14.12.2008 | 09:52
Ég er að fara út/heim......hvort er það?
Þegar maður er búin að búa lengi í útlöndum er þetta eilífur ruglingur....þegar ég kem heim....svo er ég á Íslandi og tala um að fara heim til Danmerkur....
Ég er sem sagt að pakka ...lofa...þetta er bara smá pása hehe...og er að leggja upp í langferð. Fyrst rúmlega 4 tíma lestarferð til Köben, og svo 3 tíma flug til Íslands þeð tilheyrandi flugvallaríveru. Á klakanum er fyrsta stopp heiðin góða og því næst fer ég norður fyrir heiðar.
Ég hlakka svo til að hitta fólkið mitt að ég er með stanslausan spenning í maganum! Eigum við að ræða það eitthvað....Anný og Elín..og Sibbi...og Robbi...og Dóran...og Dúnan....og Helga...brósi og allar frænkurnar...og frændurnir...það þarf ekkert að minnast á gamla settið eða stubbana mína tvo sem eru að skemmta þeim
Við vorum að fá þær fréttir að Jes, pabbi Baldurs, er að fara til Kína í heilt ár! Hann fer 1. mars því að Novo Nordica, sem hann er að vinna fyrir, er að byggja þar einhverja verksmiðju sem hann á að .....ráðgjafast eitthvað í sambandi við.....ok ég er ekki með það ALVEG á tæru hvert hans hlutverk mun verða en hann er allavega mjög spenntur Það er eiginlega verst að Baldur skuli ekki vera eldri því ef hann væri orðin allavega 5 ára væri það náttúrulega ævintýraleg upplifun fyrir hann að fá fara og vera hjá pabba sínum í Kína í svolítin tíma.
En sem betur fer líkar Jes vel í vinnunni sinni svo hann mun vera þar áfram og útlit er fyrir mikið fleiri svona langtímaverkefni hjá honum í framtíðinni hingað og þangað um veröldina svo að við erum nokkuð viss um að þegar þar að kemur fái Baldur að njóta góðs af því.
Nú er gott að við höfum æfingu í því að vera foreldrar í sitthvoru landinu, þar sem samskipti þeirra feðga munu að mestu vera í gegnum webcam á meðan á þessari útilegu föðurins stendur.
Jæja...ekki dugar að sitja að snakki, ég í að pakka og drífa mig af stað
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.