann og annann!!!!!
Ella frænka dk (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 19:30
Knús og koss
Ég er alveg að fara að bíða og bíða eftir því að þú komir í heimsókn til mín :)
Miss ya bunch
Dagný (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:09
Það er vissulega fátt betra en að grenja í góðum félagsskap, mannstu þegar ég datt í sjóinn á Horni og þú ákvaðst að skella þér bara útí líka, þá gátum við báðar vælt Það er gott að standa saman í erfiðleikunum
Helga R (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:38
Já nákvæmlega Helga...talandi um samstöðu! Maður á að sjálfsögðu að umkringja sig fólki sem að hendir sér útí með manni þegar maður dettur
Birna Eik Benediktsdóttir, 19.9.2008 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.