17.1.2009 | 12:53
Allir sem ég sveik...
Þar er að segja það fólk sem ég ætlaði eða vildi hitta á Íslandi en gerði ekki
Bára, Ella frænka, Arnbjörg, Ragna, Dúna, Bjarni, Biggi, nokkrar móðursystur, Gauinn, amma Elísabet, og svo auðvitað allir þeir sem ég er að svíkja tvöfalt með því að gleyma að nefna þá hér
(þessi listi hefði orðið lengri ef ekki hefði verið fyrir litlu jól Keilisfólks þar sem ég fékk að hitta marga...í mýflugumynd )
Ég vill bara segja við þetta fólk að þið eruð alltaf velkomin til sonderborgar þar sem ég bíð spennt eftir heimsóknum og býð alltaf fram stofugólfið mitt til flatsængurgerðar... HAHAHA
Svo voru það auðvitað þeir sem ég náði að hitta; Helga og Árni, Bjössi og voffía, Helga rún, Anný og Valdi, Elín og Jenni, Maddi og Anna, Bjúlían, Elfa sys og ALLT hennar fólk Beggi bró og allt hans fólk, Stefnir bró og allt hans fólk..(margir sem eiga fólk ), Dóran, Eyþór frænda í 2 sek í kringlunni, Harpa og litla múslan hennar, Goggalíka og bumbufrænkan , Helga og Guðni, Sissi og Edda og litla Ollurassgatið , Kári sinn, Meg the frænk, Bjarni og Mæja í mýflugumynd, Addi líka í mýflugumynd, Dolli og rokkarapíurnar í örflugumynd, Arnar hið eilífa hotstöff ásamt mörgum fleirum sem ég auðvitað gleymi að nefna hér...
Og ekki má gleyma síðasta hópnum...þeim sem ég hitti en vildi að ég hefði ekki hitt ..;
Nei grín hahaha Rétt up hendi sem fékk í magan og hélt að ég væri að meina hann..!
En við erum að skríða saman eftir þessa útilegu. Við erum búin að breyta öllu heima hjá okkur svo að frumburðurinn er núna komin með sér herbergi og ég er að vinna í því að taka allt jóladótið niður....já og svo er próf hjá mér á miðvikudaginn
Baldur er að kafna úr frekju eftir að hafa notið fullkominnar prinsaþjónustu í föðurhúsnunum í heilann mánuð...það er frábært Ekki að ég skilji það ekki, pabbaræfillinn er að fara til Kína eftir rúman mánuð til að vera í heilt ár...ég myndi líka dekra við mitt fólk ef það væri ég sem væri að fara
Það er auðvitað gott að koma heim, hitta gamla hópinn sinn eins og sagt var í kvæðinu forðum og koma sér og sínum í rétta rútínu. Núna get ég bara varla beðið eftir því að ný önn hefjist...mér finnst hálf asnalegt að byrja ekki nýja önn fyrr en í byrjun febrúar, einhvernvegin eins og maður sé að fresta áramótunum...einhvernvegin...eða eitthvað..
En við ætlum að halda áfram að raða í herbergin og stofuna uppá nýtt og reyna að komast eitthvað út að viðra okkur ... og á meðan ætla ég að vinna í því að stressa mig í leynum fyrir þetta bölvaða próf og fara með möntruna "getur lesið í kvöld þegar allir eru sofnaðir...getur lesið í kvöld þegar allir eru sofnaðir"
Um bloggið
Á vit ævintýranna....enn á ný :O)
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Andlitsbók
- Aurinn
- Fyrsti útskriftarhópur Keilis á Facebook
- Hjallarnir
- íslenski hesturinn í DK
- Íslenskir hryðjuverkamenn
- Keilisfrumkvöðlarnir
- Peace one Day - friðardagurinn 21. sept.
- The girl effect
Bloggarar
- Begga
- Dagmar Sønder
- Dagný
- Dóran
- Edda Kósk
- Elín Árna
- Ella í rassi
- Eybjór
- Gimpið
- GoggaLára
- Guðný Harpa
- Helga Rún
- Korkusíðan
- Kristín fænka
- Linda Sønder
- Lúvísan
- Ómar og Árdís
- Robbinn
- Sigga sønder
- Úlli
Myndasíður
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Birna mín þér er fyrirgefið....við verðum bara að hittast næst þegar önnur hvort okkar er í hinnar landi ef þú skilur hvað ég meina. Knús knús
Dúna (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:41
Vorum það semsagt ég og Valdi sem þú vildir ekki hitta :)
Dagný (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:06
Sæl Birna mín:-)
Gotta að heyra/lesa aðeins frá þér.Gangi þér vel og lifi
byltingin!
Margrét Guðmundsd. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 07:59
hahaha jájá Dagný...þið eruð alltaf jafn mikið nuisance hehehe ÞESSVEGNA kem ég í heimsókn til ykkar....óumbeðin hehehe. lovjú sæta.
Birna Eik Benediktsdóttir, 19.1.2009 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.